Um skaðaminnkun og viðhaldsmeðferð Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar 30. desember 2023 14:30 Á síðustu vikum hafa fregnir borist um að Landlæknisembættið hafi svipt lækninn Árna Tómas Ragnarsson réttindum til ávísunar sterkra verkjalyfja, svokallaðra ópíóða. Ekki þarf að hafa langt mál um lyf þessi en þau hafa meðal annars verið notuð við lífslok til að lina þjáningar deyjandi. Hins vegar jókst ávísun þessara lyfja allgríðarlega í gegnum ósiðlegar markaðssetningar og falsaðra rannsóknarniðurstöður lyfjafyrirtækja. Var þeim þá jafnvel ávísað vegna stoðkerfisvanda og annarra heilsufarskvilla. Gengið var svo langt að skilgreina verki sem hið „fimmta lífsmark“ og verkjakvörðum, vel merktum lyfjafyrirtækjum, var dreift á sjúkrahús víðsvegar um heim. Innreið þessara lyfja er nú talin hafa valdið faraldri notkunar sterkra verkjalyfja, með tilheyrandi þjáningu fyrir notendur, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Flestir skjólstæðingar Árna Tómasar eru sammála um að lyfjaskömmtunin hafi aukið lífsgæði þeirra og margir náð ákveðnum stöðugleika í lífi sínu miðað við þær aðstæður sem þeir lifa og búa við. Það er þó hins vegar ljóst að lyf þessi eru ekki ætluð til inndælingar í æð og aukin hætta er á alvarlegum sjúkdómum í tengslum við lyfjanotkun á þann hátt. Á Íslandi höfum við fá gagnreynd meðferðarúrræði við ópíóðafíkn, en eins og við aðra langvinna sjúkdóma hentar ekki sama meðferð eða aðferð öllum; það er ekkert “one size fits all” í þessum efnum. Það er því von mín að umræðan hvetji heilbrigðisyfirvöld til þess að íhuga og innleiða fjölbreyttari meðferðarúrræði. Það hefur verið gert í löndunum í kringum okkur og þurfa Íslendingar því ekki að finna upp hjólið í þeim efnum. Það má deila um aðferðir Árna Tómasar en við skulum ekki gleyma því að flest mannúðleg og skaðaminnkandi inngrip hafa sprottið upp úr grasrótinni og í einstaklingsframtaki - frá fólki sem vildi minnka skaðann og mæta einstaklingnum á hans forsendum. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og faghandleiðari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa fregnir borist um að Landlæknisembættið hafi svipt lækninn Árna Tómas Ragnarsson réttindum til ávísunar sterkra verkjalyfja, svokallaðra ópíóða. Ekki þarf að hafa langt mál um lyf þessi en þau hafa meðal annars verið notuð við lífslok til að lina þjáningar deyjandi. Hins vegar jókst ávísun þessara lyfja allgríðarlega í gegnum ósiðlegar markaðssetningar og falsaðra rannsóknarniðurstöður lyfjafyrirtækja. Var þeim þá jafnvel ávísað vegna stoðkerfisvanda og annarra heilsufarskvilla. Gengið var svo langt að skilgreina verki sem hið „fimmta lífsmark“ og verkjakvörðum, vel merktum lyfjafyrirtækjum, var dreift á sjúkrahús víðsvegar um heim. Innreið þessara lyfja er nú talin hafa valdið faraldri notkunar sterkra verkjalyfja, með tilheyrandi þjáningu fyrir notendur, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Flestir skjólstæðingar Árna Tómasar eru sammála um að lyfjaskömmtunin hafi aukið lífsgæði þeirra og margir náð ákveðnum stöðugleika í lífi sínu miðað við þær aðstæður sem þeir lifa og búa við. Það er þó hins vegar ljóst að lyf þessi eru ekki ætluð til inndælingar í æð og aukin hætta er á alvarlegum sjúkdómum í tengslum við lyfjanotkun á þann hátt. Á Íslandi höfum við fá gagnreynd meðferðarúrræði við ópíóðafíkn, en eins og við aðra langvinna sjúkdóma hentar ekki sama meðferð eða aðferð öllum; það er ekkert “one size fits all” í þessum efnum. Það er því von mín að umræðan hvetji heilbrigðisyfirvöld til þess að íhuga og innleiða fjölbreyttari meðferðarúrræði. Það hefur verið gert í löndunum í kringum okkur og þurfa Íslendingar því ekki að finna upp hjólið í þeim efnum. Það má deila um aðferðir Árna Tómasar en við skulum ekki gleyma því að flest mannúðleg og skaðaminnkandi inngrip hafa sprottið upp úr grasrótinni og í einstaklingsframtaki - frá fólki sem vildi minnka skaðann og mæta einstaklingnum á hans forsendum. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og faghandleiðari.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar