Áfram eða afturábak? Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 16. desember 2023 13:30 Hún er dálítið skrýtin tík þessi pólitík - að minnsta kosti í Hafnarfirði. Hér eru nokkur dæmi um samskipti jafnaðarmanna í bæjarstjórn við svonefndan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar sem þeir fyrrnefndu leggja til markviss skref til að auka velferð bæjarbúa, en þeir síðarnefndu þrjóskast við og vilja kyrr kjör. Aukum velferð - Í reynd Allflestir eru sammála því að það beri lækka matarkostnað nemenda í leik- og grunnskólum umtalsvert og tryggja þannig að allir geti sótt sér heilsusamlega og nauðsynlega næringu í leik og starfi. Ekki síst eftir 33% óheyrilega hækkun gjaldskrár nýverið. Það er skynsamlegt að hækka frístundastyrk barna og ungmenna verulega. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi eykur hreysti og lífsgæði. Um það er ekki deilt. Almenn samstaða er um að samþætta heimahjúkrun og heimilishjálp og treysta þannig þjónustuna til aldraðra og öryrkja. Allir tala hátt um mikilvægi þess að tryggja jafnt og stöðugt lóðaframboð, þannig megi tryggja hagkvæmt húsnæði fyrir alla og draga úr ójafnvægi á húsnæðismarkaði. Einnig að ráðist verði í byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða og stúdenta. Flestir skilja mikilvægi þess að bregðast við löngum biðlistum eftir félagslegu húsnæði með því að fjölga slíkum íbúðum. Þegar almennt launafólk býr við háa verðbólgu og ofurvexti, þá sjá langflestir skynsemi í því, að ríki og sveitarfélög stilli í hóf gjaldskrárhækkunum og skattálögum, svo sem í fasteignasköttum. Það var sýn jafnaðarfólks í Hafnarfirðinum. Þannig er komið til móts við almenning og aðila vinnumarkaðarins sem undirbúa sig undir erfiða kjarasamninga á næstu vikum. Nei nei pólitík Um þessi mál er almenn sátt og samstaða í orði kveðnu. En ekki í Hafnarfirði - ekki hjá meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands lagði fram skýrar og afdráttarlausar tillögur um þessi mál og miklu fleira í þessum dúr á bæjarstjórnarfundi 4. desember síðastliðinn, þegar fjárhagsáætlun komandi árs var til afgreiðslu. Allar voru tillögurnar fullfjármagnaðar með raunhæfum sérstökum tillögum í þá veru. En allt kom fyrir ekki. Meirihluti helmingaskiptaflokkanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi þær allar eða vísaði frá! Jafnaðarmenn vildu efla velferðina og lækka þjónustugjöld, en hægri flokkarnir fóru í þveröfuga átt. Áfram eða kyrrstaða Það er með stundum hægt að skipta stjórnmálaflokkum í tvo hópa: Þeir sem vilja horfa fram á við með skýr markmið að leiðarljósi og svo hinir sem troða marvaðann og spóla í farinu. Þannig er bæjarpólitíkin í Hafnarfirði. Jafnaðarmenn sem vilja láta verkin tala og auka velsæld. Og svo helmingaskiptaflokkarnir , D og B, sem vilja bara vera og sitja - meðan sætt er. Hún er kannski ekki svo skrýtin pólitíkin í Hafnarfirði eftir allt saman! Hún endurspeglar ef til vill bara stjórnmálin eins og þau eru í raun - valkostina milli framsýni og raunsæi og svo kyrrstöðu um völd. Vilja menn áfram eða afturábak? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Samfylkingin Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Hún er dálítið skrýtin tík þessi pólitík - að minnsta kosti í Hafnarfirði. Hér eru nokkur dæmi um samskipti jafnaðarmanna í bæjarstjórn við svonefndan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar sem þeir fyrrnefndu leggja til markviss skref til að auka velferð bæjarbúa, en þeir síðarnefndu þrjóskast við og vilja kyrr kjör. Aukum velferð - Í reynd Allflestir eru sammála því að það beri lækka matarkostnað nemenda í leik- og grunnskólum umtalsvert og tryggja þannig að allir geti sótt sér heilsusamlega og nauðsynlega næringu í leik og starfi. Ekki síst eftir 33% óheyrilega hækkun gjaldskrár nýverið. Það er skynsamlegt að hækka frístundastyrk barna og ungmenna verulega. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi eykur hreysti og lífsgæði. Um það er ekki deilt. Almenn samstaða er um að samþætta heimahjúkrun og heimilishjálp og treysta þannig þjónustuna til aldraðra og öryrkja. Allir tala hátt um mikilvægi þess að tryggja jafnt og stöðugt lóðaframboð, þannig megi tryggja hagkvæmt húsnæði fyrir alla og draga úr ójafnvægi á húsnæðismarkaði. Einnig að ráðist verði í byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða og stúdenta. Flestir skilja mikilvægi þess að bregðast við löngum biðlistum eftir félagslegu húsnæði með því að fjölga slíkum íbúðum. Þegar almennt launafólk býr við háa verðbólgu og ofurvexti, þá sjá langflestir skynsemi í því, að ríki og sveitarfélög stilli í hóf gjaldskrárhækkunum og skattálögum, svo sem í fasteignasköttum. Það var sýn jafnaðarfólks í Hafnarfirðinum. Þannig er komið til móts við almenning og aðila vinnumarkaðarins sem undirbúa sig undir erfiða kjarasamninga á næstu vikum. Nei nei pólitík Um þessi mál er almenn sátt og samstaða í orði kveðnu. En ekki í Hafnarfirði - ekki hjá meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands lagði fram skýrar og afdráttarlausar tillögur um þessi mál og miklu fleira í þessum dúr á bæjarstjórnarfundi 4. desember síðastliðinn, þegar fjárhagsáætlun komandi árs var til afgreiðslu. Allar voru tillögurnar fullfjármagnaðar með raunhæfum sérstökum tillögum í þá veru. En allt kom fyrir ekki. Meirihluti helmingaskiptaflokkanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi þær allar eða vísaði frá! Jafnaðarmenn vildu efla velferðina og lækka þjónustugjöld, en hægri flokkarnir fóru í þveröfuga átt. Áfram eða kyrrstaða Það er með stundum hægt að skipta stjórnmálaflokkum í tvo hópa: Þeir sem vilja horfa fram á við með skýr markmið að leiðarljósi og svo hinir sem troða marvaðann og spóla í farinu. Þannig er bæjarpólitíkin í Hafnarfirði. Jafnaðarmenn sem vilja láta verkin tala og auka velsæld. Og svo helmingaskiptaflokkarnir , D og B, sem vilja bara vera og sitja - meðan sætt er. Hún er kannski ekki svo skrýtin pólitíkin í Hafnarfirði eftir allt saman! Hún endurspeglar ef til vill bara stjórnmálin eins og þau eru í raun - valkostina milli framsýni og raunsæi og svo kyrrstöðu um völd. Vilja menn áfram eða afturábak? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar