Flug og blý Ólafur St. Arnarsson skrifar 3. janúar 2024 20:00 Af hverju lækkar hæfileikinn til að læra ef búið er nálægt flugvelli? Í október 2023 treysti umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sér loksins til þess að álykta að blýmengun frá flugi valdi óásættanlegum skaða og að setja þurfi nýjar reglur svo samfélög geti varið sig gagnvart henni. Lítil blýmengun skerðir greind og námsárangur. Leitin að viðmiðunarmörkum þar sem blýmengun hefur ekki skaðleg áhrif hefur engan árangur borið. Í forsetatíð Clintons voru samþykkt áform (Executive Order 12898) um að skoða sérstaklega mengun á svæðum þar sem býr fólk sem minna má sín í þjóðfélaginu. Tíu árum síðar er það niðurstaða rannsóknar Kwai Cheung Chan að EPA hafi lítið sem ekkert gert til að hrinda þessum áformum í framkvæmd. Í kjölfar þessarar svörtu skýrslu bjó EPA til aðgerðaráætlun. Í henni eru m.a. viðmiðunarmörk blýs endurskoðuð reglulega með tilliti til nýjustu rannsókna og almenningi gefin kostur á að koma með athugasemdir. Framkæmd þessarar aðgerðaráætlunar varð til að þess að árið 2008 voru viðmiðunarmörk þriggja mánaðar meðaltals blýs í andrúmslofti lækkuð tífalt. Í kjölfarið var sérstakt eftirlit með þeim sem menguðu andrúmsloftið með einu tonni af blýi á ári eða meira. Undir þá reglu féllu nokkrir flugvellir. Að auki voru nokkrir flugvellir vaktaðir í eitt ár. Einn þeirra var Reid-Hillview flugvöllurinn í Santa Clara sýslu í Kaliforníuríki. Þó blýmengun við Reid-Hillview flugvöllinn hafi mælst aðeins undir viðmiðunarmörkum grunuðu foreldrar í nágrenni hans að óvenju há gildi blýs í blóði barna sinna mætti rekja til flugvallarstarfseminnar. Um árabil hafði töluverður hópur fólks viljað loka flugvellinum og nota svæðið í annað. Ef rétt reyndist að blýmagn í blóði væri hærra hjá þeim sem byggju nálægt flugvellinum en þeirra sem byggju fjær væri komin enn ein ástæða til þess að loka flugvellinum. Þrýstingur frá þessum hópi varð til þess að sveitarfélagið féllst á að fjármagna rannsókn á blýmagni í blóði fólks í nágrenni flugvallarins. Niðurstaða rannsóknarinnar var afgerandi og í kjölfarið bannaði sveitarfélagið sölu á flugvélaeldsneyti sem inniheldur blý á Reid-Hillview flugvellinum. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna voru ekki par hrifin af þessu uppátæki og höfðuðu mál gagnvart sveitarfélaginu. En vegna nýlegs úrskurðar umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um skaða vegna blýmengunnar frá flugi hafa flugmálayfirvöld fallið frá kærunni. Nýleg ályktun umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur því aðeins hjálpað minnihlutahópum í Bandaríkjunum í átt til umhverfisréttlætis. En það var þó aðallega vegna þess að minnihlutahópurinn sjálfur náði að knýja á um rannsókn sem skilaði niðurstöðum sem ekki var hægt að véfengja. Mælingar umhverfisstofnunarinnar á blýi í andrúmslofti og þau viðmið sem hún styðst við þarfnast verulegrar endurskoðunnar til þess að skila þeim árangri sem vonast er eftir. Börn yngri en fimm ára verða fyrir mestum skaða af blýmengun. Í Bandaríkjunum búa 400 þúsund börn yngri en fimm ára minna en 500 metra frá flugvöllum. Á Íslandi er blýbætt flugbensín undanskilið reglugerð sem fjallar um gæði eldsneytis. Magnið sem selt er á Íslandi er aðeins minna en á Reid-Hillview flugvellinum. Flugbensín er ekki notað á þotur og því er líklegt að á mestöll sala á því eigi sér stað á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er eðlisfræðingur og starfar hjá Landi og Skógi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Fréttir af flugi Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Af hverju lækkar hæfileikinn til að læra ef búið er nálægt flugvelli? Í október 2023 treysti umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sér loksins til þess að álykta að blýmengun frá flugi valdi óásættanlegum skaða og að setja þurfi nýjar reglur svo samfélög geti varið sig gagnvart henni. Lítil blýmengun skerðir greind og námsárangur. Leitin að viðmiðunarmörkum þar sem blýmengun hefur ekki skaðleg áhrif hefur engan árangur borið. Í forsetatíð Clintons voru samþykkt áform (Executive Order 12898) um að skoða sérstaklega mengun á svæðum þar sem býr fólk sem minna má sín í þjóðfélaginu. Tíu árum síðar er það niðurstaða rannsóknar Kwai Cheung Chan að EPA hafi lítið sem ekkert gert til að hrinda þessum áformum í framkvæmd. Í kjölfar þessarar svörtu skýrslu bjó EPA til aðgerðaráætlun. Í henni eru m.a. viðmiðunarmörk blýs endurskoðuð reglulega með tilliti til nýjustu rannsókna og almenningi gefin kostur á að koma með athugasemdir. Framkæmd þessarar aðgerðaráætlunar varð til að þess að árið 2008 voru viðmiðunarmörk þriggja mánaðar meðaltals blýs í andrúmslofti lækkuð tífalt. Í kjölfarið var sérstakt eftirlit með þeim sem menguðu andrúmsloftið með einu tonni af blýi á ári eða meira. Undir þá reglu féllu nokkrir flugvellir. Að auki voru nokkrir flugvellir vaktaðir í eitt ár. Einn þeirra var Reid-Hillview flugvöllurinn í Santa Clara sýslu í Kaliforníuríki. Þó blýmengun við Reid-Hillview flugvöllinn hafi mælst aðeins undir viðmiðunarmörkum grunuðu foreldrar í nágrenni hans að óvenju há gildi blýs í blóði barna sinna mætti rekja til flugvallarstarfseminnar. Um árabil hafði töluverður hópur fólks viljað loka flugvellinum og nota svæðið í annað. Ef rétt reyndist að blýmagn í blóði væri hærra hjá þeim sem byggju nálægt flugvellinum en þeirra sem byggju fjær væri komin enn ein ástæða til þess að loka flugvellinum. Þrýstingur frá þessum hópi varð til þess að sveitarfélagið féllst á að fjármagna rannsókn á blýmagni í blóði fólks í nágrenni flugvallarins. Niðurstaða rannsóknarinnar var afgerandi og í kjölfarið bannaði sveitarfélagið sölu á flugvélaeldsneyti sem inniheldur blý á Reid-Hillview flugvellinum. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna voru ekki par hrifin af þessu uppátæki og höfðuðu mál gagnvart sveitarfélaginu. En vegna nýlegs úrskurðar umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um skaða vegna blýmengunnar frá flugi hafa flugmálayfirvöld fallið frá kærunni. Nýleg ályktun umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur því aðeins hjálpað minnihlutahópum í Bandaríkjunum í átt til umhverfisréttlætis. En það var þó aðallega vegna þess að minnihlutahópurinn sjálfur náði að knýja á um rannsókn sem skilaði niðurstöðum sem ekki var hægt að véfengja. Mælingar umhverfisstofnunarinnar á blýi í andrúmslofti og þau viðmið sem hún styðst við þarfnast verulegrar endurskoðunnar til þess að skila þeim árangri sem vonast er eftir. Börn yngri en fimm ára verða fyrir mestum skaða af blýmengun. Í Bandaríkjunum búa 400 þúsund börn yngri en fimm ára minna en 500 metra frá flugvöllum. Á Íslandi er blýbætt flugbensín undanskilið reglugerð sem fjallar um gæði eldsneytis. Magnið sem selt er á Íslandi er aðeins minna en á Reid-Hillview flugvellinum. Flugbensín er ekki notað á þotur og því er líklegt að á mestöll sala á því eigi sér stað á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er eðlisfræðingur og starfar hjá Landi og Skógi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar