Íslenski boltinn

Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingur hefur alls átta sinnum orðið Íslandsmeistari, þar af þrisvar sinnum á síðustu fimm árum.
Víkingur hefur alls átta sinnum orðið Íslandsmeistari, þar af þrisvar sinnum á síðustu fimm árum. vísir/anton

Stuðningsmenn Víkings ættu að stilla inn á Sýn Sport Ísland í kvöld en þá verður farið yfir Íslandsmeistaratímabil karlaliðs félagsins.

Síðastliðið sumar varð Víkingur Íslandsmeistari í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Í Íslandsmeistaraþætti kvöldsins verður farið yfir leið Víkinga að titlinum.

Klippa: Íslandsmeistaraþáttur Víkings 2025

Meðal viðmælenda í þættinum er Sölvi Geir Ottesen sem tók við Víkingi af Arnari Gunnlaugssyni fyrir síðasta tímabil.

Einnig eru lykilmennirnir Gylfi Þór Sigurðsson, Helgi Guðjónsson, Ingvar Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson til viðtals í þættinum.

Eftir erfitt tap fyrir Brøndby í Evrópukeppninni fór Víkingur á mikið flug og vann átta af síðustu níu leikjum sínum í Bestu deildinni og gerði eitt jafntefli.

Víkingar unnu alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni og tryggðu sér titilinn með 2-0 sigri á FH-ingum á heimavelli 5. október. Víkingur fékk 57 stig í Bestu deildinni, tólf stigum meira en Valur sem endaði í 2. sæti.

Íslandsmeistaraþáttur Víkings verður sýndur klukkan 20:00 á Sýn Sport Ísland í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×