Minni asi, meiri kröfur Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 2. janúar 2024 06:01 Gefum yngsta fólkinu okkar tækifæri til þess að spreyta sig og þroskast í leiðinni. Ég var með áramótaheit síðustu áramót um að efla sjálfstæði hjá börnunum mínum. Mér tókst nokkuð ágætlega en get þó gert töluvert betur. Ég ætla að strengja sömu heit í ár og ég hvet ykkur, ykkur sem eigið börn, til þess að gera slíkt hið sama. Ég las erlenda rannsóknargrein á árinu sem fjallaði um mikilvægi þess að fá börn til þess að taka þátt í daglegum athöfnum heimilisins. Börn á Vestrænum heimilum taka töluvert minna þátt í þeim verkum sem tilheyra heimilinu og erum við, foreldrar, þar með að hafa af þeim mikinn þroska sem þau annars hefðu getað aflað sér. Auðvitað er auðveldast fyrir mig eftir fullan vinnudag, langan tíma í þreytandi umferð og barning við að koma barninu heim úr leikskólanum að planta honum fyrir framan skjá og skella í spaghetti boloneges með uppáhalds podkastið í eyranu. Auðveldast er samt ekki alltaf best. Best væri að fá gorminn til þess að skera sveppina fyrir mig, standa mér við hlið og hella pastasósunni á pönnuna, leggja á borðið og svo eftir matinn að hjálpa til við frágang og þurrka af hellunni. Það sama á við ýmist önnur verkefni heimilisins sem börn eru fullfær um að taka þátt í, setja í þvottavél, þrífa bílinn, moka snjóinn, skrifa lista fyrir matarinnkaup og fylgja svo listanum eftir í búðinni. Með þessum einföldu verkefnum sem þurfa hvort eð er að vinnast erum við meðal annars að efla félagsþroska barnsins, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu og búa til mikilvægar samverustundir. Rúsínan í pylsuendanum er svo allur sá orðaforði sem barnið öðlast. Orð eins og kökukefli, herðatré og ryksugupoki eru eflast hugtök sem ekki öll börn á leikskólaaldri geta útskýrt en gætu öðlast með meiri þátttöku og samskiptum við fullorðna dags daglega. Á sama tíma erum við einnig að efla sjálfsmat barnsins. Barnið lærir nýja hæfni og upplifir sig mikilvægan hluta af heimilinu, einstakling sem tekur þátt í að halda hjólum heimilisins gangandi. Ég hljóma eflaust ekkert sérlega skemmtilega í eyrum margra foreldra, hvað er þessi leiðindar kona að stinga upp á að ég fari að fá leikskólabarn til þess að taka þátt í heimilisverkum þegar ég hef varla sjálf/sjálfur/sjálft ekki tíma til þess?! Hver hefur tíma í þetta? Það er einmitt það, tíminn, við höfum að okkur finnst engan tíma og þolinmæðin er oft takmörkuð eftir langan vinnudag bæði hjá fullorðnum og börnum. Tíminn er hins vegar einmitt vandamálið, hann kemur ekki aftur. Á fyrstu fimm árunum er heilinn að þroskast meira og hraðar en hann mun nokkrum sinnum gera á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að vera meðvituð um að allar reynslur, öll samskipti, allt sem barnið heyrir og sér, kemur við og þefar af örvar heila þess og skapar tengingar sem mynda ákveðin mynstur sem munu fylgja barninu þegar það fullorðnast. Það er þess vegna svo gríðarlega mikilvægt að við gerum okkar allra besta og jafnvel örlítið betur en það til þess að hjálpa börnunum okkar að mynda góðan grunn í öllum mikilvægustu þáttunum. Þið getið varla gert ykkur í hugarlund hvað einfalt verkefni eins og að skera gúrku, brjóta saman tuskur eða raða hnífapörum á borð getur gert mikið fyrir samhæfingargetu barns á leikskólaaldri. Byrjum í dag að veita börnunum okkar meira sjálfstæði, aukum getu þeirra í sjálfshjálp og eflum þroska þess og tengsl við okkur í leiðinni. Þetta eru eflaust einu árin sem þau hafa raunverulega gaman af heimilisverkum og hver veit, kannski heldur sú verkefnagleði áfram langt inn í unglingsárin. Ég lofa þó engu í þeim efnum. Höfundur er með MA í foreldrafræðslu og uppeldisrágjöf og er stofnandi Fjörfiska sem heldur þroskandi námskeið fyrir börn á leikskólaaldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gefum yngsta fólkinu okkar tækifæri til þess að spreyta sig og þroskast í leiðinni. Ég var með áramótaheit síðustu áramót um að efla sjálfstæði hjá börnunum mínum. Mér tókst nokkuð ágætlega en get þó gert töluvert betur. Ég ætla að strengja sömu heit í ár og ég hvet ykkur, ykkur sem eigið börn, til þess að gera slíkt hið sama. Ég las erlenda rannsóknargrein á árinu sem fjallaði um mikilvægi þess að fá börn til þess að taka þátt í daglegum athöfnum heimilisins. Börn á Vestrænum heimilum taka töluvert minna þátt í þeim verkum sem tilheyra heimilinu og erum við, foreldrar, þar með að hafa af þeim mikinn þroska sem þau annars hefðu getað aflað sér. Auðvitað er auðveldast fyrir mig eftir fullan vinnudag, langan tíma í þreytandi umferð og barning við að koma barninu heim úr leikskólanum að planta honum fyrir framan skjá og skella í spaghetti boloneges með uppáhalds podkastið í eyranu. Auðveldast er samt ekki alltaf best. Best væri að fá gorminn til þess að skera sveppina fyrir mig, standa mér við hlið og hella pastasósunni á pönnuna, leggja á borðið og svo eftir matinn að hjálpa til við frágang og þurrka af hellunni. Það sama á við ýmist önnur verkefni heimilisins sem börn eru fullfær um að taka þátt í, setja í þvottavél, þrífa bílinn, moka snjóinn, skrifa lista fyrir matarinnkaup og fylgja svo listanum eftir í búðinni. Með þessum einföldu verkefnum sem þurfa hvort eð er að vinnast erum við meðal annars að efla félagsþroska barnsins, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu og búa til mikilvægar samverustundir. Rúsínan í pylsuendanum er svo allur sá orðaforði sem barnið öðlast. Orð eins og kökukefli, herðatré og ryksugupoki eru eflast hugtök sem ekki öll börn á leikskólaaldri geta útskýrt en gætu öðlast með meiri þátttöku og samskiptum við fullorðna dags daglega. Á sama tíma erum við einnig að efla sjálfsmat barnsins. Barnið lærir nýja hæfni og upplifir sig mikilvægan hluta af heimilinu, einstakling sem tekur þátt í að halda hjólum heimilisins gangandi. Ég hljóma eflaust ekkert sérlega skemmtilega í eyrum margra foreldra, hvað er þessi leiðindar kona að stinga upp á að ég fari að fá leikskólabarn til þess að taka þátt í heimilisverkum þegar ég hef varla sjálf/sjálfur/sjálft ekki tíma til þess?! Hver hefur tíma í þetta? Það er einmitt það, tíminn, við höfum að okkur finnst engan tíma og þolinmæðin er oft takmörkuð eftir langan vinnudag bæði hjá fullorðnum og börnum. Tíminn er hins vegar einmitt vandamálið, hann kemur ekki aftur. Á fyrstu fimm árunum er heilinn að þroskast meira og hraðar en hann mun nokkrum sinnum gera á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að vera meðvituð um að allar reynslur, öll samskipti, allt sem barnið heyrir og sér, kemur við og þefar af örvar heila þess og skapar tengingar sem mynda ákveðin mynstur sem munu fylgja barninu þegar það fullorðnast. Það er þess vegna svo gríðarlega mikilvægt að við gerum okkar allra besta og jafnvel örlítið betur en það til þess að hjálpa börnunum okkar að mynda góðan grunn í öllum mikilvægustu þáttunum. Þið getið varla gert ykkur í hugarlund hvað einfalt verkefni eins og að skera gúrku, brjóta saman tuskur eða raða hnífapörum á borð getur gert mikið fyrir samhæfingargetu barns á leikskólaaldri. Byrjum í dag að veita börnunum okkar meira sjálfstæði, aukum getu þeirra í sjálfshjálp og eflum þroska þess og tengsl við okkur í leiðinni. Þetta eru eflaust einu árin sem þau hafa raunverulega gaman af heimilisverkum og hver veit, kannski heldur sú verkefnagleði áfram langt inn í unglingsárin. Ég lofa þó engu í þeim efnum. Höfundur er með MA í foreldrafræðslu og uppeldisrágjöf og er stofnandi Fjörfiska sem heldur þroskandi námskeið fyrir börn á leikskólaaldri.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar