Innflutt menningarstríð Hamassamtakanna Finnur Th. Eiríksson skrifar 29. desember 2023 12:30 Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur nú staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Það hefur vart farið fram hjá nokkrum að neyðin á Gazasvæðinu er mikil. Liðsmenn Hamassamtakanna voru fyllilega meðvitaðir um þessa útkomu þegar þeir gerðu árás á Ísrael þann 7. október. Þeir vissu að viðbrögð Ísraels myndu framkalla bitastætt myndefni fyrir fjölmiðla. Þeir vissu að viðbrögðin myndu skjóta loku fyrir áframhaldandi viðræður um stjórnmálasamband milli Ísraels og Sádi-Arabíu. Frá upphafi stríðins hafa efnistök flestra fjölmiðla endurspeglað áherslur Hamas. Auk heldur hafa almennir fjölmiðlar kosið að fjalla nær eingöngu um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs á kostnað umfjöllunar um þau fjölmörgu stríðsátök sem geisa um allan heim. Áherslan er lögð á að koma höggi á Ísrael frekar en að flytja fréttir frá öllum átakasvæðum heimsins. Óhjákvæmilega gefur það fólki tilfinninguna að ef ekki væri fyrir stríðið milli Ísraels og Hamas væri heimurinn nokkuð friðsamur, sem er vitanlega alrangt. Hluti íslensku þjóðarinnar endurspeglar þessa afstöðu fjölmiðla. Þessi litli en háværi hópur hefur skipulagt kröfugöngur og safnað undirskriftum við áköll um sniðgöngu gegn Ísrael. Þannig hafa hundruð starfsmanna Háskóla Íslands fengist til að skrifa undir yfirlýsingu (að frumkvæði háskóla í palestínsku borginni Ramallah) um sniðgöngu gagnvart ísraelskum menntastofnunum. Einnig hefur undirskriftalisti gengið manna á milli sem hvetur til sniðgöngu á Eurovision-keppninni vegna þátttöku Ísraels. Vitanlega vantar á alla þessa lista einu kröfuna sem myndi tryggja langvarandi vopnahlé: að Hamas láti ísraelsku gíslana tafarlaust lausa og leggi niður vopn sín. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að Hamas sleppi gíslunum og leggi niður vopn sín? Hvers vegna er ekki minnst á það eina sem getur mögulega stöðvað átökin? Rökréttasta skýringin er að þeir sem standa á bak við þessa undirskriftalista hafi í raun og veru samúð með Hamassamtökunum og hryðjuverkum þeirra. Rökréttasta skýringin er að þeir vilja ekki að Hamas skili gíslunum til fjölskyldna sinna í Ísrael og láti af hryðjuverkum. Helsta áherslumál þessara einstaklinga er því augljóslega ekki að stríðinu ljúki heldur að þeirra hlið „vinni“, eins ómöguleg og sú útkoma er. Þeir eru því ekki raunverulegir talsmenn friðar heldur fótgönguliðar Hamassamtakanna í eins konar innfluttu menningarstríði. Afleiðingin er sú að þeir mæla einungis fyrir aðgerðum sem munu reynast algjörlega marklausar. Mun einhver í ísraelskum háskólum sakna mögulegs samstarfs við Háskóla Íslands? Myndi sniðganga á Eurovision hafa nokkur áhrif út fyrir landsteinana? Það er í hæsta máta ólíklegt. Verði sniðgangan gegn Eurovision að veruleika mun hún hins vegar vekja reiði fjölmargra Íslendinga sem væru sviknir um þátttöku í vinsælasta sjónvarpsviðburði ársins. Er það eitthvað sem samfélag okkar þarf, meiri reiði? Það er viðbúið að þessari reiði yrði að lokum beint að minnihlutahópi Gyðinga á Íslandi. Staðreyndin er sú að hatursglæpir gegn Gyðingum hafa sums staðar aukist þúsundfalt í kjölfar stríðsins í Ísrael, og Ísland er ekkert ónæmara fyrir hatursglæpum en önnur ríki. Það segir sig sjálft að það er stórvarasamt að haga fjölmiðlaumfjöllun og aktívisma í samræmi við hagsmuni Hamas, sem í stofnsáttmála sínum mæla fyrir algjörri útrýmingu Gyðinga. Af þeim sökum er nauðsynlegt að hafna innfluttu menningarstríði Hamassamtakanna á afgerandi hátt. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur nú staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Það hefur vart farið fram hjá nokkrum að neyðin á Gazasvæðinu er mikil. Liðsmenn Hamassamtakanna voru fyllilega meðvitaðir um þessa útkomu þegar þeir gerðu árás á Ísrael þann 7. október. Þeir vissu að viðbrögð Ísraels myndu framkalla bitastætt myndefni fyrir fjölmiðla. Þeir vissu að viðbrögðin myndu skjóta loku fyrir áframhaldandi viðræður um stjórnmálasamband milli Ísraels og Sádi-Arabíu. Frá upphafi stríðins hafa efnistök flestra fjölmiðla endurspeglað áherslur Hamas. Auk heldur hafa almennir fjölmiðlar kosið að fjalla nær eingöngu um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs á kostnað umfjöllunar um þau fjölmörgu stríðsátök sem geisa um allan heim. Áherslan er lögð á að koma höggi á Ísrael frekar en að flytja fréttir frá öllum átakasvæðum heimsins. Óhjákvæmilega gefur það fólki tilfinninguna að ef ekki væri fyrir stríðið milli Ísraels og Hamas væri heimurinn nokkuð friðsamur, sem er vitanlega alrangt. Hluti íslensku þjóðarinnar endurspeglar þessa afstöðu fjölmiðla. Þessi litli en háværi hópur hefur skipulagt kröfugöngur og safnað undirskriftum við áköll um sniðgöngu gegn Ísrael. Þannig hafa hundruð starfsmanna Háskóla Íslands fengist til að skrifa undir yfirlýsingu (að frumkvæði háskóla í palestínsku borginni Ramallah) um sniðgöngu gagnvart ísraelskum menntastofnunum. Einnig hefur undirskriftalisti gengið manna á milli sem hvetur til sniðgöngu á Eurovision-keppninni vegna þátttöku Ísraels. Vitanlega vantar á alla þessa lista einu kröfuna sem myndi tryggja langvarandi vopnahlé: að Hamas láti ísraelsku gíslana tafarlaust lausa og leggi niður vopn sín. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að Hamas sleppi gíslunum og leggi niður vopn sín? Hvers vegna er ekki minnst á það eina sem getur mögulega stöðvað átökin? Rökréttasta skýringin er að þeir sem standa á bak við þessa undirskriftalista hafi í raun og veru samúð með Hamassamtökunum og hryðjuverkum þeirra. Rökréttasta skýringin er að þeir vilja ekki að Hamas skili gíslunum til fjölskyldna sinna í Ísrael og láti af hryðjuverkum. Helsta áherslumál þessara einstaklinga er því augljóslega ekki að stríðinu ljúki heldur að þeirra hlið „vinni“, eins ómöguleg og sú útkoma er. Þeir eru því ekki raunverulegir talsmenn friðar heldur fótgönguliðar Hamassamtakanna í eins konar innfluttu menningarstríði. Afleiðingin er sú að þeir mæla einungis fyrir aðgerðum sem munu reynast algjörlega marklausar. Mun einhver í ísraelskum háskólum sakna mögulegs samstarfs við Háskóla Íslands? Myndi sniðganga á Eurovision hafa nokkur áhrif út fyrir landsteinana? Það er í hæsta máta ólíklegt. Verði sniðgangan gegn Eurovision að veruleika mun hún hins vegar vekja reiði fjölmargra Íslendinga sem væru sviknir um þátttöku í vinsælasta sjónvarpsviðburði ársins. Er það eitthvað sem samfélag okkar þarf, meiri reiði? Það er viðbúið að þessari reiði yrði að lokum beint að minnihlutahópi Gyðinga á Íslandi. Staðreyndin er sú að hatursglæpir gegn Gyðingum hafa sums staðar aukist þúsundfalt í kjölfar stríðsins í Ísrael, og Ísland er ekkert ónæmara fyrir hatursglæpum en önnur ríki. Það segir sig sjálft að það er stórvarasamt að haga fjölmiðlaumfjöllun og aktívisma í samræmi við hagsmuni Hamas, sem í stofnsáttmála sínum mæla fyrir algjörri útrýmingu Gyðinga. Af þeim sökum er nauðsynlegt að hafna innfluttu menningarstríði Hamassamtakanna á afgerandi hátt. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun