Óttast að þjóðin fái leiða á Grindvíkingum og fjari undan hjálpseminni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. desember 2023 14:22 Siggeir og fjölskylda fengu strax að dvelja hjá mágkonu hans og segist hann vera í betri stöðu en margir aðrir Grindvíkingar. Hann biðlar til landsmanna um að hafa langlundargeð því Grindvíkingar þurfi stuðning og skilning í mun lengri tíma en áður var talið. Fjölskyldufaðir sem býr í Grindavík óttast að þjóðin muni fá leið á Grindvíkingum og að fjara muni undan hjálpseminni sem var svo mikil í upphafi. Nú sé ljóst að Grindvíkingar muni þurfa á stuðningi og skilningi að halda lengur en áður var talið. Margir viti ekki einu sinni hvar þeir muni búa á nýju ári. Siggeir F. Ævarsson, fjölskyldufaðir sem búsettur er í Grindavík, segist vera í mun betri málum en margir Grindvíkingar. Mágkona Siggeirs bauð fjölskyldunni hans 10. nóvember, þegar rýma þurfti Grindavík með hraði, að flytja inn til sín á neðri hæðina og þar hefur fjölskyldan verið síðan. Siggeir vakti á mánudagskvöldið fram eftir nóttu yfir vefmyndavélum og fréttum af eldgosinu til að sjá hvað yrði um bæinn hans. Hann leyfir sér ekki að hugsa langt fram í tímann en er vondaufur um að Grindvíkingar geti snúið aftur í bæinn bráðlega og því séu húsnæðismálin efst í huga Grindvíkinga. „Það er allur tilfinningaskalinn í gangi hjá fólki en mér finnst alltaf fleiri og fleiri orðnir bara reiðir og pirraðir því það er alveg ljóst að þetta mun taka langan tíma og það gengur rosa hægt að greiða úr ýmsum málum og það er fólk sem er kannski búið að flytja fjórum sinnum og fólk sem er mjög óöruggt og jafnvel án tekna þannig að fólk er orðið langeygt eftir einhverjum alvöru lausnum, ekki skammtímalausnum eða einhverju, hvað eigum við að segja, sem hefur lítil áhrif á þeirra hag.“ Siggeir segist gríðarlega þakklátur almenningi fyrir hjálpsemina en biðlar um leið til hans um langlundargeð því ljóst sé að Grindvíkingar muni þurfa hjálpina lengur. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi úr öllum áttum, við Grindvíkingar, heilt yfir, og maður er þakklátur fyrir það en maður er kannski svona pínu hræddur um, það er hugsun aftarlega í kollinum, að fólk muni fá leið á okkur á einhverjum tímapunkti og segja bara jæja, Getið þið ekki hætt þessu væli en við munum þurfa á stuðningi að halda lengur og skilningi.“ Grindvíkingar þurfi festu og öryggi í húsnæðismálum. „Það eru mjög margir í skammtímalausnum. Fólk er í einhverjum íbúðum fólks sem er erlendis tímabundið en það eru margir sem eru ekki með vissu um hvar þeir verða á nýju ári.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00 Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. 20. desember 2023 07:08 Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. 19. desember 2023 16:11 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Siggeir F. Ævarsson, fjölskyldufaðir sem búsettur er í Grindavík, segist vera í mun betri málum en margir Grindvíkingar. Mágkona Siggeirs bauð fjölskyldunni hans 10. nóvember, þegar rýma þurfti Grindavík með hraði, að flytja inn til sín á neðri hæðina og þar hefur fjölskyldan verið síðan. Siggeir vakti á mánudagskvöldið fram eftir nóttu yfir vefmyndavélum og fréttum af eldgosinu til að sjá hvað yrði um bæinn hans. Hann leyfir sér ekki að hugsa langt fram í tímann en er vondaufur um að Grindvíkingar geti snúið aftur í bæinn bráðlega og því séu húsnæðismálin efst í huga Grindvíkinga. „Það er allur tilfinningaskalinn í gangi hjá fólki en mér finnst alltaf fleiri og fleiri orðnir bara reiðir og pirraðir því það er alveg ljóst að þetta mun taka langan tíma og það gengur rosa hægt að greiða úr ýmsum málum og það er fólk sem er kannski búið að flytja fjórum sinnum og fólk sem er mjög óöruggt og jafnvel án tekna þannig að fólk er orðið langeygt eftir einhverjum alvöru lausnum, ekki skammtímalausnum eða einhverju, hvað eigum við að segja, sem hefur lítil áhrif á þeirra hag.“ Siggeir segist gríðarlega þakklátur almenningi fyrir hjálpsemina en biðlar um leið til hans um langlundargeð því ljóst sé að Grindvíkingar muni þurfa hjálpina lengur. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi úr öllum áttum, við Grindvíkingar, heilt yfir, og maður er þakklátur fyrir það en maður er kannski svona pínu hræddur um, það er hugsun aftarlega í kollinum, að fólk muni fá leið á okkur á einhverjum tímapunkti og segja bara jæja, Getið þið ekki hætt þessu væli en við munum þurfa á stuðningi að halda lengur og skilningi.“ Grindvíkingar þurfi festu og öryggi í húsnæðismálum. „Það eru mjög margir í skammtímalausnum. Fólk er í einhverjum íbúðum fólks sem er erlendis tímabundið en það eru margir sem eru ekki með vissu um hvar þeir verða á nýju ári.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00 Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. 20. desember 2023 07:08 Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. 19. desember 2023 16:11 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
„Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00
Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. 20. desember 2023 07:08
Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. 19. desember 2023 16:11
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?