Gladdi hundruð barna með jólagjöfum Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 16:31 Luka Doncic, ein stærsta körfuboltastjarna heims, hefur síðustu ár glatt börn í aðdraganda jólanna. AP og Instagram/@lukadoncic Slóvenska körfuboltaséníið Luka Doncic hefur glatt hjörtu hátt í 300 barna, bæði í Slóveníu og í Dallas í Bandaríkjunum, í aðdraganda jólanna. Doncic varð pabbi í fyrsta sinn fyrir örfáum vikum þegar dóttirin Gabriela kom í heiminn, og er einnig önnum kafinn við að bera lið Dallas Mavericks á herðum sér í NBA-deildinni. Hann gaf sér engu að síður tíma í vikunni til að bjóða fimmtíu börnum á síðasta heimaleik Dallas, gegn LA Clippers. Þar fengu börnin meðal annars að hitta Doncic sem greiddi allan ferðakostnað og máltíð fyrir þau, auk þess að leysa þau út með gjöfum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Nerf (@nerf) Daginn eftir leikinn fóru svo fulltrúar hjálparsamtaka, sem Doncic stofnaði, í heimsókn á sjúkrahús með handgerð teppi og húfur fyrir börn sem fæðst hafa fyrir tímann, auk þess sem mæður þeirra fengu gjafakort á snyrtistofu og í fjölskyldumyndatöku. Þá greiddi Doncic sjúkrahússreikninginn fyrir fjölda fjölskyldna barna sem fæddust fyrir tímann, samkvæmt frétt slóvenska miðilsins Ekipa 24. Og Doncic gleymdi ekki heldur börnunum í heimalandi sínu, Slóveníu. Samtökin hans stóðu fyrir jólagleði fyrir börn og unglinga á Malca Beliceva barnaheimilinu, þar sem krakkarnir fengu heyrnatól, Jordan-föt, Lego-kassa og fleira dót í jólagjöf. „Börnin okkar eru í mjög viðkvæmri stöðu og hafa upplifað margs konar erfiðar stundir. Yfir hátíðarnar reynum við að skapa hátíðlegan blæ fyrir þau. Með hjálp Luka Doncic samtakanna þá voru gjafirnar í þetta sinn svo sannarlega óviðjafnanlegar, dásamlegar og ógleymanlegar,“ sagði Marija Ferenc, forstjóri barnaheimilisins. NBA Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Doncic varð pabbi í fyrsta sinn fyrir örfáum vikum þegar dóttirin Gabriela kom í heiminn, og er einnig önnum kafinn við að bera lið Dallas Mavericks á herðum sér í NBA-deildinni. Hann gaf sér engu að síður tíma í vikunni til að bjóða fimmtíu börnum á síðasta heimaleik Dallas, gegn LA Clippers. Þar fengu börnin meðal annars að hitta Doncic sem greiddi allan ferðakostnað og máltíð fyrir þau, auk þess að leysa þau út með gjöfum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Nerf (@nerf) Daginn eftir leikinn fóru svo fulltrúar hjálparsamtaka, sem Doncic stofnaði, í heimsókn á sjúkrahús með handgerð teppi og húfur fyrir börn sem fæðst hafa fyrir tímann, auk þess sem mæður þeirra fengu gjafakort á snyrtistofu og í fjölskyldumyndatöku. Þá greiddi Doncic sjúkrahússreikninginn fyrir fjölda fjölskyldna barna sem fæddust fyrir tímann, samkvæmt frétt slóvenska miðilsins Ekipa 24. Og Doncic gleymdi ekki heldur börnunum í heimalandi sínu, Slóveníu. Samtökin hans stóðu fyrir jólagleði fyrir börn og unglinga á Malca Beliceva barnaheimilinu, þar sem krakkarnir fengu heyrnatól, Jordan-föt, Lego-kassa og fleira dót í jólagjöf. „Börnin okkar eru í mjög viðkvæmri stöðu og hafa upplifað margs konar erfiðar stundir. Yfir hátíðarnar reynum við að skapa hátíðlegan blæ fyrir þau. Með hjálp Luka Doncic samtakanna þá voru gjafirnar í þetta sinn svo sannarlega óviðjafnanlegar, dásamlegar og ógleymanlegar,“ sagði Marija Ferenc, forstjóri barnaheimilisins.
NBA Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum