Biðlar til stjórnvalda að setja sig í spor Palestínumanna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. janúar 2024 09:59 Hin 17 ára Asil al-Masri ávarpaði mótmælendur á Austurvelli í gær. Skjáskot Hin sautján ára Asil al-Masri sem kom til landsins frá Palestínu fyrr í vikunni biður Alþingismenn um að setja sig í spor Palestínumanna. Hún biður þá um að finna það í hjarta sér að koma fjölskyldum Palestínumanna búsettra á Íslandi í öruggt skjól hér á landi á meðan árásir Ísraela ógna lífi þeirra. Asil hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári til að sameinast bróður sínum á ný eftir að loftárás drap stóran hluta fjölskyldu hennar og tók frá henni annan fótinn. Margir standi enn frammi fyrir glötun Í ræðu sem hún flutti á Austurvelli í gær þar sem komið hefur verið upp tjaldbúðum til að þrýsta á yfirvöld að sameina palestínskar fjölskyldur. Þar segir hún sig og bróður sinn Suleiman sem hefur verið búsettur á Íslandi um nokkurt skeið vera þakklát íslensku þjóðinni en að margir Palestínumenn séu ekki í hennar stöðu. „Jafnvel þó að mér hafi tekist að flýja dauðann, stríðið og eyðilegginguna í Gasa og sameinast bróður mínum hér á Íslandi, veit ég að fjölskyldur margra Palestínumanna sem standa hér á meðal okkar standa enn frammi fyrir dauða, hungri og glötun á hverjum degi í Gasa,“ segir Asil. Hún segir það að fá að vera með fjölskyldu sinni í öryggi séu grundvallarmannréttindi óháð upprunalandi, kynþætti, trú eða kyni. Asil biðlar til íslenskra stjórnvalda í ræðu sinni að finna það í sér að sameina aðrar fjölskyldur frá Gasasvæðinu. „Gerið það að setja ykkur í þeirra spor og ímyndið ykkur að vakna á hverjum degi og vita ekki hvort þau tali við fjölskyldu sína í síðasta skiptið,“ segir hún. Íslendingar geti lært ýmislegt af þeim Hún biður stjórnvöld um að synja ekki Palestínumönnum sem leita skjóls á Íslandi og að vísa þeim þegar komnu ekki úr landi þar sem þau hafa hvorki tíma né styrk til þess að hafa áhyggjur af því að þeim verði brottvísað. Að lokum hvetur hún íslensku þjóðina til að hafa ekki áhyggjur. Palestínumenn séu menntað, duglegt og góðhjartað fólk sem vill aðeins fá að búa við öryggi og vera hluti af samfélagi. „Við getum lært ýmislegt af ykkur og þið getið lært ýmislegt af okkur. Við verðum ekki byrði á herðum neins,“ segir Asil að lokum og viðstaddir kyrjuðu áköll um frjálsa Palestínu. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Hún biður þá um að finna það í hjarta sér að koma fjölskyldum Palestínumanna búsettra á Íslandi í öruggt skjól hér á landi á meðan árásir Ísraela ógna lífi þeirra. Asil hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári til að sameinast bróður sínum á ný eftir að loftárás drap stóran hluta fjölskyldu hennar og tók frá henni annan fótinn. Margir standi enn frammi fyrir glötun Í ræðu sem hún flutti á Austurvelli í gær þar sem komið hefur verið upp tjaldbúðum til að þrýsta á yfirvöld að sameina palestínskar fjölskyldur. Þar segir hún sig og bróður sinn Suleiman sem hefur verið búsettur á Íslandi um nokkurt skeið vera þakklát íslensku þjóðinni en að margir Palestínumenn séu ekki í hennar stöðu. „Jafnvel þó að mér hafi tekist að flýja dauðann, stríðið og eyðilegginguna í Gasa og sameinast bróður mínum hér á Íslandi, veit ég að fjölskyldur margra Palestínumanna sem standa hér á meðal okkar standa enn frammi fyrir dauða, hungri og glötun á hverjum degi í Gasa,“ segir Asil. Hún segir það að fá að vera með fjölskyldu sinni í öryggi séu grundvallarmannréttindi óháð upprunalandi, kynþætti, trú eða kyni. Asil biðlar til íslenskra stjórnvalda í ræðu sinni að finna það í sér að sameina aðrar fjölskyldur frá Gasasvæðinu. „Gerið það að setja ykkur í þeirra spor og ímyndið ykkur að vakna á hverjum degi og vita ekki hvort þau tali við fjölskyldu sína í síðasta skiptið,“ segir hún. Íslendingar geti lært ýmislegt af þeim Hún biður stjórnvöld um að synja ekki Palestínumönnum sem leita skjóls á Íslandi og að vísa þeim þegar komnu ekki úr landi þar sem þau hafa hvorki tíma né styrk til þess að hafa áhyggjur af því að þeim verði brottvísað. Að lokum hvetur hún íslensku þjóðina til að hafa ekki áhyggjur. Palestínumenn séu menntað, duglegt og góðhjartað fólk sem vill aðeins fá að búa við öryggi og vera hluti af samfélagi. „Við getum lært ýmislegt af ykkur og þið getið lært ýmislegt af okkur. Við verðum ekki byrði á herðum neins,“ segir Asil að lokum og viðstaddir kyrjuðu áköll um frjálsa Palestínu.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira