Kastaði handsprengjum inn á fjölmennan fund Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2023 13:39 Maðurinn er sagður hafa farið af fundi eftir rifrildi en snúið aftur með sprengjur. Bæjarfulltrúi sprengdi að virðist þrjár handsprengjur á fjölmennum fundi í ráðhúsi Keretsk-bæjar í vesturhluta Úkraínu í dag. Árásarmaðurinn var sagður hafa dáið og 26 aðrir eru særðir, en lögreglan dró síðar til baka að maðurinn hefði dáið og er hann sagður í alvarlegu ástandi. Af hinum særðu eru sex í alvarlegu ástandi en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. Einnig er óljóst hvurslags handsprengjur maðurinn var með en mögulega voru þær svokallaðar hvellsprengjur, sem dreifa ekki sprengibrotum eins og hefðbundnar handsprengjur. Hvellsprengjur geta þó valdið miklum skaða og þá sérstaklega ef þær springa nærri fólki og í þröngu rými, eins og í þessu tilfelli. Myndband af atvikinu hefur verið í dreifingu á internetinu en þar má sjá manninn ganga inn á fund í ráðhúsinu með hendur í vösum. Háværar umræður eiga sér stað á fundinum en maðurinn tekur fljótt hendur upp úr vösum, kallar á aðra fundargesti og kastar tveimur handsprengjum á gólfið. Hann tekur þá þriðju upp úr vasanum en sú fyrsta springur áður en hann kastar þeirri þriðju frá sér. Kyiv Independent hefur eftir héraðsmiðlum í Úkraínu að sprengjumaðurinn heiti Serhii Batryn og hann sé bæjarfulltrúi í Keretsk. Þá segja héraðsmiðlar í Sakarpattíahéraði að Batryn hafi deilt við aðra bæjarfulltrúa um nýlega launahækkun hjá oddvita bæjarstjórnarinnar. Hann er sagður hafa farið af fundunum eftir eitt rifrildi og snúið aftur með sprengjurnar. Úkraínska Pravda segir atvikið rannsakað á grunni laga um hryðjuverk. Ríkislögreglustjóri Úkraínu birti myndband af atvikinu í morgun, sem sjá má hér. Rétt er að vara við myndbandinu. Úkraína Tengdar fréttir Dó þegar afmælisgjöfin sprakk Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða. 7. nóvember 2023 23:41 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Af hinum særðu eru sex í alvarlegu ástandi en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. Einnig er óljóst hvurslags handsprengjur maðurinn var með en mögulega voru þær svokallaðar hvellsprengjur, sem dreifa ekki sprengibrotum eins og hefðbundnar handsprengjur. Hvellsprengjur geta þó valdið miklum skaða og þá sérstaklega ef þær springa nærri fólki og í þröngu rými, eins og í þessu tilfelli. Myndband af atvikinu hefur verið í dreifingu á internetinu en þar má sjá manninn ganga inn á fund í ráðhúsinu með hendur í vösum. Háværar umræður eiga sér stað á fundinum en maðurinn tekur fljótt hendur upp úr vösum, kallar á aðra fundargesti og kastar tveimur handsprengjum á gólfið. Hann tekur þá þriðju upp úr vasanum en sú fyrsta springur áður en hann kastar þeirri þriðju frá sér. Kyiv Independent hefur eftir héraðsmiðlum í Úkraínu að sprengjumaðurinn heiti Serhii Batryn og hann sé bæjarfulltrúi í Keretsk. Þá segja héraðsmiðlar í Sakarpattíahéraði að Batryn hafi deilt við aðra bæjarfulltrúa um nýlega launahækkun hjá oddvita bæjarstjórnarinnar. Hann er sagður hafa farið af fundunum eftir eitt rifrildi og snúið aftur með sprengjurnar. Úkraínska Pravda segir atvikið rannsakað á grunni laga um hryðjuverk. Ríkislögreglustjóri Úkraínu birti myndband af atvikinu í morgun, sem sjá má hér. Rétt er að vara við myndbandinu.
Úkraína Tengdar fréttir Dó þegar afmælisgjöfin sprakk Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða. 7. nóvember 2023 23:41 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Dó þegar afmælisgjöfin sprakk Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða. 7. nóvember 2023 23:41