Auðunn látinn taka skellinn Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2023 10:53 Katrín var ekki til viðtals um annað en að Auðunn tæki pokann sinn eftir að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um vopnahlé í Gasa. Vísir/Vilhelm/Sendiráð Íslands í Helsinki Auðunn Atlason, sem gegndi stöðu sérfræðings í alþjóðamálum í forsætisráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, var látinn súpa seyðið af samskiptaleysi því sem leiddi til þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Talsverð læti urðu vegna afstöðu Íslands í þessari atkvæðagreiðslu sem fram fór á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 28. október. Ísland sat hjá meðan 120 ríki greiddu atkvæði með tillögunni um mannúðarhlé á átökunum á Gasa, 12 ríki greiddu atkvæði gegn henni og þar fóru Bandaríkin og Ísrael fremst í flokki en 45 ríki sátu hjá - þar á meðal öll Norðurlöndin að Noregi frátöldu. Hjáseta Íslands hefur verið túlkuð sem fylgispekt við Bandaríkin. Annað hvort „lítilsvirt“ eða „ósannsögul“ Bjarni Benediktsson var tekinn við stöðu utanríkisráðherra þegar þetta var en reiðin sneri þó fyrst og síðast gegn Katrínu. „Annaðhvort er hún lítilsvirtasti eða ósannsögulasti forsætisráðherra í sögu lýðveldisins,“ sagði Illugi Jökulsson, einn harðasti gagnrýnandi Katrínar, 30. október á Facebook-síðu sinni. Og hann var ekki einn um að gagnrýna Katrínu. Hjáseta Íslands þótti ganga í berhögg við allt sem Vinstri grænir segjast vera. Þingflokkur Vinstri grænna sagði í yfirlýsingu að flokkurinn hefði viljað greiða atkvæði með tillögunni. Katrín átti sem sagt í vök að verjast í málinu og sagði að ekki hefði verið haft samráð við sig. Málið þótti vera þess eðlis að þar hlyti að þurfa að eiga sér stað samtal milli forsætis- og utanríkisráðherra. Var talað um klúður í samskiptum hins nýja utanríkisráðherra og hefur Vísir heimildir fyrir því að Auðunn Atlason, sem lengi hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar og gegndi stöðu sendiherra í Vín og Finnlandi á tímabili, hafi verið látinn taka skellinn. Vísað fyrirvaralaust úr forsætisráðuneytinu Auðunn vill ekki tjá sig um málið en hann mun ítrekað hafa farið þess á leit við Katrínu að fá fund vegna málsins en allt kom fyrir ekki. Samstöðin greinir frá þessu og segir að Auðunn hafi verið sviptur aðgangskorti að Stjórnarráðshúsinu og verið vísað þaðan fyrirvaralaust. Auðunn var þannig látinn bera ábyrgð á samskiptaleysi Bjarna og Katrínar, en tölvuskeyti þess efnis að til stæði að greiða atkvæði á þessa lund barst meðal annars honum auk fleiri viðtakendum; Auðunn var látinn bera ábyrgð á því að Bjarni og Katrín töluðu ekki saman um hina afdrifaríku hjásetu Íslands. Auðunn er nú aftur starfsmaður utanríkisráðuneytisins eftir að hafa haft fremur skamma viðveru í forsætisráðuneytinu. Og ætla það að reynast helstu afleiðingar málsins. Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að Auðunn fari utan og taki við sendiherrastöðu á meginlandi Evrópu í haust. Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín ekki höfð með í ráðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr. 29. október 2023 21:12 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Talsverð læti urðu vegna afstöðu Íslands í þessari atkvæðagreiðslu sem fram fór á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 28. október. Ísland sat hjá meðan 120 ríki greiddu atkvæði með tillögunni um mannúðarhlé á átökunum á Gasa, 12 ríki greiddu atkvæði gegn henni og þar fóru Bandaríkin og Ísrael fremst í flokki en 45 ríki sátu hjá - þar á meðal öll Norðurlöndin að Noregi frátöldu. Hjáseta Íslands hefur verið túlkuð sem fylgispekt við Bandaríkin. Annað hvort „lítilsvirt“ eða „ósannsögul“ Bjarni Benediktsson var tekinn við stöðu utanríkisráðherra þegar þetta var en reiðin sneri þó fyrst og síðast gegn Katrínu. „Annaðhvort er hún lítilsvirtasti eða ósannsögulasti forsætisráðherra í sögu lýðveldisins,“ sagði Illugi Jökulsson, einn harðasti gagnrýnandi Katrínar, 30. október á Facebook-síðu sinni. Og hann var ekki einn um að gagnrýna Katrínu. Hjáseta Íslands þótti ganga í berhögg við allt sem Vinstri grænir segjast vera. Þingflokkur Vinstri grænna sagði í yfirlýsingu að flokkurinn hefði viljað greiða atkvæði með tillögunni. Katrín átti sem sagt í vök að verjast í málinu og sagði að ekki hefði verið haft samráð við sig. Málið þótti vera þess eðlis að þar hlyti að þurfa að eiga sér stað samtal milli forsætis- og utanríkisráðherra. Var talað um klúður í samskiptum hins nýja utanríkisráðherra og hefur Vísir heimildir fyrir því að Auðunn Atlason, sem lengi hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar og gegndi stöðu sendiherra í Vín og Finnlandi á tímabili, hafi verið látinn taka skellinn. Vísað fyrirvaralaust úr forsætisráðuneytinu Auðunn vill ekki tjá sig um málið en hann mun ítrekað hafa farið þess á leit við Katrínu að fá fund vegna málsins en allt kom fyrir ekki. Samstöðin greinir frá þessu og segir að Auðunn hafi verið sviptur aðgangskorti að Stjórnarráðshúsinu og verið vísað þaðan fyrirvaralaust. Auðunn var þannig látinn bera ábyrgð á samskiptaleysi Bjarna og Katrínar, en tölvuskeyti þess efnis að til stæði að greiða atkvæði á þessa lund barst meðal annars honum auk fleiri viðtakendum; Auðunn var látinn bera ábyrgð á því að Bjarni og Katrín töluðu ekki saman um hina afdrifaríku hjásetu Íslands. Auðunn er nú aftur starfsmaður utanríkisráðuneytisins eftir að hafa haft fremur skamma viðveru í forsætisráðuneytinu. Og ætla það að reynast helstu afleiðingar málsins. Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að Auðunn fari utan og taki við sendiherrastöðu á meginlandi Evrópu í haust.
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín ekki höfð með í ráðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr. 29. október 2023 21:12 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Katrín ekki höfð með í ráðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr. 29. október 2023 21:12
Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16