„Ég þarf að sjá vegabréfið hans“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 11:15 Luke Littler fagnar hér sigrinum gegn Matt Campbell. Vísir/Getty Luke Littler hefur slegið í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Þessi 16 ára strákur er kominn í 16-manna úrslit og leikur í kvöld gegn fimmfalda heimsmeistarnum Raymond van Barneveld. „School in the morning, you´ve got school in the morning...“ er sungið í Alexandra Palace þessa dagana þegar hinn 16 ára Luke Littler spilar. Littler hefur unnið þrjár viðureignir á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt á mótinu. Strax eftir fyrsta sigur Littler var talað um bestu byrjun nýliða í þrjátíu ár en nú er hann kominn í 16-manna úrslit. Littler mætir í kvöld Raymond van Barneveld sem hefur unnið heimsmeistaratitilinn fimm sinnum, síðast árið 2007. Þegar Van Barneveld vann sinn síðasta heimsmeistaratitil voru enn 20 dagar í fæðingu Luke Littler en aldur hans hefur verið umræðuefnið síðustu daga. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen er einn af þeim sem rætt hefur um Littler í viðtölum. „Hann lítur út fyrir að vera 64 ára gamall. Ég trúi því ekki að hann sé 16 ára, ég þarf að sjá vegabréfið hans,“ grínaðist Van Gerwen með en hann er einnig kominn í 16-manna úrslit og af mörgum talinn sigurstranglegastur á mótinu. „Ég læt pílurnar tala,“ sagði Littler sjálfur en hann hefur nú þegar unnið sér inn rúmar 6 milljónir í verðlaunafé fyrir árangur sinn á mótinu. Heimsmeistarinn vinnur sér inn hvorki meira né minna en rúmar 80 milljónir króna. Útsending frá heimsmeistaramótinu í pílukasti hefst á Vodafone Sport klukkan 12:25 Pílukast Tengdar fréttir Íslenskir pílufarar í sérhönnuðum sparifötum í Ally Pally Eins og síðustu ár hefur sannkallað píluæði gripið um sig á Íslandi í kringum jólin. Hópur Íslendinga fór skrefinu lengra en flestir og situr í þessum rituðu orðum í höllinni í sérhönnuðum íslenskum sparifötum. 29. desember 2023 21:01 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sjá meira
„School in the morning, you´ve got school in the morning...“ er sungið í Alexandra Palace þessa dagana þegar hinn 16 ára Luke Littler spilar. Littler hefur unnið þrjár viðureignir á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt á mótinu. Strax eftir fyrsta sigur Littler var talað um bestu byrjun nýliða í þrjátíu ár en nú er hann kominn í 16-manna úrslit. Littler mætir í kvöld Raymond van Barneveld sem hefur unnið heimsmeistaratitilinn fimm sinnum, síðast árið 2007. Þegar Van Barneveld vann sinn síðasta heimsmeistaratitil voru enn 20 dagar í fæðingu Luke Littler en aldur hans hefur verið umræðuefnið síðustu daga. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen er einn af þeim sem rætt hefur um Littler í viðtölum. „Hann lítur út fyrir að vera 64 ára gamall. Ég trúi því ekki að hann sé 16 ára, ég þarf að sjá vegabréfið hans,“ grínaðist Van Gerwen með en hann er einnig kominn í 16-manna úrslit og af mörgum talinn sigurstranglegastur á mótinu. „Ég læt pílurnar tala,“ sagði Littler sjálfur en hann hefur nú þegar unnið sér inn rúmar 6 milljónir í verðlaunafé fyrir árangur sinn á mótinu. Heimsmeistarinn vinnur sér inn hvorki meira né minna en rúmar 80 milljónir króna. Útsending frá heimsmeistaramótinu í pílukasti hefst á Vodafone Sport klukkan 12:25
Pílukast Tengdar fréttir Íslenskir pílufarar í sérhönnuðum sparifötum í Ally Pally Eins og síðustu ár hefur sannkallað píluæði gripið um sig á Íslandi í kringum jólin. Hópur Íslendinga fór skrefinu lengra en flestir og situr í þessum rituðu orðum í höllinni í sérhönnuðum íslenskum sparifötum. 29. desember 2023 21:01 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sjá meira
Íslenskir pílufarar í sérhönnuðum sparifötum í Ally Pally Eins og síðustu ár hefur sannkallað píluæði gripið um sig á Íslandi í kringum jólin. Hópur Íslendinga fór skrefinu lengra en flestir og situr í þessum rituðu orðum í höllinni í sérhönnuðum íslenskum sparifötum. 29. desember 2023 21:01