Play breytir áætlunarkerfinu vegna verkfallanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2023 17:53 Farþegar eru beðnir um að fylgjast vel með þeim breytingum sem gætu orðið á flugferðum þeirra í vikunni. Vísir/Vilhelm Tímabundnar breytingar verða gerðar á tengileiðakerfi flugfélagsins Play meðan á verkfallshrinu flugumferðarstjóra stendur. Breytingarnar eiga við um flugferðir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Í tilkynningu frá Play eru farþegar hvattir til að fylgjast vel með breytingum sem gætu orðið á flugferðum þeirra meðan á verkfallshrinu vegna kjaradeilna flugumferðarstjóra og sáttasemjara stendur. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað frekari verkfallsaðgerðir á mánudag og miðvikudag. Aðgerðirnar munu standa yfir í sex klukkustundir, frá klukkan fjögur aðfaranætur mánudags og miðvikudags til klukkan tíu. Langflestar komur og brottfarir Play eru á þeim tíma sem aðgerðir flugumferðarstjóra standa yfir, samkvæmt tilkynningu frá Play. Ferðum seinkað um sex tíma Fram kemur að Play þurfi þess vegna að seinka komum á Norður Ameríku-flugi félagsins til Íslands um sex klukkustundir eða til klukkan 10 á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Sömuleiðis muni brottfarir til borgaráfangastaða Play í Evrópu, sem tengjast við Ameríkuflugin, seinka um sex klukkustundir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Farþegar sem eiga bókaða ferð með flugfélaginu Play á fimmtudag gætu því orðið fyrir minniháttar röskunum meðan leiðakerfið er rétt aftur við. Þá segir að búist sé við að eftirmiðdagsbrottfarir til sólarlandaáfangastaða í leiðakerfi félagsins muni vera á áætlun, en þó sé farþegum bent á að minniháttar seinkanir gætu orðið á brottförum á þeim ferðum sökum þeirra áhrifa sem verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra munu hafa í næstu viku. Flugfélagið vinnur nú að því að koma skilaboðum á farþega sína vegna breytinganna og munu þau berast í dag og á morgun. Birgir Jónsson forstjóri Play ræddi verkfallsaðgerðirnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. Þar taldi hann að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna, sem hefur valdið töluverðri röskun og tjóni. Play Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Í tilkynningu frá Play eru farþegar hvattir til að fylgjast vel með breytingum sem gætu orðið á flugferðum þeirra meðan á verkfallshrinu vegna kjaradeilna flugumferðarstjóra og sáttasemjara stendur. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað frekari verkfallsaðgerðir á mánudag og miðvikudag. Aðgerðirnar munu standa yfir í sex klukkustundir, frá klukkan fjögur aðfaranætur mánudags og miðvikudags til klukkan tíu. Langflestar komur og brottfarir Play eru á þeim tíma sem aðgerðir flugumferðarstjóra standa yfir, samkvæmt tilkynningu frá Play. Ferðum seinkað um sex tíma Fram kemur að Play þurfi þess vegna að seinka komum á Norður Ameríku-flugi félagsins til Íslands um sex klukkustundir eða til klukkan 10 á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Sömuleiðis muni brottfarir til borgaráfangastaða Play í Evrópu, sem tengjast við Ameríkuflugin, seinka um sex klukkustundir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Farþegar sem eiga bókaða ferð með flugfélaginu Play á fimmtudag gætu því orðið fyrir minniháttar röskunum meðan leiðakerfið er rétt aftur við. Þá segir að búist sé við að eftirmiðdagsbrottfarir til sólarlandaáfangastaða í leiðakerfi félagsins muni vera á áætlun, en þó sé farþegum bent á að minniháttar seinkanir gætu orðið á brottförum á þeim ferðum sökum þeirra áhrifa sem verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra munu hafa í næstu viku. Flugfélagið vinnur nú að því að koma skilaboðum á farþega sína vegna breytinganna og munu þau berast í dag og á morgun. Birgir Jónsson forstjóri Play ræddi verkfallsaðgerðirnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. Þar taldi hann að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna, sem hefur valdið töluverðri röskun og tjóni.
Play Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira