Kynngimagnaður leikur hjá Dobey og Smith Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2023 16:24 Chris Dobey er kominn í sextán manna úrslit á HM í pílukasti eftir sigur á Ross Smith, 4-2, í frábærum leik. getty/John Walton Chris Dobey, Joe Cullen og Stephen Bunting tryggðu sér sæti í sextán manna úrslitum á HM í pílukasti í dag. Viðureign Dobeys og Ross Smith var mögnuð og mjög jöfn eins og við mátti búast. Þeir eru númer sextán (Smith) og sautján (Dobey) á heimslistanum. Dobey og Smith voru báðir með yfir hundrað í meðaltal í leiknum í dag og hittu samtals 27 sinnum í 180. Dobey vann fyrstu tvö settin og fékk góð tækifæri til að komast í 3-0 sem ekki nýttust. Smith svaraði fyrir sig og jafnaði í 2-2 en Dobey sýndi styrk sinn, vann næstu tvö sett og leikinn, 4-2. Smith er því úr leik þrátt fyrir að hafa skorað 103,33 að meðaltali í dag. DOBEY DOES IT! What. A. Match!Masters champion Chris Dobey wins through an absolute epic against Ross Smith, closing out a 4-2 success in a contest featuring 27 maximums! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/3BAovEaiUz— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Leikur Cullens og Ryans Searle fylgdi sömu formúlu. Cullen vann fyrstu tvö settin, Searle jafnaði en Cullen tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu tvö settin og leikinn þar með, 4-2. CULLEN CLINCHES VICTORY! Joe Cullen is through to the last 16 for a second consecutive year!The Rockstar produces a timely 13-darter to wrap up a 4-2 victory against Ryan Searle! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/vmQkyae3yb— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Searle fór illa að ráði sínu í útskotunum og hitti aðeins 23,5 prósent í þeim gegn fjörutíu prósentum hjá Cullen. Bunting heldur áfram að spila eins og engill á HM og átti ekki í miklum vandræðum með að leggja gamla handboltamarkvörðinn Florian Hempel að velli, 4-0. Bunting var með 101,15 í meðaltal og frábæra prósentu í útskotunum (52,2). BRILLIANT BRILLIANT BUNTING! What. A. Performance! Stephen Bunting produces another ton-topping average to dispatch Florian Hempel and set up a mouth-watering last 16 showdown against Michael van Gerwen! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/96pnIGjApI— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Bunting mætir Michael van Gerwen í sextán manna úrslitunum og Dobey heimsmeistaranum Michael Smith. Cullen mætir sigurvegaranum í viðureign Lukes Humphries og Ricardos Pietreczko í kvöld. Auk þeirra mætast Gerwyn Price og Brendan Dolan og Ricky Evans og Daryl Gurney í kvöld. Kvölddagskráin hefst um klukkan 19:00 en leikirnir verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Pílukast Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sjá meira
Viðureign Dobeys og Ross Smith var mögnuð og mjög jöfn eins og við mátti búast. Þeir eru númer sextán (Smith) og sautján (Dobey) á heimslistanum. Dobey og Smith voru báðir með yfir hundrað í meðaltal í leiknum í dag og hittu samtals 27 sinnum í 180. Dobey vann fyrstu tvö settin og fékk góð tækifæri til að komast í 3-0 sem ekki nýttust. Smith svaraði fyrir sig og jafnaði í 2-2 en Dobey sýndi styrk sinn, vann næstu tvö sett og leikinn, 4-2. Smith er því úr leik þrátt fyrir að hafa skorað 103,33 að meðaltali í dag. DOBEY DOES IT! What. A. Match!Masters champion Chris Dobey wins through an absolute epic against Ross Smith, closing out a 4-2 success in a contest featuring 27 maximums! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/3BAovEaiUz— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Leikur Cullens og Ryans Searle fylgdi sömu formúlu. Cullen vann fyrstu tvö settin, Searle jafnaði en Cullen tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu tvö settin og leikinn þar með, 4-2. CULLEN CLINCHES VICTORY! Joe Cullen is through to the last 16 for a second consecutive year!The Rockstar produces a timely 13-darter to wrap up a 4-2 victory against Ryan Searle! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/vmQkyae3yb— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Searle fór illa að ráði sínu í útskotunum og hitti aðeins 23,5 prósent í þeim gegn fjörutíu prósentum hjá Cullen. Bunting heldur áfram að spila eins og engill á HM og átti ekki í miklum vandræðum með að leggja gamla handboltamarkvörðinn Florian Hempel að velli, 4-0. Bunting var með 101,15 í meðaltal og frábæra prósentu í útskotunum (52,2). BRILLIANT BRILLIANT BUNTING! What. A. Performance! Stephen Bunting produces another ton-topping average to dispatch Florian Hempel and set up a mouth-watering last 16 showdown against Michael van Gerwen! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/96pnIGjApI— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Bunting mætir Michael van Gerwen í sextán manna úrslitunum og Dobey heimsmeistaranum Michael Smith. Cullen mætir sigurvegaranum í viðureign Lukes Humphries og Ricardos Pietreczko í kvöld. Auk þeirra mætast Gerwyn Price og Brendan Dolan og Ricky Evans og Daryl Gurney í kvöld. Kvölddagskráin hefst um klukkan 19:00 en leikirnir verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Pílukast Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sjá meira