Flugeldasalan ívíð meiri en um síðustu áramót Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2024 10:36 Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, starfandi formaður Landsbjargar, telur að gott veður á höfuðborgarsvæðinu hafi haft sitt að segja um aukna flugeldasölu. Vísir/Vilhelm Starfandi formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir að flugeldasala björgunarsveitanna í kringum nýliðin áramót virðist hafa verið ívíð meiri en fyrir ári. „Þetta gekk nú bara þokkalega vel og flestar sveitir eru sáttar við söluna,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, starfandi formaður Landsbjargar. „Það er ekki hægt að segja að það hafi verið gígantísk aukning, en þetta var meira en í fyrra,“ segir Borghildur. Slysavarnafélagið Landsbjörg eigi eftir að taka saman sölutölur en muni að venju ekki birta þær opinberlega. Gott veður á höfuðborgarsvæðinu Aðspurð um hvað hafi valdið söluaukningunni nú segir Borghildur Fjóla að veðrið kunni að hafa sitt að segja. „Það er ekki gott að segja. Það var ágætis veður á höfuðborgarsvæðinu og svo hafa verkefnin verið mörg og stór sem kunni að hafa haft áhrif á að fólk hafi frekar vilja styðja okkur. Við erum að minnsta kosti mjög þakklát.“ Minni umræða um mengun af völdum flugelda Athygli vakti dagana áður en 2022 gekk í garð þegar Umhverfisstofnun réðst í átak þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Var bent á að flugeldar væru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir og að þörfin fyrir flugelda færi minnkandi með nýjum hugsunarhætti. Borghildur Fjóla segir að þessi umræða hafi ekki verið eins áberandi að þessu sinni, en bendir á að björgunarsveitirnar geri sér fulla grein fyrir því að flugeldar séu ekki umhverfisvænir. „Við vitum alveg að flugeldar menga og það verður svifrykstopppur á þessum tíma. En við höfum reynt að minnka plastið og svo eru engir þungmálmar eftir í flugveldum. En flugeldarnir menga og búa til svifryk og eru erfiðir fyrir þá sem eru veikir fyrir. Við reynum því öll að takmarka tímann þar sem flugeldar eru skotnir upp.“ Björgunarsveitir Flugeldar Áramót Tengdar fréttir „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Þetta gekk nú bara þokkalega vel og flestar sveitir eru sáttar við söluna,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, starfandi formaður Landsbjargar. „Það er ekki hægt að segja að það hafi verið gígantísk aukning, en þetta var meira en í fyrra,“ segir Borghildur. Slysavarnafélagið Landsbjörg eigi eftir að taka saman sölutölur en muni að venju ekki birta þær opinberlega. Gott veður á höfuðborgarsvæðinu Aðspurð um hvað hafi valdið söluaukningunni nú segir Borghildur Fjóla að veðrið kunni að hafa sitt að segja. „Það er ekki gott að segja. Það var ágætis veður á höfuðborgarsvæðinu og svo hafa verkefnin verið mörg og stór sem kunni að hafa haft áhrif á að fólk hafi frekar vilja styðja okkur. Við erum að minnsta kosti mjög þakklát.“ Minni umræða um mengun af völdum flugelda Athygli vakti dagana áður en 2022 gekk í garð þegar Umhverfisstofnun réðst í átak þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Var bent á að flugeldar væru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir og að þörfin fyrir flugelda færi minnkandi með nýjum hugsunarhætti. Borghildur Fjóla segir að þessi umræða hafi ekki verið eins áberandi að þessu sinni, en bendir á að björgunarsveitirnar geri sér fulla grein fyrir því að flugeldar séu ekki umhverfisvænir. „Við vitum alveg að flugeldar menga og það verður svifrykstopppur á þessum tíma. En við höfum reynt að minnka plastið og svo eru engir þungmálmar eftir í flugveldum. En flugeldarnir menga og búa til svifryk og eru erfiðir fyrir þá sem eru veikir fyrir. Við reynum því öll að takmarka tímann þar sem flugeldar eru skotnir upp.“
Björgunarsveitir Flugeldar Áramót Tengdar fréttir „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52