Úkraínsk körfuboltahetja fórst í stórfelldum árásum Rússa Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2023 10:28 Árásir Rússa í gær skildu eftir sig miklar rústir í Zaporizhzhia í Úkraínu. AP/Andriy Andriyenko Einn fórst og fjórir særðust í loftárásum Úkraínuhers á landamærahéraðið Belgorod í suðurhluta Rússlands í gær. Þetta segir héraðsstjóri Belgorod en Bryansk-hérað varð sömuleiðis fyrir eldflaugaárásum Úkraínumanna. Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnir að loftvarnarkerfi hafi grandað nærri tuttugu eldflaugum og drónum. Árásin kemur í kjölfar stórfelldra eldflaugaárása Rússa á Kænugarð og aðrar úkraínskar borgir í gærmorgun sem varnarmálaráðherra Úkraínu sagði þær umfangsmestu frá því að stríðið hófst í febrúar 2022. Minnst þrjátíu almennir borgarar fórust í árás Rússa í gær og 160 særðust en meðal hinna látnu er úkraínska körfuboltagoðsögnin og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Viktor Kobzystyi. Sá var 44 ára gamall og spilaði tvisvar með landsliðinu á Evrópumóti og þjálfaði meðal annars síðar lið Dynamo Kyiv í úrvalsdeild kvenna. Kobzystyi fórst í árás á borgina Lvív og var talinn ein af merkustu körfuboltastjörnum landsins. Hann er faðir Oleksandr sem hefur jafnframt verið lýst sem einni skærustu stjörnu evrópsks körfubolta. Anton Nikulin, formaður íþróttaráðs Lvív-borgar, minntist Kobzystyi á Facebook og vottaði fjölskyldu hans samúð sína. Biden varar við stöðvun á hergagnasendingum Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman með skömmum fyrirvara í gær og samþykktu flestar þjóðir með sæti í ráðinu að fordæma loftárásir Rússa. The Guardian greinir frá því að Bretar hyggist nú senda um 200 loftvarnaflaugar til Úkraínu í kjölfar árásarinnar. Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist þess að Bandaríkjaþing ynni saman að því að samþykkja frekari aðstoð til Úkraínu þar sem vopna- og varnarkerfasendingar til landsins muni að óbreyttu stöðvast. Biden sagði umfangsmiklar loftárásir Rússa í gærmorgun sýna að rússnesk stjórnvöld vilji „þurrka út“ ríkið sem hafi verið hliðhollt vestrænum gildum. Ráðamenn í Úkraínu hafa sömuleiðis ítrekað ákall sitt eftir frekari hergagnasendingum frá Vesturlöndum svo það geti varist loftárásum á borð við þær sem úkraínskar borgir urðu fyrir í gærmorgun. Vyacheslav Gladkov, héraðsstjóri rússneska landamærahéraðsins Belgorod, sagði að einn hafi farist í áðurnefndri eldflaugaárás úkraínuhers á íbúðabyggingu í gær. Hann bætti við að vatnsleiðslukerfi samnefndrar borgar lægi undir skemmdum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Minnst þrjátíu látnir í umfangsmestu loftárásum Rússa til þessa Minnst þrjátíu manns létu lífið í umfangsmestu loftárásum Rússa í Úkraínu til þessa. Einnig særðust meira en 160 þegar sprengjum ringdi yfir Kænugarð, Ódessu, Dnípropetrovsk, Karkív og Lvív í morgun. 29. desember 2023 22:32 Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. 29. desember 2023 08:24 Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnir að loftvarnarkerfi hafi grandað nærri tuttugu eldflaugum og drónum. Árásin kemur í kjölfar stórfelldra eldflaugaárása Rússa á Kænugarð og aðrar úkraínskar borgir í gærmorgun sem varnarmálaráðherra Úkraínu sagði þær umfangsmestu frá því að stríðið hófst í febrúar 2022. Minnst þrjátíu almennir borgarar fórust í árás Rússa í gær og 160 særðust en meðal hinna látnu er úkraínska körfuboltagoðsögnin og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Viktor Kobzystyi. Sá var 44 ára gamall og spilaði tvisvar með landsliðinu á Evrópumóti og þjálfaði meðal annars síðar lið Dynamo Kyiv í úrvalsdeild kvenna. Kobzystyi fórst í árás á borgina Lvív og var talinn ein af merkustu körfuboltastjörnum landsins. Hann er faðir Oleksandr sem hefur jafnframt verið lýst sem einni skærustu stjörnu evrópsks körfubolta. Anton Nikulin, formaður íþróttaráðs Lvív-borgar, minntist Kobzystyi á Facebook og vottaði fjölskyldu hans samúð sína. Biden varar við stöðvun á hergagnasendingum Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman með skömmum fyrirvara í gær og samþykktu flestar þjóðir með sæti í ráðinu að fordæma loftárásir Rússa. The Guardian greinir frá því að Bretar hyggist nú senda um 200 loftvarnaflaugar til Úkraínu í kjölfar árásarinnar. Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist þess að Bandaríkjaþing ynni saman að því að samþykkja frekari aðstoð til Úkraínu þar sem vopna- og varnarkerfasendingar til landsins muni að óbreyttu stöðvast. Biden sagði umfangsmiklar loftárásir Rússa í gærmorgun sýna að rússnesk stjórnvöld vilji „þurrka út“ ríkið sem hafi verið hliðhollt vestrænum gildum. Ráðamenn í Úkraínu hafa sömuleiðis ítrekað ákall sitt eftir frekari hergagnasendingum frá Vesturlöndum svo það geti varist loftárásum á borð við þær sem úkraínskar borgir urðu fyrir í gærmorgun. Vyacheslav Gladkov, héraðsstjóri rússneska landamærahéraðsins Belgorod, sagði að einn hafi farist í áðurnefndri eldflaugaárás úkraínuhers á íbúðabyggingu í gær. Hann bætti við að vatnsleiðslukerfi samnefndrar borgar lægi undir skemmdum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Minnst þrjátíu látnir í umfangsmestu loftárásum Rússa til þessa Minnst þrjátíu manns létu lífið í umfangsmestu loftárásum Rússa í Úkraínu til þessa. Einnig særðust meira en 160 þegar sprengjum ringdi yfir Kænugarð, Ódessu, Dnípropetrovsk, Karkív og Lvív í morgun. 29. desember 2023 22:32 Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. 29. desember 2023 08:24 Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Minnst þrjátíu látnir í umfangsmestu loftárásum Rússa til þessa Minnst þrjátíu manns létu lífið í umfangsmestu loftárásum Rússa í Úkraínu til þessa. Einnig særðust meira en 160 þegar sprengjum ringdi yfir Kænugarð, Ódessu, Dnípropetrovsk, Karkív og Lvív í morgun. 29. desember 2023 22:32
Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. 29. desember 2023 08:24
Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41