Krefjast þess að Edda Björk verði dæmd í sautján mánaða fangelsi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2023 06:44 Edda Björk situr nú í gæsluvarðahaldi í Noregi. Vísir/Magnús Hlynur Ákæruvaldið í Noregi krefst þess að Edda Björk Arnardóttir verði dæmd í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa numið börn sín á brott frá Noregi. Þeir segja málið hafa verið föður barnanna afar þungbært. Frá þessu greinir Morgunblaðið en blaðamaður þess var viðstaddur meðferð málsins í Noregi. Haft er eftir saksóknaranum Lise Dalhaug að Edda Björk hefði dregið upp „glansmynd“ af lífi drengjanna á Íslandi sem stæðist ekki. Nám þeirra sæktist ekki jafn vel og hún vildi meina og þá töluðu drengirnir bjagaða íslensku. Edda hefði sagt börnum sínum hvað þeim bæri að segja og hvernig þeim bæri að svara spurningum. „Ef ræða á við börn um mál sem þetta þurfa þau að upplifa öryggi. Auðvitað segjast þau heldur vilja búa á Íslandi en í Noregi og að allt sé gott þrátt fyrir að lögreglu og barnaverndaryfirvöldum sé vel kunnugt um að það er ekki rétt,“ sagði Dalhaug fyrir dómi samkvæmt Morgunblaðinu. Lögmaður barnsföður Eddu sagði hana hafa sýnt yfirvöldum fullkomna óvirðingu og að þar sem drengjunum hefði verið komið fyrir á óþekktum stað á Íslandi væri ómögulegt að vita um líðan þeirra og ástand. Faðir drengjanna hefði þjáðst af svefntruflunum, martröðum og sjálfsvígshugsunum og verið í veikindaleyfi frá vinnu um langa hríð. Þá væri vitað að áhrif mála á borð við þetta á sálarlíf barna væru skelfileg og í mörgum tilvikum óafturkræf. „Ég hvet alla á Íslandi, sem vitneskju kunna að hafa um íverustað drengjanna, til að tilkynna lögreglu, eða Leifi Runólfssyni lögmanni, um þá vitneskju eða grunsemdir, nú er mikilvægast af öllu að hægt verði að hefjast handa sem fyrst við að koma þeim inn í samfélagið á ný,“ sagði lögmaður föðurins við blaðamann Morgunblaðsins. Verjandi Eddu sagði hana játa sök að hluta en að framganga hennar hefði byggt á áhyggjum hennar af velferð barna sinna. Neitaði hún því að sú mynd sem ákæruvaldið hefði dregið upp endurspeglaði líðan og stöðu drengjanna á Íslandi. Þeir þrifust vel, ættu vini og leggðu stund á knattspyrnu. Árs fangelsi væri hámarksrefsing í málinu. „Dómar í svipuðum málum hafa hér takmarkaða þýðingu þar sem ástæður og kringumstæður eru alltaf ólíkar frá máli til máls. Við höfum nú krafist þess að hún [Edda] verði látin laus svo hún geti farið heim og sinnt börnunum sínum. Við sjáum svo hvað setur þegar dómur fellur í málinu,“ sagði verjandi Eddu. Noregur Mál Eddu Bjarkar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið en blaðamaður þess var viðstaddur meðferð málsins í Noregi. Haft er eftir saksóknaranum Lise Dalhaug að Edda Björk hefði dregið upp „glansmynd“ af lífi drengjanna á Íslandi sem stæðist ekki. Nám þeirra sæktist ekki jafn vel og hún vildi meina og þá töluðu drengirnir bjagaða íslensku. Edda hefði sagt börnum sínum hvað þeim bæri að segja og hvernig þeim bæri að svara spurningum. „Ef ræða á við börn um mál sem þetta þurfa þau að upplifa öryggi. Auðvitað segjast þau heldur vilja búa á Íslandi en í Noregi og að allt sé gott þrátt fyrir að lögreglu og barnaverndaryfirvöldum sé vel kunnugt um að það er ekki rétt,“ sagði Dalhaug fyrir dómi samkvæmt Morgunblaðinu. Lögmaður barnsföður Eddu sagði hana hafa sýnt yfirvöldum fullkomna óvirðingu og að þar sem drengjunum hefði verið komið fyrir á óþekktum stað á Íslandi væri ómögulegt að vita um líðan þeirra og ástand. Faðir drengjanna hefði þjáðst af svefntruflunum, martröðum og sjálfsvígshugsunum og verið í veikindaleyfi frá vinnu um langa hríð. Þá væri vitað að áhrif mála á borð við þetta á sálarlíf barna væru skelfileg og í mörgum tilvikum óafturkræf. „Ég hvet alla á Íslandi, sem vitneskju kunna að hafa um íverustað drengjanna, til að tilkynna lögreglu, eða Leifi Runólfssyni lögmanni, um þá vitneskju eða grunsemdir, nú er mikilvægast af öllu að hægt verði að hefjast handa sem fyrst við að koma þeim inn í samfélagið á ný,“ sagði lögmaður föðurins við blaðamann Morgunblaðsins. Verjandi Eddu sagði hana játa sök að hluta en að framganga hennar hefði byggt á áhyggjum hennar af velferð barna sinna. Neitaði hún því að sú mynd sem ákæruvaldið hefði dregið upp endurspeglaði líðan og stöðu drengjanna á Íslandi. Þeir þrifust vel, ættu vini og leggðu stund á knattspyrnu. Árs fangelsi væri hámarksrefsing í málinu. „Dómar í svipuðum málum hafa hér takmarkaða þýðingu þar sem ástæður og kringumstæður eru alltaf ólíkar frá máli til máls. Við höfum nú krafist þess að hún [Edda] verði látin laus svo hún geti farið heim og sinnt börnunum sínum. Við sjáum svo hvað setur þegar dómur fellur í málinu,“ sagði verjandi Eddu.
Noregur Mál Eddu Bjarkar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira