Play breytir áætlunarkerfinu vegna verkfallanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2023 17:53 Farþegar eru beðnir um að fylgjast vel með þeim breytingum sem gætu orðið á flugferðum þeirra í vikunni. Vísir/Vilhelm Tímabundnar breytingar verða gerðar á tengileiðakerfi flugfélagsins Play meðan á verkfallshrinu flugumferðarstjóra stendur. Breytingarnar eiga við um flugferðir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Í tilkynningu frá Play eru farþegar hvattir til að fylgjast vel með breytingum sem gætu orðið á flugferðum þeirra meðan á verkfallshrinu vegna kjaradeilna flugumferðarstjóra og sáttasemjara stendur. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað frekari verkfallsaðgerðir á mánudag og miðvikudag. Aðgerðirnar munu standa yfir í sex klukkustundir, frá klukkan fjögur aðfaranætur mánudags og miðvikudags til klukkan tíu. Langflestar komur og brottfarir Play eru á þeim tíma sem aðgerðir flugumferðarstjóra standa yfir, samkvæmt tilkynningu frá Play. Ferðum seinkað um sex tíma Fram kemur að Play þurfi þess vegna að seinka komum á Norður Ameríku-flugi félagsins til Íslands um sex klukkustundir eða til klukkan 10 á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Sömuleiðis muni brottfarir til borgaráfangastaða Play í Evrópu, sem tengjast við Ameríkuflugin, seinka um sex klukkustundir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Farþegar sem eiga bókaða ferð með flugfélaginu Play á fimmtudag gætu því orðið fyrir minniháttar röskunum meðan leiðakerfið er rétt aftur við. Þá segir að búist sé við að eftirmiðdagsbrottfarir til sólarlandaáfangastaða í leiðakerfi félagsins muni vera á áætlun, en þó sé farþegum bent á að minniháttar seinkanir gætu orðið á brottförum á þeim ferðum sökum þeirra áhrifa sem verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra munu hafa í næstu viku. Flugfélagið vinnur nú að því að koma skilaboðum á farþega sína vegna breytinganna og munu þau berast í dag og á morgun. Birgir Jónsson forstjóri Play ræddi verkfallsaðgerðirnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. Þar taldi hann að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna, sem hefur valdið töluverðri röskun og tjóni. Play Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Í tilkynningu frá Play eru farþegar hvattir til að fylgjast vel með breytingum sem gætu orðið á flugferðum þeirra meðan á verkfallshrinu vegna kjaradeilna flugumferðarstjóra og sáttasemjara stendur. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað frekari verkfallsaðgerðir á mánudag og miðvikudag. Aðgerðirnar munu standa yfir í sex klukkustundir, frá klukkan fjögur aðfaranætur mánudags og miðvikudags til klukkan tíu. Langflestar komur og brottfarir Play eru á þeim tíma sem aðgerðir flugumferðarstjóra standa yfir, samkvæmt tilkynningu frá Play. Ferðum seinkað um sex tíma Fram kemur að Play þurfi þess vegna að seinka komum á Norður Ameríku-flugi félagsins til Íslands um sex klukkustundir eða til klukkan 10 á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Sömuleiðis muni brottfarir til borgaráfangastaða Play í Evrópu, sem tengjast við Ameríkuflugin, seinka um sex klukkustundir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Farþegar sem eiga bókaða ferð með flugfélaginu Play á fimmtudag gætu því orðið fyrir minniháttar röskunum meðan leiðakerfið er rétt aftur við. Þá segir að búist sé við að eftirmiðdagsbrottfarir til sólarlandaáfangastaða í leiðakerfi félagsins muni vera á áætlun, en þó sé farþegum bent á að minniháttar seinkanir gætu orðið á brottförum á þeim ferðum sökum þeirra áhrifa sem verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra munu hafa í næstu viku. Flugfélagið vinnur nú að því að koma skilaboðum á farþega sína vegna breytinganna og munu þau berast í dag og á morgun. Birgir Jónsson forstjóri Play ræddi verkfallsaðgerðirnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. Þar taldi hann að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna, sem hefur valdið töluverðri röskun og tjóni.
Play Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira