Sjá til hve margir koma fram undir nafni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2023 15:01 Einar Þór var tilnefndur fyrir handrit ársins á Eddunni í fyrra. Tilnefningin var vegna handritsins að Korter yfir sjö sem fjallaði um verkfallið 1955 í Reykjavík. Eddan Heimildarmyndagerðarmaður segir umræða um forsjár- og umgengnismál fasta í kynjafræðivinkli hér á landi. Heimildarmynd er í fjármögnun en ekki tímabært að greina frá því hverjir standi að baki myndinni enda sé umfjöllunarefnið sérstaklega viðkvæmt. Klemma - Heimildarmynd um foreldraútilokun og forsjár- og umgengnismál á Íslandi er komin í fjármögnunarferli á Karolinafund.com. Þar stendur til að safna tíu þúsund evrum, um einni og hálfri milljón. Viðkvæm mál „Myndin hefur verið í popparanum í nokkurn tíma. Handrita- og hugmyndavinna er langt komin. Mesta púðrið fer í það,“ segir Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður. Stefnt sé á að fara á fullt í framleiðslu eftir áramót. Aðspurður hverjir séu á bak við myndina segir Einar Þór ekki tímabært að greina frá því. „Ekki eins og stendur því það eru svo margir sem eru tengdir þessu með mál í gangi í kerfinu,“ segir Einar Þór. Málni séu eðli máls samkvæmt viðkvæm, þau tengist fjölskyldum og börnum svo stefnt sé á að stíga varlega til jarðar. „Þetta er um tíu manna hópur. Við sjáum til hve margir koma fram undir nafni.“ Forsjár- og umgengnismál hafa verið nokkuð til umfjöllunar undanfarnar vikur ekki síst vegna máls yfir landamæri þar sem íslenskir foreldrar í Noregi og Íslandi deila um börnin sín fyrir dómstólum. Einar Þór segir tilviljun að vinnsla myndarinnar vekji athygli á sama tíma og slík mál séu fyrir augum landsmanna. Einar Þór finnur fyrir töluverðum viðbrögðum vegna myndarinnar sem sé í smíðum. „Það virðist vera mikil undiralda í þessum málaflokki.“ Fyrst og fremst fræðslumynd Hann leggur áherslu á að um fræðslumynd sé að ræða. Málefnið sé mjög flókið og viðkvæmt að svo mörgu leyti. Reynt hafi verið að sækja um styrk fyrir heimildarmynd fyrir tveimur árum en það gengið frekar treglega. Nú sé lagt upp með meiri fræðilega áherslu á umfjöllunarefnið. Ýmislegt flæki málin og þá sérstaklega hve kynjapólitískt umfjöllunarefnið sé. „Þetta er dálítið fast í kynjafræðivinkli, sem er ekki gott að mínu mati.“ Einar Þór er nokkuð reynslumikill þegar kemur að heimildarmyndagerð. Fyrsta myndin var um leitarhunda árði 1997 og tengdist snjóflóðunum á Flateyri. „Vinir mínir voru í leitarhundabransanum,“ segir Einar Þór sem rekur ættir sínar til Flateyrar og Önundarfjarðar á Vestfjörðum. Síðan hefur hann gert nokkrar heimildarmyndir, síðustu tvær um verkföll hér á landi. Nú sé komið að umgengnismálum. „Ég þekki fullt af fólki sem hefur lent í tálmun á síðustu árum,“ segir Einar Þór aðspurður hvernig efnið hafi orðið fyrir valinu. Hann segist líklega hafa reynt að hætta kvikmyndagerð jafnoft og hann hefur reynt að hætta að reykja. Þetta sé samt fíkn, hann sogist alltaf aftur inn. Tvær kynningarstiklur úr myndinni má sjá hér að ofan. Söfnunin hófst í fyrradag og hafa 260 evrur safnast þegar fréttin er skrifuð. Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Kvikmyndagerð á Íslandi Fjölskyldumál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Klemma - Heimildarmynd um foreldraútilokun og forsjár- og umgengnismál á Íslandi er komin í fjármögnunarferli á Karolinafund.com. Þar stendur til að safna tíu þúsund evrum, um einni og hálfri milljón. Viðkvæm mál „Myndin hefur verið í popparanum í nokkurn tíma. Handrita- og hugmyndavinna er langt komin. Mesta púðrið fer í það,“ segir Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður. Stefnt sé á að fara á fullt í framleiðslu eftir áramót. Aðspurður hverjir séu á bak við myndina segir Einar Þór ekki tímabært að greina frá því. „Ekki eins og stendur því það eru svo margir sem eru tengdir þessu með mál í gangi í kerfinu,“ segir Einar Þór. Málni séu eðli máls samkvæmt viðkvæm, þau tengist fjölskyldum og börnum svo stefnt sé á að stíga varlega til jarðar. „Þetta er um tíu manna hópur. Við sjáum til hve margir koma fram undir nafni.“ Forsjár- og umgengnismál hafa verið nokkuð til umfjöllunar undanfarnar vikur ekki síst vegna máls yfir landamæri þar sem íslenskir foreldrar í Noregi og Íslandi deila um börnin sín fyrir dómstólum. Einar Þór segir tilviljun að vinnsla myndarinnar vekji athygli á sama tíma og slík mál séu fyrir augum landsmanna. Einar Þór finnur fyrir töluverðum viðbrögðum vegna myndarinnar sem sé í smíðum. „Það virðist vera mikil undiralda í þessum málaflokki.“ Fyrst og fremst fræðslumynd Hann leggur áherslu á að um fræðslumynd sé að ræða. Málefnið sé mjög flókið og viðkvæmt að svo mörgu leyti. Reynt hafi verið að sækja um styrk fyrir heimildarmynd fyrir tveimur árum en það gengið frekar treglega. Nú sé lagt upp með meiri fræðilega áherslu á umfjöllunarefnið. Ýmislegt flæki málin og þá sérstaklega hve kynjapólitískt umfjöllunarefnið sé. „Þetta er dálítið fast í kynjafræðivinkli, sem er ekki gott að mínu mati.“ Einar Þór er nokkuð reynslumikill þegar kemur að heimildarmyndagerð. Fyrsta myndin var um leitarhunda árði 1997 og tengdist snjóflóðunum á Flateyri. „Vinir mínir voru í leitarhundabransanum,“ segir Einar Þór sem rekur ættir sínar til Flateyrar og Önundarfjarðar á Vestfjörðum. Síðan hefur hann gert nokkrar heimildarmyndir, síðustu tvær um verkföll hér á landi. Nú sé komið að umgengnismálum. „Ég þekki fullt af fólki sem hefur lent í tálmun á síðustu árum,“ segir Einar Þór aðspurður hvernig efnið hafi orðið fyrir valinu. Hann segist líklega hafa reynt að hætta kvikmyndagerð jafnoft og hann hefur reynt að hætta að reykja. Þetta sé samt fíkn, hann sogist alltaf aftur inn. Tvær kynningarstiklur úr myndinni má sjá hér að ofan. Söfnunin hófst í fyrradag og hafa 260 evrur safnast þegar fréttin er skrifuð.
Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Kvikmyndagerð á Íslandi Fjölskyldumál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira