Fimmtán ára drengur lést í hákarlaárás Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2023 11:21 Hákarlaárásir hafa verið nokkuð tíðar undan ströndum Suður-Ástralíu á þessu ári. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/DAVE HUNT Fimmtán ára drengur lést eftir að hann var bitinn af hákarli undan ströndum Suður-Ástralíu í gær. Drengurinn var að æfa sig á brimbretti á Ethel Beach þegar hákarl beit hann en þetta er í þriðja sinn sem hákarl banar manni undan ströndum fylkisins á undanförnum mánuðum. Drengurinn, sem hét Khai Cowley, var með föður sínum á brimbretti þegar hann var bitinn og er talið að hann hafi verið bitin af hvítháf. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Ástralíu segja vitni að drengurinn hafi verið um þrjátíu til fjörutíu metra frá landi þegar hákarlinn beit hann. Drengurinn var dreginn á land en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. AP fréttaveitan hefur eftir Peter Malinauskas, forsætisráðherra Suður-Ástralíu, að frá árinu 2000 hafi ellefu manns látið lífið í árásum hákarla. Þrír hafa látið lífið á þessu ári í Suður-Ástralíu og einn utan ríkisins. Í maí lést 46 ára kona þegar hún var bitin undan ströndum Suður-Ástralíu. Annar brimbrettakappi lést svo í nóvember þegar hákarl réðst á hann og felldi hann af brimbretti sínu og beit hann. Lík þeirra fundust aldrei. Til viðbótar við þessar árásir hafa minnst tveir verið bitnir á svipuðum slóðum í haust, samkvæmt frétt ABC. Heimamenn í Suður-Ástralíufylki segja hákörlum hafa fjölgað á svæðinu. Sextán ára stúlka lét lífið undan ströndum vesturhluta Ástralíu í febrúar þegar hún var bitin af hákarli. Sky News í Ástralíu ræddi við sérfræðing um fjölgun hákarlaárása við Suður-Ástralíu. Ástralía Tengdar fréttir Hálfétinn hvítháf rak á land í Ástralíu Hræ hálfétins hvítháfs rak nýverið á land í Ástralíu. Svo virðist sem hákarlinn hafi verið rifinn í tætlur en talið er að háhyrningur hafi banað dýrinu. 19. október 2023 16:09 Slapp með skrekkinn frá hákarlaárás Sjóstangveiðimaður komst í hann krappan undan ströndum Honolulu í Havaí á dögunum. Scott Haraguchi hafði nýverið veitt fisk á kajak og var að undirbúa sig fyrir að kasta aftur, þegar tígrisháfur synti að honum á miklum hraða og beit duglega í kajakinn. 15. maí 2023 15:08 Sextán ára lést í hákarlaárás í Perth Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað. 4. febrúar 2023 13:53 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Drengurinn, sem hét Khai Cowley, var með föður sínum á brimbretti þegar hann var bitinn og er talið að hann hafi verið bitin af hvítháf. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Ástralíu segja vitni að drengurinn hafi verið um þrjátíu til fjörutíu metra frá landi þegar hákarlinn beit hann. Drengurinn var dreginn á land en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. AP fréttaveitan hefur eftir Peter Malinauskas, forsætisráðherra Suður-Ástralíu, að frá árinu 2000 hafi ellefu manns látið lífið í árásum hákarla. Þrír hafa látið lífið á þessu ári í Suður-Ástralíu og einn utan ríkisins. Í maí lést 46 ára kona þegar hún var bitin undan ströndum Suður-Ástralíu. Annar brimbrettakappi lést svo í nóvember þegar hákarl réðst á hann og felldi hann af brimbretti sínu og beit hann. Lík þeirra fundust aldrei. Til viðbótar við þessar árásir hafa minnst tveir verið bitnir á svipuðum slóðum í haust, samkvæmt frétt ABC. Heimamenn í Suður-Ástralíufylki segja hákörlum hafa fjölgað á svæðinu. Sextán ára stúlka lét lífið undan ströndum vesturhluta Ástralíu í febrúar þegar hún var bitin af hákarli. Sky News í Ástralíu ræddi við sérfræðing um fjölgun hákarlaárása við Suður-Ástralíu.
Ástralía Tengdar fréttir Hálfétinn hvítháf rak á land í Ástralíu Hræ hálfétins hvítháfs rak nýverið á land í Ástralíu. Svo virðist sem hákarlinn hafi verið rifinn í tætlur en talið er að háhyrningur hafi banað dýrinu. 19. október 2023 16:09 Slapp með skrekkinn frá hákarlaárás Sjóstangveiðimaður komst í hann krappan undan ströndum Honolulu í Havaí á dögunum. Scott Haraguchi hafði nýverið veitt fisk á kajak og var að undirbúa sig fyrir að kasta aftur, þegar tígrisháfur synti að honum á miklum hraða og beit duglega í kajakinn. 15. maí 2023 15:08 Sextán ára lést í hákarlaárás í Perth Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað. 4. febrúar 2023 13:53 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Hálfétinn hvítháf rak á land í Ástralíu Hræ hálfétins hvítháfs rak nýverið á land í Ástralíu. Svo virðist sem hákarlinn hafi verið rifinn í tætlur en talið er að háhyrningur hafi banað dýrinu. 19. október 2023 16:09
Slapp með skrekkinn frá hákarlaárás Sjóstangveiðimaður komst í hann krappan undan ströndum Honolulu í Havaí á dögunum. Scott Haraguchi hafði nýverið veitt fisk á kajak og var að undirbúa sig fyrir að kasta aftur, þegar tígrisháfur synti að honum á miklum hraða og beit duglega í kajakinn. 15. maí 2023 15:08
Sextán ára lést í hákarlaárás í Perth Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað. 4. febrúar 2023 13:53