„Þetta er nú bara svona á hverju ári“ Aron Guðmundsson skrifar 21. desember 2023 08:00 Árið hefur fært systkinunum Orra Steini og Emelíu stór tækifæri á sínum leikmannaferlum. Þá hefur faðir þeirra, þjálfarinn Óskar Hrafn, fengið stórt verkefni í Noregi í hendurnar. Vísir/Samsett mynd Það má með sanni segja að Orri Steinn Óskarsson hafi tekið stór skref á sínum fótboltaferli ár árinu sem nú er að líða. Eftir að hafa verið sendur á láni til liðs í næst efstu deild Danmerkur í upphafi árs þá sneri Orri Steinn til baka þaðan í lið FC Kaupmannahafnar, meira reiðubúinn en áður til þess að láta til sín taka. Hann hefur verið viðloðandi aðallið félagsins undanfarna mánuði og gert sig gildandi og hafa frammistaða hans gert það að verkum að á árinu lék hann sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Íslands hönd. „Árið var mjög langt. Það var mikið að gerast, margir leikir. Ég byrja náttúrulega árið á láni í næstefstu deild hjá Sönderjyske. Var þar fram á sumarið og þá var maður einhvern veginn bara að einbeita sér að því að verða betri leikmaður og vera klár fyrir FC Kaupmannahöfn eftir sumarið. Síðan var maður ekkert viss hvort maður væri klár í það en eftir að ég sneri aftur til félagsins snerist þetta bara um að ég gripi mín tækifæri. Myndi halda áfram að bæta mig meira. Ég sýndi í mörgum leikjum að ég gæti spilað með í Meistaradeildinni og spilað stóra rullu í dönsku úrvalsdeildinni. Ég var mjög ánægður með það. Ég er bara mjög ánægður með skrefin sem ég tók með FC Kaupmannahöfn á árinu. Það sama hef ég að segja um skrefin með landsliðinu. Það voru mjög skemmtilegir tímar sem ég upplifði á því sviði, mikill heiður.“ Orri var ekki sá eini úr fjölskyldu sinni sem tók stór skref á sínum ferli á árinu. Systir hans, hin 17 ára gamla Emelía, samdi við Danmerkurmeistara HB Köge núna undir lok árs eftir að hafa látið til sín taka með Kristianstad í Svíþjóð. Þá fékk faðir þeirra, Óskar Hrafn Þorvaldsson, stórt tækifæri og spennandi verkefni í hendurnar er hann var ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Enn fremur stýrði Óskar liðið Breiðabliks, fyrst allra íslenskra karlaliða í riðlakeppni í Evrópu. Þar tók liðið þátt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er nú bara svona á hverju ári. Maður er bara farinn að venjast þessu,“ segir Orri og hlær aðspurður um afrek fjölskyldunnar á árinu sem er að líða. „Emelía er alltaf geggjuð. Pabbi alltaf að gera eitthvað geggjað. Þau eru öll geggjuð. Ég er mjög stoltur af þeim.“ Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira
Hann hefur verið viðloðandi aðallið félagsins undanfarna mánuði og gert sig gildandi og hafa frammistaða hans gert það að verkum að á árinu lék hann sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Íslands hönd. „Árið var mjög langt. Það var mikið að gerast, margir leikir. Ég byrja náttúrulega árið á láni í næstefstu deild hjá Sönderjyske. Var þar fram á sumarið og þá var maður einhvern veginn bara að einbeita sér að því að verða betri leikmaður og vera klár fyrir FC Kaupmannahöfn eftir sumarið. Síðan var maður ekkert viss hvort maður væri klár í það en eftir að ég sneri aftur til félagsins snerist þetta bara um að ég gripi mín tækifæri. Myndi halda áfram að bæta mig meira. Ég sýndi í mörgum leikjum að ég gæti spilað með í Meistaradeildinni og spilað stóra rullu í dönsku úrvalsdeildinni. Ég var mjög ánægður með það. Ég er bara mjög ánægður með skrefin sem ég tók með FC Kaupmannahöfn á árinu. Það sama hef ég að segja um skrefin með landsliðinu. Það voru mjög skemmtilegir tímar sem ég upplifði á því sviði, mikill heiður.“ Orri var ekki sá eini úr fjölskyldu sinni sem tók stór skref á sínum ferli á árinu. Systir hans, hin 17 ára gamla Emelía, samdi við Danmerkurmeistara HB Köge núna undir lok árs eftir að hafa látið til sín taka með Kristianstad í Svíþjóð. Þá fékk faðir þeirra, Óskar Hrafn Þorvaldsson, stórt tækifæri og spennandi verkefni í hendurnar er hann var ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Enn fremur stýrði Óskar liðið Breiðabliks, fyrst allra íslenskra karlaliða í riðlakeppni í Evrópu. Þar tók liðið þátt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er nú bara svona á hverju ári. Maður er bara farinn að venjast þessu,“ segir Orri og hlær aðspurður um afrek fjölskyldunnar á árinu sem er að líða. „Emelía er alltaf geggjuð. Pabbi alltaf að gera eitthvað geggjað. Þau eru öll geggjuð. Ég er mjög stoltur af þeim.“
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira