„Allt of fá íþróttafélög eru að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2023 10:45 Valdimar Smári Gunnarsson er verkefnastjóri verkefnisins Allir með. Vísir Allt of fá börn með fötlun stunda íþróttir hér á landi. Börn sem þrá að tilheyra fá einfaldlega ekki þau tækifæri. Á þriðjudag var íþróttafólk ársins í röðum fatlaðra heiðrað við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Íþróttamaður ársins var Már Gunnarsson sundmaður og íþróttakona ársins var Sonja Sigurðardóttir, einnig sundkona. Valdimar Smári Gunnarsson verkefnastjóri Allir með hélt ræðu í tilefni verðlaunaafhendingarinnar en verkefnið Allir með snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Þar er staðan alvarleg en aðeins 4% grunnskólabarna með fötlun stunda íþróttir hjá íþróttafélagi samkvæmt félagsskráningakerfi ÍSÍ og UMFÍ. „Verkefni okkar gengur svolítið út á það að ná til þessara barna því við teljum að fötluð börn eigi að byrja að æfa íþróttir á sama aldri og ófötluð. Það á bara að vera venja hér á Íslandi að þannig sé það en þannig er það ekki í dag,“ sagði Valdimar Smári í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. „Allt of fá íþróttafélög eru að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn, það eru bara örfá. Það eru nokkur félög sem eru að gera mjög góða hluti og sýna okkur að þetta er alveg hægt. Við getum alveg gert þetta og náð alveg stórkostlegum árangri. Verkefni mitt gengur út á það að fara og hitta íþróttafélögin og hvetja þau til að fara af stað og bjóða upp á þjálfun í alls konar íþróttagreinum. Til þess að hvetja félögin höfum við sett á laggirnar ákveðinn hvatasjóð sem þau félög sem ætla að fara af stað með þjálfun fyrir fatlaða geta sótt um styrk. Styrk sem nemur því að borga laun þjálfara fyrsta árið.“ Einungis tvö hundruð börn með fötlun á aldrinum 6-17 ára hér á landi stunda íþrótt hjá íþróttafélagi. Stefán segist ímynda sér að skortur á hreyfingu hafi víðtæk áhrif. „Ég veit ekki tölur um það en ég ímynda mér það því við vitum að hreyfing hefur mjög góð áhrif á andlega líðan. Líka bara það að fólk einangrist ekki heima heldur umgangist annað fólk og verði meðal jafnaldra. Þess vegna er svo mikilvægt að við náum þessum krökkum á hreyfingu.“ Klippa: Allt of fá börn með fötlun stunda íþróttir Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Sjá meira
Á þriðjudag var íþróttafólk ársins í röðum fatlaðra heiðrað við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Íþróttamaður ársins var Már Gunnarsson sundmaður og íþróttakona ársins var Sonja Sigurðardóttir, einnig sundkona. Valdimar Smári Gunnarsson verkefnastjóri Allir með hélt ræðu í tilefni verðlaunaafhendingarinnar en verkefnið Allir með snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Þar er staðan alvarleg en aðeins 4% grunnskólabarna með fötlun stunda íþróttir hjá íþróttafélagi samkvæmt félagsskráningakerfi ÍSÍ og UMFÍ. „Verkefni okkar gengur svolítið út á það að ná til þessara barna því við teljum að fötluð börn eigi að byrja að æfa íþróttir á sama aldri og ófötluð. Það á bara að vera venja hér á Íslandi að þannig sé það en þannig er það ekki í dag,“ sagði Valdimar Smári í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. „Allt of fá íþróttafélög eru að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn, það eru bara örfá. Það eru nokkur félög sem eru að gera mjög góða hluti og sýna okkur að þetta er alveg hægt. Við getum alveg gert þetta og náð alveg stórkostlegum árangri. Verkefni mitt gengur út á það að fara og hitta íþróttafélögin og hvetja þau til að fara af stað og bjóða upp á þjálfun í alls konar íþróttagreinum. Til þess að hvetja félögin höfum við sett á laggirnar ákveðinn hvatasjóð sem þau félög sem ætla að fara af stað með þjálfun fyrir fatlaða geta sótt um styrk. Styrk sem nemur því að borga laun þjálfara fyrsta árið.“ Einungis tvö hundruð börn með fötlun á aldrinum 6-17 ára hér á landi stunda íþrótt hjá íþróttafélagi. Stefán segist ímynda sér að skortur á hreyfingu hafi víðtæk áhrif. „Ég veit ekki tölur um það en ég ímynda mér það því við vitum að hreyfing hefur mjög góð áhrif á andlega líðan. Líka bara það að fólk einangrist ekki heima heldur umgangist annað fólk og verði meðal jafnaldra. Þess vegna er svo mikilvægt að við náum þessum krökkum á hreyfingu.“ Klippa: Allt of fá börn með fötlun stunda íþróttir
Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Sjá meira