Þrjátíu milljónir til verkefna gegn fíknisjúkdómum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2023 14:19 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað þrjátíu milljónum króna í styrki til frjálsra félagasamtaka vegna verkefna sem miða að því að vinna gegn fíknisjúkdómum, einkum ópíóíðafíkn. Hæsti styrkurinn, átta milljónir króna, rennur til verkefnis Matthildar, samtaka um skaðaminnkun. Þetta er í annað sinn sem Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, auglýsir styrki til verkefna á vegum frjálsra félagasamtaka til að vinna gegn fíknisjúkdómum. Í frétt á vef Stjórnarráðsins kemur fram að áhersla hafi verið lögð á að verkefni sem kæmu til greina skyldu byggja á faglegum grunni, hafa raunhæft markmið tengt því að vinna gegn fíknisjúkdómum og hafa skýrt upphaf og endi. Alls bárust umsóknir um sjö verkefni. Sex þeirra hlutu styrk en ein umsókn uppfyllti ekki skilyrði. Matthildur, samtök um skaðaminnkun, hlaut hæsta styrkinn, átta milljónir króna í færanlegt skaðaminnkunarverkefni fyrir fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni. Matthildur hlaut einnig 3,6 milljónir til að auka aðgengi að upplýsingum á vefnum um öruggari notkun löglegra og ólöglegra vímuefna og forvarnir gegn ofskömmtun. Foreldrahús hlaut fjögurra milljón króna styrk, til að veita fjölskyldum ráðgjöf sem snemmtækt inngrip vegna vímuefnanotkunar unglinga sem hluta af fyrirhuguðu forvarnarverkefni félagasamtakanna. Rótin hlaut 3,8 milljónir til verkefnis sem miðar að því að þróa áfram og koma á fót lágþröskulda-heilbrigðisþjónustu fyrir konur sem glíma við heimilisleysi og alvarlegan vímuefnavanda. Samhjálp hlaut 5,4 milljónir króna til áframhaldandi innleiðingar áfallamiðaðrar nálgunar í meðferðarstarfi undir handleiðslu erlends sérfræðings. SÁÁ hlutu 5,2 milljónir króna til að útbúa aðgengilegt fræðsluefni með upplýsingum um aðgengi að meðferð og bjargráð sem nýtast til að draga úr neikvæðum afleiðingum ópíóíða. Kynnti 170 milljón króna aðgerðir í apríl Heilbrigðisráðherra sagði fyrr á þessu ári að vísbendingar væru um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem geisaði væri samfélagslegt verkefni og nauðsynlegt væri að skera upp herör. Þá kynnti hann hugmyndir að aðgerðum um að veita 170 milljónir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. SÁÁ Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30 „Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“ Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu. 28. apríl 2023 06:00 Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum eftir of stóran skammt af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. 27. apríl 2023 19:27 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, auglýsir styrki til verkefna á vegum frjálsra félagasamtaka til að vinna gegn fíknisjúkdómum. Í frétt á vef Stjórnarráðsins kemur fram að áhersla hafi verið lögð á að verkefni sem kæmu til greina skyldu byggja á faglegum grunni, hafa raunhæft markmið tengt því að vinna gegn fíknisjúkdómum og hafa skýrt upphaf og endi. Alls bárust umsóknir um sjö verkefni. Sex þeirra hlutu styrk en ein umsókn uppfyllti ekki skilyrði. Matthildur, samtök um skaðaminnkun, hlaut hæsta styrkinn, átta milljónir króna í færanlegt skaðaminnkunarverkefni fyrir fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni. Matthildur hlaut einnig 3,6 milljónir til að auka aðgengi að upplýsingum á vefnum um öruggari notkun löglegra og ólöglegra vímuefna og forvarnir gegn ofskömmtun. Foreldrahús hlaut fjögurra milljón króna styrk, til að veita fjölskyldum ráðgjöf sem snemmtækt inngrip vegna vímuefnanotkunar unglinga sem hluta af fyrirhuguðu forvarnarverkefni félagasamtakanna. Rótin hlaut 3,8 milljónir til verkefnis sem miðar að því að þróa áfram og koma á fót lágþröskulda-heilbrigðisþjónustu fyrir konur sem glíma við heimilisleysi og alvarlegan vímuefnavanda. Samhjálp hlaut 5,4 milljónir króna til áframhaldandi innleiðingar áfallamiðaðrar nálgunar í meðferðarstarfi undir handleiðslu erlends sérfræðings. SÁÁ hlutu 5,2 milljónir króna til að útbúa aðgengilegt fræðsluefni með upplýsingum um aðgengi að meðferð og bjargráð sem nýtast til að draga úr neikvæðum afleiðingum ópíóíða. Kynnti 170 milljón króna aðgerðir í apríl Heilbrigðisráðherra sagði fyrr á þessu ári að vísbendingar væru um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem geisaði væri samfélagslegt verkefni og nauðsynlegt væri að skera upp herör. Þá kynnti hann hugmyndir að aðgerðum um að veita 170 milljónir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar.
SÁÁ Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30 „Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“ Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu. 28. apríl 2023 06:00 Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum eftir of stóran skammt af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. 27. apríl 2023 19:27 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30
„Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“ Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu. 28. apríl 2023 06:00
Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum eftir of stóran skammt af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. 27. apríl 2023 19:27