Áhætta tengd spilakössum áður talin mikil en nú veruleg Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. desember 2023 17:58 Áhættumatsskýrsla ríkislögreglustjóra um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka var birt í dag. Vísir/Vilhelm Áhætta vegna sýndareigna er metin mikil í nýrri áhættumatsskýrslu sem Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér. Að auki er áhætta tengd spilakössum metin veruleg. Þá er áhætta vegna peningaþvætti tengdum peningasendingum milli landa metin minni en áður. Í skýrslunni, sem kom út í dag, er áhætta og helstu áhrifaþættir skattsvika, sýndareigna, reiðufjársviðskipta, rafmynta og peningasendinga á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka metin. Um er að ræða uppfært mat frá því sem gefið var út vorið 2021. Áhættur vegna sýndareigna enn að koma fram Í skýrslunni kemur meðal annars fram að áhætta vegna sýndareigna sé metin mikil og það sé meðal annars vegna skorts á búnaði, verklagsreglum og sérþekkingu lögreglu og eftirlitsaðila til að rannsaka slík mál. Fram kemur að sýndareignir séu algengur greiðslumiðill til að greiða fyrir ólöglegar vörur og þjónustu og Íslendingar séu ekki eftirbátar annarra ríkja í Evrópu í tengslum við viðskipti með sýndareignir. Þá segir að vísbendingar séu um að brotamenn hérlendis séu farnir að ráðstafa ávinningi af brotastarfsemi til að kaupa sýndareignir með það markmið að þvætta fjármuni og koma fjármunum hratt á milli landa. Sýndareignahagkerfið sé ungt og áhættur með tilliti til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka séu enn að koma fram. Engar takmarkanir á aðgengi að erlendum fjárhættuspilum Að auki kemur fram að metin áhætta á peningaþvætti tengd peningasendingum milli landa hafi verið lækkuð frá árinu 2021, meðal annars vegna aukins eftirlits með slíkum sendingum. Samhliða því hafi umfang slíkrar starfsemi minnkað. Það sama eigi við um innlánastarfsemi, greiðsluþjónustu, gjaldeyrisskipti með reiðufé, útgáfu rafeyri og viðskipti og þjónustu með sýndareignir. Áhætta tengd spilakössum var samkvæmt síðasta mati talin mikil en í ljósi aukins eftirlits og umfangsmeiri varna rekstraraðila kemur nú fram að hún sé talin veruleg. Aðgengi á Íslandi að erlendum fjárhættuspilum á netinu sé ekki háð neinum takmörkunum og innlent eftirlit sé af skornum skammti. Þá er umfang þátttöku íbúa hér á landi í fjárhættuspilum talið umtalsvert og vísbendingar séu um að brotamenn á Íslandi nýti spilareikninga á slíkum síðum til peningaþvættis. Áhætta á fjármögnun hryðjuverka er í skýrslunni metin út frá fjórum matsþáttum, flutningur reiðufjár yfir landamæri, flutningur fjármuna til og frá Íslandi í gegnum fjármálakerfið, flutningur fjármuna til og frá Íslandi með peningasendingum og starfsemi almannaheillafélaga yfir landamæri. Fyrir fyrstu þrjá matsþættina var áhætta metin miðlungs en lítil fyrir þann síðasta. Fjárhættuspil Lögreglan Fjármálafyrirtæki Greiðslumiðlun Efnahagsbrot Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Í skýrslunni, sem kom út í dag, er áhætta og helstu áhrifaþættir skattsvika, sýndareigna, reiðufjársviðskipta, rafmynta og peningasendinga á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka metin. Um er að ræða uppfært mat frá því sem gefið var út vorið 2021. Áhættur vegna sýndareigna enn að koma fram Í skýrslunni kemur meðal annars fram að áhætta vegna sýndareigna sé metin mikil og það sé meðal annars vegna skorts á búnaði, verklagsreglum og sérþekkingu lögreglu og eftirlitsaðila til að rannsaka slík mál. Fram kemur að sýndareignir séu algengur greiðslumiðill til að greiða fyrir ólöglegar vörur og þjónustu og Íslendingar séu ekki eftirbátar annarra ríkja í Evrópu í tengslum við viðskipti með sýndareignir. Þá segir að vísbendingar séu um að brotamenn hérlendis séu farnir að ráðstafa ávinningi af brotastarfsemi til að kaupa sýndareignir með það markmið að þvætta fjármuni og koma fjármunum hratt á milli landa. Sýndareignahagkerfið sé ungt og áhættur með tilliti til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka séu enn að koma fram. Engar takmarkanir á aðgengi að erlendum fjárhættuspilum Að auki kemur fram að metin áhætta á peningaþvætti tengd peningasendingum milli landa hafi verið lækkuð frá árinu 2021, meðal annars vegna aukins eftirlits með slíkum sendingum. Samhliða því hafi umfang slíkrar starfsemi minnkað. Það sama eigi við um innlánastarfsemi, greiðsluþjónustu, gjaldeyrisskipti með reiðufé, útgáfu rafeyri og viðskipti og þjónustu með sýndareignir. Áhætta tengd spilakössum var samkvæmt síðasta mati talin mikil en í ljósi aukins eftirlits og umfangsmeiri varna rekstraraðila kemur nú fram að hún sé talin veruleg. Aðgengi á Íslandi að erlendum fjárhættuspilum á netinu sé ekki háð neinum takmörkunum og innlent eftirlit sé af skornum skammti. Þá er umfang þátttöku íbúa hér á landi í fjárhættuspilum talið umtalsvert og vísbendingar séu um að brotamenn á Íslandi nýti spilareikninga á slíkum síðum til peningaþvættis. Áhætta á fjármögnun hryðjuverka er í skýrslunni metin út frá fjórum matsþáttum, flutningur reiðufjár yfir landamæri, flutningur fjármuna til og frá Íslandi í gegnum fjármálakerfið, flutningur fjármuna til og frá Íslandi með peningasendingum og starfsemi almannaheillafélaga yfir landamæri. Fyrir fyrstu þrjá matsþættina var áhætta metin miðlungs en lítil fyrir þann síðasta.
Fjárhættuspil Lögreglan Fjármálafyrirtæki Greiðslumiðlun Efnahagsbrot Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira