Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. janúar 2024 06:48 Arouri, til vinstri, við undirritun sáttar milli Hamas og Fatah árið 2017. Getty/Anadolu Agency/Ahmed Gamil Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. Arouri og fimm aðrir féllu í sprengjuárás á skrifstofur Hamas í Musharafieh í Beirút í gær. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að um sé að ræða stigmögnun í stríði Ísraels og „bandalags andspyrnunnar“ og hefndum heitið. Andspyrnan sé með fingurinn á gikknum, eins og það er orðað. Skrifstofubyggingin þar sem Arouri var á fundi þegar sprengingin átti sér stað.Getty/Marwan Tahtah Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði herinn í viðbragðsstöðu eftir drápið á Arouri. Hann virtist ekki vilja svara beint þegar hann var beðinn um að staðfesta að Ísraelsmenn bæru ábyrgð á árásinni en sagði herinn vissulega einbeittan í því að „drepa Hamas“. Mark Regev, einn ráðgjafa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ítrekaði í viðtali við MSNBC að Ísraelsmenn hefðu ekki lýst árásinni á hendur sér. „En hver sem stóð að þessu, þá verður það að vera alveg ljóst; þetta var ekki árás á Líbanon. Hver svo sem gerði þetta var að framkvæma hnitmiðaða árás á forystu Hamas.“ Mótmæli brutust út á Vesturbakkanum í gær vegna drápsins á Arouri.Getty/Anadolu/Issam Rimawi Stjórnvöld í Líbanon sendu frá sér yfirlýsingu seint í gær um að þau myndu senda kvörtun til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar. Arouri var náin samstarfsmaður Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas á Gasa, og tengiliður samtakanna við Hezbollah og Íran. Þá átti hann stóran þátt í viðræðum milli Hamas og Ísrael um lausn gíslanna sem voru teknir í árásum Hamas 7. október síðastliðinn. Sérfræðingar gera ráð fyrir að dauði Arouri muni flækja þær viðræður verulega. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Arouri og fimm aðrir féllu í sprengjuárás á skrifstofur Hamas í Musharafieh í Beirút í gær. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að um sé að ræða stigmögnun í stríði Ísraels og „bandalags andspyrnunnar“ og hefndum heitið. Andspyrnan sé með fingurinn á gikknum, eins og það er orðað. Skrifstofubyggingin þar sem Arouri var á fundi þegar sprengingin átti sér stað.Getty/Marwan Tahtah Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði herinn í viðbragðsstöðu eftir drápið á Arouri. Hann virtist ekki vilja svara beint þegar hann var beðinn um að staðfesta að Ísraelsmenn bæru ábyrgð á árásinni en sagði herinn vissulega einbeittan í því að „drepa Hamas“. Mark Regev, einn ráðgjafa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ítrekaði í viðtali við MSNBC að Ísraelsmenn hefðu ekki lýst árásinni á hendur sér. „En hver sem stóð að þessu, þá verður það að vera alveg ljóst; þetta var ekki árás á Líbanon. Hver svo sem gerði þetta var að framkvæma hnitmiðaða árás á forystu Hamas.“ Mótmæli brutust út á Vesturbakkanum í gær vegna drápsins á Arouri.Getty/Anadolu/Issam Rimawi Stjórnvöld í Líbanon sendu frá sér yfirlýsingu seint í gær um að þau myndu senda kvörtun til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar. Arouri var náin samstarfsmaður Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas á Gasa, og tengiliður samtakanna við Hezbollah og Íran. Þá átti hann stóran þátt í viðræðum milli Hamas og Ísrael um lausn gíslanna sem voru teknir í árásum Hamas 7. október síðastliðinn. Sérfræðingar gera ráð fyrir að dauði Arouri muni flækja þær viðræður verulega.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03