Mátti synja meintum nasista um inngöngu í lögregluskólann Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 15:17 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Ríkislögreglustjóri, þarf ekki veita mönnum, sem hliðhollir eru nasistum, inngöngu í lögregluskólann. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur með áliti lagt blessun sína yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manni um inngöngu í starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Í ákvörðun sinni leit Ríkislögreglustjóri meðal annars til þess að starfsfólk framhaldsskóla, sem maðurinn gekk í, hafi lýst yfir áhyggjum af ummælum hans um múslima og að hann væri hliðhollur nasistum. Í áliti umboðsmanns, sem birt var aðilum þann 22. desember síðastliðinn en á vef umboðsmanns í dag, segir að maðurinn hafi leitað til umboðsmanns Alþingis og kvartað yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um synjun umsóknar hans um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Ákvörðunin hafi byggst á því að maðurinn uppfyllti ekki skilyrði lögreglulaga fyrir inngöngu í námið vegna þess að hann hefði sýnt af sér háttsemi sem gæti rýrt það traust sem lögreglumenn yrðu almennt að njóta. Í kvörtuninni hafi verið byggt á því að ákvörðunin hefði verið efnislega röng og rannsókn málsins ófullnægjandi þar sem dregnar hefðu verið ályktanir af sögusögnum frá ónafngreindum aðilum sem ekki hefðu verið rannsakaðar eða bornar undir manninn. Þá hafi kvörtunin lotið að því að maðurinn hefði ekki fengið aðgang að öllum samskiptum Ríkislögreglustjóra eða annarra lögregluembætta við erlend lögregluyfirvöld sem hann vörðuðu. Kom með hníf í skólann og viðhafði ummæli um múslima Í ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manninum um inngöngu segir að í bakgrunnsskoðun vegna umsóknar hans hafi komið í ljós við skoðun í málaskrá lögreglu skráð mál hjá lögreglunni. Þar komi fram að maðirinn hafi mætt með hníf í skólann, sem ekki er tilgreindur í áliti umboðsmanns. Að sögn skólastjóra skólans hefði starfsfólk skólans einnig lýst yfir áhyggjum af framkomu mannsins og þá sérstaklega í tengslum við ummæli hans um múslima og jafnframt að starfsfólkið teldi hann hliðhollan nasisma. Ástæða þess er afmáð úr birtu áliti umboðsmanns. Þá hefði Ríkislögreglustjóri jafnframt upplýsingar frá erlendum lögregluyfirvöldum, um að manninum hefði verið vísað úr skóla þar í landi vegna svipaðra atriða. Óumdeilt að atvikin hafi átt sér stað Í áliti umboðsmanns segir að af skýringum Ríkislögreglustjóra yrði ráðið að embættið teldi sjálft að rannsókn málsins hefði að vissu marki verið ábótavant og að ekki hefði mátt leggja óstaðfestar upplýsingar ónafngreindra aðila um viðhorf mannsins einar og sér til grundvallar synjun. Hins vegar hefðu tiltekin atvik, sem óumdeilt væri að hefðu átt sér stað, í heild verið nægileg til að hann teldist ekki fullnægja skilyrðum fyrir inngöngu í námið. Umboðsmaður teldi sig ekki hafa forsendur til að fullyrða að mat Ríkislögreglustjóra hefði að því leyti verið ómálefnalegt eða bersýnilega óforsvaranlegt með tilliti til þeirra upplýsinga sem fyrir lágu um atvikin. Þá hefði lýsing mannsins sjálfs á öðru atvikinu verið lögð til grundvallar við matið samkvæmt skýringum embættisins. Þar sem umboðsmaður taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Ríkislögreglustjóra að synja manninum um inngöngu í starfsnámið taldi hann ekki ástæðu til að beina tilmælum til embættisins um endurupptöku málsins. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Í áliti umboðsmanns, sem birt var aðilum þann 22. desember síðastliðinn en á vef umboðsmanns í dag, segir að maðurinn hafi leitað til umboðsmanns Alþingis og kvartað yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um synjun umsóknar hans um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Ákvörðunin hafi byggst á því að maðurinn uppfyllti ekki skilyrði lögreglulaga fyrir inngöngu í námið vegna þess að hann hefði sýnt af sér háttsemi sem gæti rýrt það traust sem lögreglumenn yrðu almennt að njóta. Í kvörtuninni hafi verið byggt á því að ákvörðunin hefði verið efnislega röng og rannsókn málsins ófullnægjandi þar sem dregnar hefðu verið ályktanir af sögusögnum frá ónafngreindum aðilum sem ekki hefðu verið rannsakaðar eða bornar undir manninn. Þá hafi kvörtunin lotið að því að maðurinn hefði ekki fengið aðgang að öllum samskiptum Ríkislögreglustjóra eða annarra lögregluembætta við erlend lögregluyfirvöld sem hann vörðuðu. Kom með hníf í skólann og viðhafði ummæli um múslima Í ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manninum um inngöngu segir að í bakgrunnsskoðun vegna umsóknar hans hafi komið í ljós við skoðun í málaskrá lögreglu skráð mál hjá lögreglunni. Þar komi fram að maðirinn hafi mætt með hníf í skólann, sem ekki er tilgreindur í áliti umboðsmanns. Að sögn skólastjóra skólans hefði starfsfólk skólans einnig lýst yfir áhyggjum af framkomu mannsins og þá sérstaklega í tengslum við ummæli hans um múslima og jafnframt að starfsfólkið teldi hann hliðhollan nasisma. Ástæða þess er afmáð úr birtu áliti umboðsmanns. Þá hefði Ríkislögreglustjóri jafnframt upplýsingar frá erlendum lögregluyfirvöldum, um að manninum hefði verið vísað úr skóla þar í landi vegna svipaðra atriða. Óumdeilt að atvikin hafi átt sér stað Í áliti umboðsmanns segir að af skýringum Ríkislögreglustjóra yrði ráðið að embættið teldi sjálft að rannsókn málsins hefði að vissu marki verið ábótavant og að ekki hefði mátt leggja óstaðfestar upplýsingar ónafngreindra aðila um viðhorf mannsins einar og sér til grundvallar synjun. Hins vegar hefðu tiltekin atvik, sem óumdeilt væri að hefðu átt sér stað, í heild verið nægileg til að hann teldist ekki fullnægja skilyrðum fyrir inngöngu í námið. Umboðsmaður teldi sig ekki hafa forsendur til að fullyrða að mat Ríkislögreglustjóra hefði að því leyti verið ómálefnalegt eða bersýnilega óforsvaranlegt með tilliti til þeirra upplýsinga sem fyrir lágu um atvikin. Þá hefði lýsing mannsins sjálfs á öðru atvikinu verið lögð til grundvallar við matið samkvæmt skýringum embættisins. Þar sem umboðsmaður taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Ríkislögreglustjóra að synja manninum um inngöngu í starfsnámið taldi hann ekki ástæðu til að beina tilmælum til embættisins um endurupptöku málsins.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira