Fótbolti

Jafnt í stór­leiknum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Amad Diallo kom Fílabeinsströndinni yfir í leiknum.
Amad Diallo kom Fílabeinsströndinni yfir í leiknum. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images

Stórleik dagsins í Afríkukeppninni í fótbolta milli Fílabeinsstrandarinnar og Kamerún lauk með jafntefli eftir hörkuleik.

Liðin tvö voru jöfn á toppi F-riðils mótsins eftir að hafa unnið sína leiki í fyrstu umferðinni.

Hvorugt liðið kom inn marki fyrir hlé og staðan markalaus þegar flautað var til hálfleiks.

Síðari hálfleikurinn fór hins vegar fjörlega af stað en mark Francks Kessié á 48. mínútu var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Þremur mínútum síðar skoraði Fílabeinsströndin hins vegar löglegt mark.

Þar var að verki Amad Diallo, kantmaður Manchester United, en hann skoraði eftir stoðsendingu frá Ghislain Konan.

Konan varð aftur á móti fyrir því óláni að skora sjálfsmark skömmu síðar til að jafna leikinn fyrir Kamerún.

Meira var ekki skorað, leiknum lauk 1-1 og liðin jöfn á toppi riðilsins með fjögur stig hvort. Mósambík er þar á eftir með þrjú stig eftir 3-2 sigur á stigalausum Gabonmönnum sem reka lestina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×