„Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Magnús Jochum Pálsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 5. janúar 2024 20:28 Snorri sem hefur kennt ungbarnasund í Skálatúni í rúm 30 ár var enn í hálfgerðu sjokki þegar fréttamaður ræddi við hann. Stöð 2 Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. Sundlauginni var lokað í morgun en í henni hafa rúmlega átta þúsund börn lært ungbarnasund hjá Snorra Magnússyni, ungbarnasundkennara. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra sem var í miklu uppnámi yfir ákvörðuninni. Hvers vegna var lauginni lokað? „Stóridómur féll. Það komu matsmenn hérna út af eignaskiptum á umhverfinu hérna og skoðuðu eignir. Sundlaugin fékk þann stranga dóm að hún væri ónýt,“ sagði Snorri. Það er alltaf biðlisti hjá þér, 35 prósent foreldra vilja fara með börnin sín í ungbarnasund. Hvað ætlarðu að gera í framhaldinu? „Ég ætla aðeins að leyfa rykinu að setjast. Ég er búinn að mæta hérna sex daga í viku í 33 ár. Hef verið með sautján hópa gangandi, börnin hafa mætt tvisvar í viku, í hverjum hóp eru tólf-þréttán börn. Ég bara veit það ekki. Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu,“ sagði Snorri. Tímir ekki að hætta alveg strax Snorri segist þegar hafa fengið tvö skemmtileg tilboð og hann tími sjálfur ekki að hætta alveg strax. Það er væntanlega afar hollt að vera með börn í ungbarnasundi? „Bæði hollt og skemmtilegt, tilgangur og markmið er fyrst og fremst að hafa skemmtilegt, tengslamyndun milli barns og foreldra, vinna með styrk og samhæfingu, vinna með söng og hljóðfall og hafa gaman,“ sagði Snorri og beygði af þegar hann sagði „Ég átti von á fólki í morgun og ég átti von á fólki á morgun. Það verður bara ekki.“ Ertu búin að fá einhver tilboð frá öðrum sundlaugum? „Ég fékk skemmtilega símhringingu í dag sem ég ætla að skoða, svo fékk ég ein skilaboð sem ég ætla líka að skoða. Ég tími ekki alveg strax að hætta. Það hefur svo margt skemmtilegt og gefandi orðið til hérna og mig langar að athuga hvort hægt sé að færa yfir á aðrar laugar,“ sagði Snorri. „Þetta er reyndar besta laug í heimi, hún er bara svoleiðis,“ sagði hann að lokum. Börn og uppeldi Mosfellsbær Sundlaugar Tengdar fréttir Burðarvirki sundlaugarinnar ótraust: „Afar þungbær ákvörðun“ Framkvæmdastjóri Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, sem tók við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ, segir ákvörðun um að loka sundlaug svæðisins hafa verið afar þungbæra. 5. janúar 2024 17:16 Sundlauginni lokað og ungbarnasund Snorra í lausu lofti Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni í Mosfellsbæ til frambúðar vegna ástands hennar. Það þýðir að hið vinsæla ungbarnasund Snorra Magnússonar er í lausu lofti. 5. janúar 2024 15:10 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sundlauginni var lokað í morgun en í henni hafa rúmlega átta þúsund börn lært ungbarnasund hjá Snorra Magnússyni, ungbarnasundkennara. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra sem var í miklu uppnámi yfir ákvörðuninni. Hvers vegna var lauginni lokað? „Stóridómur féll. Það komu matsmenn hérna út af eignaskiptum á umhverfinu hérna og skoðuðu eignir. Sundlaugin fékk þann stranga dóm að hún væri ónýt,“ sagði Snorri. Það er alltaf biðlisti hjá þér, 35 prósent foreldra vilja fara með börnin sín í ungbarnasund. Hvað ætlarðu að gera í framhaldinu? „Ég ætla aðeins að leyfa rykinu að setjast. Ég er búinn að mæta hérna sex daga í viku í 33 ár. Hef verið með sautján hópa gangandi, börnin hafa mætt tvisvar í viku, í hverjum hóp eru tólf-þréttán börn. Ég bara veit það ekki. Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu,“ sagði Snorri. Tímir ekki að hætta alveg strax Snorri segist þegar hafa fengið tvö skemmtileg tilboð og hann tími sjálfur ekki að hætta alveg strax. Það er væntanlega afar hollt að vera með börn í ungbarnasundi? „Bæði hollt og skemmtilegt, tilgangur og markmið er fyrst og fremst að hafa skemmtilegt, tengslamyndun milli barns og foreldra, vinna með styrk og samhæfingu, vinna með söng og hljóðfall og hafa gaman,“ sagði Snorri og beygði af þegar hann sagði „Ég átti von á fólki í morgun og ég átti von á fólki á morgun. Það verður bara ekki.“ Ertu búin að fá einhver tilboð frá öðrum sundlaugum? „Ég fékk skemmtilega símhringingu í dag sem ég ætla að skoða, svo fékk ég ein skilaboð sem ég ætla líka að skoða. Ég tími ekki alveg strax að hætta. Það hefur svo margt skemmtilegt og gefandi orðið til hérna og mig langar að athuga hvort hægt sé að færa yfir á aðrar laugar,“ sagði Snorri. „Þetta er reyndar besta laug í heimi, hún er bara svoleiðis,“ sagði hann að lokum.
Börn og uppeldi Mosfellsbær Sundlaugar Tengdar fréttir Burðarvirki sundlaugarinnar ótraust: „Afar þungbær ákvörðun“ Framkvæmdastjóri Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, sem tók við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ, segir ákvörðun um að loka sundlaug svæðisins hafa verið afar þungbæra. 5. janúar 2024 17:16 Sundlauginni lokað og ungbarnasund Snorra í lausu lofti Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni í Mosfellsbæ til frambúðar vegna ástands hennar. Það þýðir að hið vinsæla ungbarnasund Snorra Magnússonar er í lausu lofti. 5. janúar 2024 15:10 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Burðarvirki sundlaugarinnar ótraust: „Afar þungbær ákvörðun“ Framkvæmdastjóri Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, sem tók við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ, segir ákvörðun um að loka sundlaug svæðisins hafa verið afar þungbæra. 5. janúar 2024 17:16
Sundlauginni lokað og ungbarnasund Snorra í lausu lofti Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni í Mosfellsbæ til frambúðar vegna ástands hennar. Það þýðir að hið vinsæla ungbarnasund Snorra Magnússonar er í lausu lofti. 5. janúar 2024 15:10