Sést þú í umferðinni? Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 30. desember 2023 09:00 Nú hækkar sól á lofti og daginn fer að lengja. Þrátt fyrir það kallar okkar daglega líf á það að við þurfum að vera að aka í myrkri og slæmu skyggni. Ljóst er að akstur í myrkri er varasamari en akstur í dagsbirtu. Ökumönnum er mun hættara að yfirsjást í myrkri en í dagsbirtu. Sjálfsagt gerum við okkur flest grein fyrir því að erfiðara getur reynst að aka í myrkri með ökuljósin kveikt en við dagsbirtu. Ökumenn missa nánast alla hæfileika til að sjá smáhlutina í kringum sig við akstur í myrkri. Menn gleyma því sem leynist utan sjónsviðs ljósgeisla ökuljósanna. Þess vegna er svo mikilvægt að við vinnum að því í sameiningu að tryggja sem best öryggi allra í umferðinni, að við hjálpumst að. Gangandi, hjólandi á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum þ.e. óvarðir vegfarendur geta auðveldað ökumönnum að sjá þá í myrkrinu, jafnvel þó þeir séu í jaðri ljósgeislans frá ökuljósunum. Það gera þeir með því að nota endurskinsmerki, hengja þau á sig þannig að ökumenn sjái þau og þeir sem fara um á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum noti ljós og glitaugu ásamt endurskini á þá sjálfa. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ef endurskinið er ekki til staðar, því er ljóst að notkun endurskinsmerkja getur komið í veg fyrir slys. Skylda ökumanna liggur í því að halda ökuljósunum hreinum og aka eftir aðstæðum, fara varlega. Í námskrá ökunáms til almennra ökuréttinda kemur fram að ökunemi skuli fá kennslu og þjálfun í notkun skynfæra, læri að túlka vísbendingar úr umferðinni rétt, taki réttar ákvarðanir og bregðist rétt við. Einnig kemur fram í umræddri námskrá að neminn skuli vita að gangandi vegfarendur telji að ökumaður komi auga á sig mun fyrr en hann gerir. Að hann þekki raunveruleg vegsýn ökumanns í myrkri við lág ljós annars vegar og há ljós hins vegar, að hann þekki ljósfjarlægðir að gangandi vegfarendum eftir því hvort lágu ljósin eru notuð eða þau háu. Einnig kemur fram að neminn skuli skilja þýðingu þess að gangandi vegfarendur beri endurskinsmerki, æfi sig í akstri við ýmsar aðstæður í myrkri og læri að velja öruggan hraða með tilliti til aðstæðna. Umrædd atriði kallar á markvisst og gott ökunám og hæfni ökukennarans til að grípa þau tækifæri sem gefast til að þjálfa og útskýra sem best við fjölbreyttar aðstæður í ökunáminu. Í starfi mínu sem ökukennari eru því miður of mörg tilvik þar sem óvarðir vegfarendur eru án endurskins og sjást því mjög illa og jafnvel ekki fyrr en ekið er fram hjá þeim. Slík tilvik vekja jú undrun hjá ökunemanum, þ.e. hversu seint og illa hann sá óvarða vegfarendann og neminn áttar sig á hættunum og hversu óvænt atvik geta komið upp við akstur. Þrátt fyrir að ofangreind atriði séu tekin fyrir í ökunámi þá er mikilvægt að við vinnum öll að því í sameiningu að draga úr hættu á því að óvarðir vegfarendur verði fyrir slysi í umferðinni. Notum endurskin, ljósgjafa og ökum með ökuljósin í lagi. Á vef Samgöngustofu er mögulegt að afla sér upplýsinga hvar hægt er að nálgast endurskinsmerki og viljum við í Ökukennarafélagi Íslands hvetja alla óvarða vegfarendur til að verða sér úti um endurskinsmerki og ganga skínandi inn í nýtt ár. Með ósk um gleðilegt nýtt ár Þuríður B. Ægisdóttir Formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður B. Ægisdóttir Samgönguslys Bílpróf Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú hækkar sól á lofti og daginn fer að lengja. Þrátt fyrir það kallar okkar daglega líf á það að við þurfum að vera að aka í myrkri og slæmu skyggni. Ljóst er að akstur í myrkri er varasamari en akstur í dagsbirtu. Ökumönnum er mun hættara að yfirsjást í myrkri en í dagsbirtu. Sjálfsagt gerum við okkur flest grein fyrir því að erfiðara getur reynst að aka í myrkri með ökuljósin kveikt en við dagsbirtu. Ökumenn missa nánast alla hæfileika til að sjá smáhlutina í kringum sig við akstur í myrkri. Menn gleyma því sem leynist utan sjónsviðs ljósgeisla ökuljósanna. Þess vegna er svo mikilvægt að við vinnum að því í sameiningu að tryggja sem best öryggi allra í umferðinni, að við hjálpumst að. Gangandi, hjólandi á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum þ.e. óvarðir vegfarendur geta auðveldað ökumönnum að sjá þá í myrkrinu, jafnvel þó þeir séu í jaðri ljósgeislans frá ökuljósunum. Það gera þeir með því að nota endurskinsmerki, hengja þau á sig þannig að ökumenn sjái þau og þeir sem fara um á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum noti ljós og glitaugu ásamt endurskini á þá sjálfa. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ef endurskinið er ekki til staðar, því er ljóst að notkun endurskinsmerkja getur komið í veg fyrir slys. Skylda ökumanna liggur í því að halda ökuljósunum hreinum og aka eftir aðstæðum, fara varlega. Í námskrá ökunáms til almennra ökuréttinda kemur fram að ökunemi skuli fá kennslu og þjálfun í notkun skynfæra, læri að túlka vísbendingar úr umferðinni rétt, taki réttar ákvarðanir og bregðist rétt við. Einnig kemur fram í umræddri námskrá að neminn skuli vita að gangandi vegfarendur telji að ökumaður komi auga á sig mun fyrr en hann gerir. Að hann þekki raunveruleg vegsýn ökumanns í myrkri við lág ljós annars vegar og há ljós hins vegar, að hann þekki ljósfjarlægðir að gangandi vegfarendum eftir því hvort lágu ljósin eru notuð eða þau háu. Einnig kemur fram að neminn skuli skilja þýðingu þess að gangandi vegfarendur beri endurskinsmerki, æfi sig í akstri við ýmsar aðstæður í myrkri og læri að velja öruggan hraða með tilliti til aðstæðna. Umrædd atriði kallar á markvisst og gott ökunám og hæfni ökukennarans til að grípa þau tækifæri sem gefast til að þjálfa og útskýra sem best við fjölbreyttar aðstæður í ökunáminu. Í starfi mínu sem ökukennari eru því miður of mörg tilvik þar sem óvarðir vegfarendur eru án endurskins og sjást því mjög illa og jafnvel ekki fyrr en ekið er fram hjá þeim. Slík tilvik vekja jú undrun hjá ökunemanum, þ.e. hversu seint og illa hann sá óvarða vegfarendann og neminn áttar sig á hættunum og hversu óvænt atvik geta komið upp við akstur. Þrátt fyrir að ofangreind atriði séu tekin fyrir í ökunámi þá er mikilvægt að við vinnum öll að því í sameiningu að draga úr hættu á því að óvarðir vegfarendur verði fyrir slysi í umferðinni. Notum endurskin, ljósgjafa og ökum með ökuljósin í lagi. Á vef Samgöngustofu er mögulegt að afla sér upplýsinga hvar hægt er að nálgast endurskinsmerki og viljum við í Ökukennarafélagi Íslands hvetja alla óvarða vegfarendur til að verða sér úti um endurskinsmerki og ganga skínandi inn í nýtt ár. Með ósk um gleðilegt nýtt ár Þuríður B. Ægisdóttir Formaður Ökukennarafélags Íslands.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun