Millimetrarnir sem breyttu úrslitaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2024 11:30 Eins og sjá má var Luke Littler nokkrum millimetrum frá því að taka 112 út í oddalegg í sjöunda setti í úrslitaleiknum gegn Luke Humphries. Luke Humphries varð heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn í gær eftir sigur á ungstirninu Luke Littler, 7-4, í úrslitaleik í Alexandra höllinni í London. Úrslitin hefðu samt hæglega getað orðið önnur ef Littler hefði komist í 5-2 eins og hann var hársbreidd frá því að gera. Humphries vann tvö af fyrstu þremur settunum í úrslitaleiknum í gær en þá tók Littler yfir, vann þrjú sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk svo tækifæri til að komast í 5-2 í oddalegg í sjöunda setti. Littler þurfti að taka 112 út og negldi síðustu pílunni í átt að tvöföldum tveimur reitnum. Pílan hafnaði hins vegar röngu megin við vírinn og Littler mistókst því að taka 112 út. Engu mátti muna eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. HUMPHRIES HANGING IN THERE!A dramatic ending to set seven!Luke Littler misses D2 for a 5-2 lead, allowing Luke Humphries to halve the deficit! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/lMUtpwstMP— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Humphries nýtti sér þetta, tók 28 út með því að kasta pílunni í tvöfaldan fjórtán reitinn og vann settið, 4-3. Hann leit aldrei um öxl eftir þetta, vann næstu fjögur sett og tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Hinn sextán ára Littler varð að gera sér 2. sætið að góðu en hann mun eflaust svekkja sig í einhvern tíma á því að hafa ekki tekist að setja píluna í tvöfaldan tvo og komast þar með í 5-2 í úrslitaleiknum. „Luke á þetta skilið,“ sagði Littler eftir tapið í gær. „Ég komst í úrslitaleikinn og gæti ekki komist í annan úrslitaleik næstu fimm eða tíu ár. Við vitum ekki hvernig þetta spilast en nú get ég sagt að ég sé næstbestur. Ég vil bara halda áfram og reyna að vinna þetta í framtíðinni.“ Fyrir sigurinn á HM fékk Humphries hálfa milljón punda í verðlaunafé. Það jafngildir rúmlega 87,6 milljónum íslenskra króna. Littler fékk aftur á móti tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir króna) fyrir 2. sætið á mótinu. Pílukast Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
Humphries vann tvö af fyrstu þremur settunum í úrslitaleiknum í gær en þá tók Littler yfir, vann þrjú sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk svo tækifæri til að komast í 5-2 í oddalegg í sjöunda setti. Littler þurfti að taka 112 út og negldi síðustu pílunni í átt að tvöföldum tveimur reitnum. Pílan hafnaði hins vegar röngu megin við vírinn og Littler mistókst því að taka 112 út. Engu mátti muna eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. HUMPHRIES HANGING IN THERE!A dramatic ending to set seven!Luke Littler misses D2 for a 5-2 lead, allowing Luke Humphries to halve the deficit! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/lMUtpwstMP— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Humphries nýtti sér þetta, tók 28 út með því að kasta pílunni í tvöfaldan fjórtán reitinn og vann settið, 4-3. Hann leit aldrei um öxl eftir þetta, vann næstu fjögur sett og tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Hinn sextán ára Littler varð að gera sér 2. sætið að góðu en hann mun eflaust svekkja sig í einhvern tíma á því að hafa ekki tekist að setja píluna í tvöfaldan tvo og komast þar með í 5-2 í úrslitaleiknum. „Luke á þetta skilið,“ sagði Littler eftir tapið í gær. „Ég komst í úrslitaleikinn og gæti ekki komist í annan úrslitaleik næstu fimm eða tíu ár. Við vitum ekki hvernig þetta spilast en nú get ég sagt að ég sé næstbestur. Ég vil bara halda áfram og reyna að vinna þetta í framtíðinni.“ Fyrir sigurinn á HM fékk Humphries hálfa milljón punda í verðlaunafé. Það jafngildir rúmlega 87,6 milljónum íslenskra króna. Littler fékk aftur á móti tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir króna) fyrir 2. sætið á mótinu.
Pílukast Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira