Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2023 18:54 Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans hefur átt samskipti við ekkju Andemariam Beyene, beðið hana afsökunar og orðið við beiðni lögmanns hennar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns. vísir/vilhelm Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar kemur jafnframt fram að lögmaður ekkju Andemariam Beyene, sem er Sigurður G. Guðjónsson, hafi sent forstjóra spítalans erindi þar sem hann óskar þess að Landspítali kynni erindið fyrir ríkislögmanni og sátt verði gerð um bætur til handa ekkjunni með hans aðkomu. Vísir fjallaði um málið nú síðdegis og greindi frá því því að Sigurður hafi sett fram þá kröfu að leitað verði sátta. Að öðrum kosti yrði höfðað mál á hendur ríkinu og Tómasi Guðbjartssyni lækni. Í tilkynningunni segir að Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans telji rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmi aðkomu stofnunarinnar að málinu: „[...] að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án viðeigandi undirbúningsrannsókna, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést.“ Þá segir að Runólfur hafi átt í samskiptum við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju sjúklingsins og beðið hana afsökunar á hlut spítalans í málinu. Auk þess hefur hann orðið við beiðni lögmanns ekkjunnar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns, en embætti ríkislögmanns er það stjórnvald sem lögum samkvæmt hefur heimildir til þess að semja um slíkar bætur fyrir hönd ríkisins. Hér neðar má sjá tilkynningu Landspítala í heild sinni: Tilkynning frá skrifstofu forstjóra „Nýlega féll endalegur dómur fyrir sænskum dómstólum í máli Paolo Macchiarini, ítalska skurðlæknisins sem framkvæmdi svokallaðar plastbarkaaðgerðir á sjúklingum á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu með þeim afleiðingum að sjúklingarnir létust. Macchiarini var sakfelldur fyrir alvarlega líkamsárás og hefur Hæstiréttur Svíþjóðar synjað beiðni um áfrýjun dómsins. Í dóminum kemur fram að aðgerðirnar hafi ekki byggt á viðunandi vísindalegum og klínískum grunni. Í framhaldinu hefur umræða skapast bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum þar sem fjallað er um niðurstöðu dómsins í víðara samhengi. Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið málið til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst þessa aðgerð, Andemariam Beyene. Lögmaður ekkju Andemariam Beyene hefur sent forstjóra spítalans erindi þar sem hann óskar þess að Landspítali kynni erindið fyrir ríkislögmanni og sátt verði gerð um bætur til handa ekkjunni með hans aðkomu. Forstjóri Landspítala telur rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmar aðkomu stofnunarinnar að málinu, að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án viðeigandi undirbúningsrannsókna, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést. Forstjóri hefur átt samskipti við ekkju sjúklingsins og beðið hana afsökunar á hlut spítalans í málinu. Þá hefur forstjóri orðið við beiðni lögmanns ekkjunnar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns, en embætti ríkislögmanns er það stjórnvald sem lögum samkvæmt hefur heimildir til þess að semja um slíkar bætur fyrir hönd ríkisins.“ Landspítalinn Plastbarkamálið Lögmennska Heilbrigðismál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar kemur jafnframt fram að lögmaður ekkju Andemariam Beyene, sem er Sigurður G. Guðjónsson, hafi sent forstjóra spítalans erindi þar sem hann óskar þess að Landspítali kynni erindið fyrir ríkislögmanni og sátt verði gerð um bætur til handa ekkjunni með hans aðkomu. Vísir fjallaði um málið nú síðdegis og greindi frá því því að Sigurður hafi sett fram þá kröfu að leitað verði sátta. Að öðrum kosti yrði höfðað mál á hendur ríkinu og Tómasi Guðbjartssyni lækni. Í tilkynningunni segir að Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans telji rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmi aðkomu stofnunarinnar að málinu: „[...] að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án viðeigandi undirbúningsrannsókna, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést.“ Þá segir að Runólfur hafi átt í samskiptum við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju sjúklingsins og beðið hana afsökunar á hlut spítalans í málinu. Auk þess hefur hann orðið við beiðni lögmanns ekkjunnar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns, en embætti ríkislögmanns er það stjórnvald sem lögum samkvæmt hefur heimildir til þess að semja um slíkar bætur fyrir hönd ríkisins. Hér neðar má sjá tilkynningu Landspítala í heild sinni: Tilkynning frá skrifstofu forstjóra „Nýlega féll endalegur dómur fyrir sænskum dómstólum í máli Paolo Macchiarini, ítalska skurðlæknisins sem framkvæmdi svokallaðar plastbarkaaðgerðir á sjúklingum á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu með þeim afleiðingum að sjúklingarnir létust. Macchiarini var sakfelldur fyrir alvarlega líkamsárás og hefur Hæstiréttur Svíþjóðar synjað beiðni um áfrýjun dómsins. Í dóminum kemur fram að aðgerðirnar hafi ekki byggt á viðunandi vísindalegum og klínískum grunni. Í framhaldinu hefur umræða skapast bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum þar sem fjallað er um niðurstöðu dómsins í víðara samhengi. Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið málið til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst þessa aðgerð, Andemariam Beyene. Lögmaður ekkju Andemariam Beyene hefur sent forstjóra spítalans erindi þar sem hann óskar þess að Landspítali kynni erindið fyrir ríkislögmanni og sátt verði gerð um bætur til handa ekkjunni með hans aðkomu. Forstjóri Landspítala telur rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmar aðkomu stofnunarinnar að málinu, að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án viðeigandi undirbúningsrannsókna, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést. Forstjóri hefur átt samskipti við ekkju sjúklingsins og beðið hana afsökunar á hlut spítalans í málinu. Þá hefur forstjóri orðið við beiðni lögmanns ekkjunnar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns, en embætti ríkislögmanns er það stjórnvald sem lögum samkvæmt hefur heimildir til þess að semja um slíkar bætur fyrir hönd ríkisins.“
Landspítalinn Plastbarkamálið Lögmennska Heilbrigðismál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent