Friðsæl jól Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 23. desember 2023 07:00 Við höfum farið enn einn hring í kringum sólina og jólin á næsta leiti. Hátíð samveru, ljóss og friðar sem við sjáum á heimsfréttunum að er því miður ekki sjálfgefinn. Við höfum flest margt að þakka fyrir og þegar mesta jólastressið er liðið hjá áttum við okkur á að mikilvægast er að eiga friðsælar stundir með okkar nánustu og slaka á heima. Þá er gott að hafa í huga nokkur mikilvæg forvarnaatriði svo friðurinn haldist. Hugum að eldvörnum Indælt er að skreyta heimilið og kveikja kertaljós á jólum en þá er nauðsynlegt að hafa auga með logandi kertum. Logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum og aldrei má skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Led-kerti eru fyrirtaks lausn til að njóta kertaljóss og minnka áhættuna sem fylgt getur opnum eldi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum heimilisins og skynsamlegt er að prófa þá í desember svo öruggt sé að þeir virki ef á reynir. Reykskynjarinn er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Eldvarnateppi ætti að vera til taks, ekki síst þegar mikið stendur til og álag er á eldhúsinu þegar framreiddar eru hátíðarkræsingar ýmiss konar. Fara þarf varlega þegar verið er að djúpsteikja, flambera o.s.frv. og gæta þarf þess að gleyma ekki pottum á heitum hellum en pottabrunar eru algengir. Einnig ætti að forðast að geyma hluti ofan á eldavélum, pizzukassar og aðrar umbúðir eru til að mynda mikill eldsmatur. Slökkvitæki ætti síðan að vera á hverju heimili og staðsett þar sem fólk á leið um, til dæmis nærri útgöngum, á göngum eða stigapöllum. Að lokum er vert að hafa í huga að ein algengasta orsök bruna á heimilum er tengd raftækjum. Fara þarf að öllu með gát þegar raftæki eru hlaðin og einnig þarf að gæta þess að það lofti vel um tækin. Rafhlaupahjól og rafhjól ætti helst ekki að hlaða innanhúss og Slökkviliðin hafa hvatt fólk til að forðast það að hlaða raftæki á nóttunni þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar. Örugg á ferðinni Nú er jólaösin að ná hámarki og þá er ekki úr vegi að minna á að kapp er best með forsjá. Betra er að gefa sér nokkrar aukamínútur í umferðinni, anda djúpt og sýna tillitssemi frekar en að hætta á að lenda í óhappi. Gott er að bakka í stæði, ekki síst á stórum bílaplönum við verslunarmiðstöðvar, þar sem það minnkar líkur á árekstri þegar ekið er úr stæðinu. Einnig er vert að fylgjast vel með veðurspá nú um hávetur þegar kólnað getur snarlega og gefið í vind og snjókomu. Þegar þetta er ritað er í gildi gul viðvörun á Þorláksmessu og því brýnt að skoða vel færð, akstursskilyrði og vera vel búin ef lagt er í hann. Loks er mikilvægt að halda athygli við aksturinn, vera úthvíld og ekki nota farsíma undir stýri. Gleðileg jól Með því að gera forvarnaráðstafanir heima fyrir og á ferðinni má stuðla að gleðilegri jólahátíð. Við viljum jú að öll skili sér heil heim og geti notið jólanna örugg heima fyrir. Gleðilega hátíð og hlýjar kveðjur til ykkar og kærleikur út í heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Jól Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við höfum farið enn einn hring í kringum sólina og jólin á næsta leiti. Hátíð samveru, ljóss og friðar sem við sjáum á heimsfréttunum að er því miður ekki sjálfgefinn. Við höfum flest margt að þakka fyrir og þegar mesta jólastressið er liðið hjá áttum við okkur á að mikilvægast er að eiga friðsælar stundir með okkar nánustu og slaka á heima. Þá er gott að hafa í huga nokkur mikilvæg forvarnaatriði svo friðurinn haldist. Hugum að eldvörnum Indælt er að skreyta heimilið og kveikja kertaljós á jólum en þá er nauðsynlegt að hafa auga með logandi kertum. Logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum og aldrei má skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Led-kerti eru fyrirtaks lausn til að njóta kertaljóss og minnka áhættuna sem fylgt getur opnum eldi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum heimilisins og skynsamlegt er að prófa þá í desember svo öruggt sé að þeir virki ef á reynir. Reykskynjarinn er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Eldvarnateppi ætti að vera til taks, ekki síst þegar mikið stendur til og álag er á eldhúsinu þegar framreiddar eru hátíðarkræsingar ýmiss konar. Fara þarf varlega þegar verið er að djúpsteikja, flambera o.s.frv. og gæta þarf þess að gleyma ekki pottum á heitum hellum en pottabrunar eru algengir. Einnig ætti að forðast að geyma hluti ofan á eldavélum, pizzukassar og aðrar umbúðir eru til að mynda mikill eldsmatur. Slökkvitæki ætti síðan að vera á hverju heimili og staðsett þar sem fólk á leið um, til dæmis nærri útgöngum, á göngum eða stigapöllum. Að lokum er vert að hafa í huga að ein algengasta orsök bruna á heimilum er tengd raftækjum. Fara þarf að öllu með gát þegar raftæki eru hlaðin og einnig þarf að gæta þess að það lofti vel um tækin. Rafhlaupahjól og rafhjól ætti helst ekki að hlaða innanhúss og Slökkviliðin hafa hvatt fólk til að forðast það að hlaða raftæki á nóttunni þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar. Örugg á ferðinni Nú er jólaösin að ná hámarki og þá er ekki úr vegi að minna á að kapp er best með forsjá. Betra er að gefa sér nokkrar aukamínútur í umferðinni, anda djúpt og sýna tillitssemi frekar en að hætta á að lenda í óhappi. Gott er að bakka í stæði, ekki síst á stórum bílaplönum við verslunarmiðstöðvar, þar sem það minnkar líkur á árekstri þegar ekið er úr stæðinu. Einnig er vert að fylgjast vel með veðurspá nú um hávetur þegar kólnað getur snarlega og gefið í vind og snjókomu. Þegar þetta er ritað er í gildi gul viðvörun á Þorláksmessu og því brýnt að skoða vel færð, akstursskilyrði og vera vel búin ef lagt er í hann. Loks er mikilvægt að halda athygli við aksturinn, vera úthvíld og ekki nota farsíma undir stýri. Gleðileg jól Með því að gera forvarnaráðstafanir heima fyrir og á ferðinni má stuðla að gleðilegri jólahátíð. Við viljum jú að öll skili sér heil heim og geti notið jólanna örugg heima fyrir. Gleðilega hátíð og hlýjar kveðjur til ykkar og kærleikur út í heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun