Beittu sér gegn Apple eftir viðvörun um njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2023 13:00 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. EPA/HARISH TYAGI Margir af þekktustu blaðamönnum Indlands og stjórnmálamenn lýstu því yfir í október að tæknifyrirtækið Apple hefði varað þá við því að tölvuþrjótar á vegum ríkis hefðu gert árás á síma þeirra og tæki. Ríkisstjórn Nardendra Modi, forsætisráðherra Indlands, brást hratt við með því að beina spjótum sínum að Apple. Embættismenn úr flokki Modis, BJP, kröfðust þess að forsvarsmenn Apple hjálpuðu til við að draga úr þeim pólitíska skaða sem viðvaranirnar hefðu ollið og lögðu meðal annars til að lagðar yrðu til aðrar útskýringar fyrir viðvörunum en að reynt hefði verið að brjótast inn í síma mannanna. „Þeir voru virkilega reiðir,“ segir einn heimildarmanna Washington Post. Yfirvöld á Indlandi hafa haldið áfram að beita sér gegn Apple. Margir af þeim rúmlega tuttugu sem höfðu fengið viðvörun frá Apple áttu það sameiginlegt að hafa spurt spurningar um eða gagnrýnt samband Modis við auðjöfurinn Gautam Adani. Anand Mangnale og Ravi Nair, blaðamenn sem fengu viðvörunina, starfa fyrir Organized Crime and Corruption Reporting Project, sem eru samtök rannsóknarblaðamanna um heim allan. Árás gerð degi eftir sendingu Þann 23. ágúst höfðu Mangnale og Nair sent Adani tölvupóst og beðið hann um viðbrögð við frétt sem þeir voru að vinna að um að bróðir hans hefði selt í laumi gífurlegt magn hlutabréfa í félagi þeirra, sem er mögulega lögbrot samkvæmt lögum Indlands. Greining á síma Mangnale sýndi, samkvæmt grein Washington Post, að degi eftir að pósturinn var sendur hafði verið gerð tölvuárás á símann og njósnaforriti sem kallast Pegasus hafði verið komið fyrir í símanum. Það veitir aðgang að gögnum símans og myndavél hans og hljóðnema. Frá mótmælum í Kolkata í mars. Þá kröfðust mótmælendur rannsóknar á Adani Group. Gautam Adani tengist Narendra Modi, forsætisráðherra, nánum böndum. EPA/PIYAL ADHIKARY Talskona Adani þvertók fyrir að auðjöfurinn hefði með nokkrum hætti komið að nokkurs konar tölvuárásum og sakaði OCCRP um að reyna að kasta rýrð á Adani. Talsmaður BJP sagði að ásakanir sem þessar þyrfti að bera á borð yfirvalda á Indlandi, til rannsóknar. Pegasus er nokkuð frægt og umdeilt njósnaforrit sem framleitt var af fyrirtækinu NSO frá Ísrael. Það á að hafa verið hannað til að njósna um hryðjuverka- og glæpamenn en hefur ítrekað verið notað af ríkisstjórnum heimsins til að njósna um baráttufólk, blaðamenn og stjórnmálamenn. Talsmaður NSO sagði í svari við fyrirspurn WP að starfsmenn fyrirtækisins viti ekki hvernig viðskiptavinir sínir beita forritinu en ítrekaði að það sé ekki selt neinum nema ríkisstjórnum og löggæsluembættum. Þá segir hann að stefna fyrirtækisins og samningar innihaldi ferla til að koma í veg fyrir notkun Pegasus gegn blaðamönnum, lögmönnum, verjendum mannréttinda og stjórnarandstæðinga sem hafi ekki komið glæpa- eða hryðjuverkastarfsemi. Sjá einnig: Yfirmaður spænsku leyniþjónustunnar rekinn vegna njósnaforrits Ríkisstjórn Modis hefur aldrei neitað eða játað að hafa notað njósnahugbúnað eins og Pegasus. Þá hefur ríkisstjórnin ekki svarað fyrirspurnum nefndar sem hæstiréttur Indlands skipaði til að rannsaka hvort ríkisstjórnin hefði notað njósnahugbúnað. Pegasus hefur fundist í símum blaðamanna og stjórnmálamanna á Indlandi. Sérfræðingar Washington Post, í samstarfi með Amnesty International og öðrum sérfræðingum, hafa á undanförnum vikum fundið Pegasus í símum blaðamanna og pólitískra andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Starfsmenn WP fundu forritið einnig í símum blaðamanna og stjórnmálamanna á Indlandi fyrir tveimur árum síðan, áður en hæstiréttur landsins skipaði áðurnefnda nefnd. Hafa notað Pegasus frá 2017 Í grein Amnesty er vísað í rannsókn OCCRP sem bendir til þess að leyniþjónusta Indlands sem starfar innan landamæra ríkisins, hafi fengið sendingu frá NSO sem samsvari þeim búnaði sem þarf til að keyra Pegasus í apríl 2017. Fyrsta staðfesta tilfelli notkunar njósnaforritsins á Indlandi er samkvæmt Amnesty frá júlí sama ár. Samtökin segja að ríkisstjórn Modis hafi notað forritið samhliða því að dregið hafi verið úr rétti fólks til mótmæla og að gripið hafi verið til aðgerða gegn baráttufólki og blaðamönnum á Indlandi. Modi hefur verið við völd á Indlandi í tæpan áratug. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að ýta undir deilur milli hindúa annars vegar og múslima hins vegar. Þá hefur ritstjórn aukist á Indlandi og stór samfélagsmiðla- og tæknifyrirtæki hafa reglulega orðið við kröfum ríkisstjórnar Indlands. Yfirvöld í Kanada sökuðu ríkisstjórn Modis nýverið um að hafa komið að morði á leiðtoga aðskilnaðarsinna síka þar í landi. Í kjölfarið sakaði ríkisstjórn Joes Biden í Bandaríkjunum Indverja um að hafa skipulagt banatilræði á síka-agerðasinna. Indland Apple Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Embættismenn úr flokki Modis, BJP, kröfðust þess að forsvarsmenn Apple hjálpuðu til við að draga úr þeim pólitíska skaða sem viðvaranirnar hefðu ollið og lögðu meðal annars til að lagðar yrðu til aðrar útskýringar fyrir viðvörunum en að reynt hefði verið að brjótast inn í síma mannanna. „Þeir voru virkilega reiðir,“ segir einn heimildarmanna Washington Post. Yfirvöld á Indlandi hafa haldið áfram að beita sér gegn Apple. Margir af þeim rúmlega tuttugu sem höfðu fengið viðvörun frá Apple áttu það sameiginlegt að hafa spurt spurningar um eða gagnrýnt samband Modis við auðjöfurinn Gautam Adani. Anand Mangnale og Ravi Nair, blaðamenn sem fengu viðvörunina, starfa fyrir Organized Crime and Corruption Reporting Project, sem eru samtök rannsóknarblaðamanna um heim allan. Árás gerð degi eftir sendingu Þann 23. ágúst höfðu Mangnale og Nair sent Adani tölvupóst og beðið hann um viðbrögð við frétt sem þeir voru að vinna að um að bróðir hans hefði selt í laumi gífurlegt magn hlutabréfa í félagi þeirra, sem er mögulega lögbrot samkvæmt lögum Indlands. Greining á síma Mangnale sýndi, samkvæmt grein Washington Post, að degi eftir að pósturinn var sendur hafði verið gerð tölvuárás á símann og njósnaforriti sem kallast Pegasus hafði verið komið fyrir í símanum. Það veitir aðgang að gögnum símans og myndavél hans og hljóðnema. Frá mótmælum í Kolkata í mars. Þá kröfðust mótmælendur rannsóknar á Adani Group. Gautam Adani tengist Narendra Modi, forsætisráðherra, nánum böndum. EPA/PIYAL ADHIKARY Talskona Adani þvertók fyrir að auðjöfurinn hefði með nokkrum hætti komið að nokkurs konar tölvuárásum og sakaði OCCRP um að reyna að kasta rýrð á Adani. Talsmaður BJP sagði að ásakanir sem þessar þyrfti að bera á borð yfirvalda á Indlandi, til rannsóknar. Pegasus er nokkuð frægt og umdeilt njósnaforrit sem framleitt var af fyrirtækinu NSO frá Ísrael. Það á að hafa verið hannað til að njósna um hryðjuverka- og glæpamenn en hefur ítrekað verið notað af ríkisstjórnum heimsins til að njósna um baráttufólk, blaðamenn og stjórnmálamenn. Talsmaður NSO sagði í svari við fyrirspurn WP að starfsmenn fyrirtækisins viti ekki hvernig viðskiptavinir sínir beita forritinu en ítrekaði að það sé ekki selt neinum nema ríkisstjórnum og löggæsluembættum. Þá segir hann að stefna fyrirtækisins og samningar innihaldi ferla til að koma í veg fyrir notkun Pegasus gegn blaðamönnum, lögmönnum, verjendum mannréttinda og stjórnarandstæðinga sem hafi ekki komið glæpa- eða hryðjuverkastarfsemi. Sjá einnig: Yfirmaður spænsku leyniþjónustunnar rekinn vegna njósnaforrits Ríkisstjórn Modis hefur aldrei neitað eða játað að hafa notað njósnahugbúnað eins og Pegasus. Þá hefur ríkisstjórnin ekki svarað fyrirspurnum nefndar sem hæstiréttur Indlands skipaði til að rannsaka hvort ríkisstjórnin hefði notað njósnahugbúnað. Pegasus hefur fundist í símum blaðamanna og stjórnmálamanna á Indlandi. Sérfræðingar Washington Post, í samstarfi með Amnesty International og öðrum sérfræðingum, hafa á undanförnum vikum fundið Pegasus í símum blaðamanna og pólitískra andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Starfsmenn WP fundu forritið einnig í símum blaðamanna og stjórnmálamanna á Indlandi fyrir tveimur árum síðan, áður en hæstiréttur landsins skipaði áðurnefnda nefnd. Hafa notað Pegasus frá 2017 Í grein Amnesty er vísað í rannsókn OCCRP sem bendir til þess að leyniþjónusta Indlands sem starfar innan landamæra ríkisins, hafi fengið sendingu frá NSO sem samsvari þeim búnaði sem þarf til að keyra Pegasus í apríl 2017. Fyrsta staðfesta tilfelli notkunar njósnaforritsins á Indlandi er samkvæmt Amnesty frá júlí sama ár. Samtökin segja að ríkisstjórn Modis hafi notað forritið samhliða því að dregið hafi verið úr rétti fólks til mótmæla og að gripið hafi verið til aðgerða gegn baráttufólki og blaðamönnum á Indlandi. Modi hefur verið við völd á Indlandi í tæpan áratug. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að ýta undir deilur milli hindúa annars vegar og múslima hins vegar. Þá hefur ritstjórn aukist á Indlandi og stór samfélagsmiðla- og tæknifyrirtæki hafa reglulega orðið við kröfum ríkisstjórnar Indlands. Yfirvöld í Kanada sökuðu ríkisstjórn Modis nýverið um að hafa komið að morði á leiðtoga aðskilnaðarsinna síka þar í landi. Í kjölfarið sakaði ríkisstjórn Joes Biden í Bandaríkjunum Indverja um að hafa skipulagt banatilræði á síka-agerðasinna.
Indland Apple Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira