Fáum við að sjá bestu útgáfuna af Aroni á EM? Aron Guðmundsson skrifar 8. janúar 2024 08:30 Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu á móti Færeyjum í nóvember en fyrirliði íslenska liðsins þarf að eiga gott mót ætli íslenska liðið sér að komast í umspil Ólympíuleikanna. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Aron Pálmarsson, ein af burðarásum íslenska landsliðsins í handbolta, segir langt síðan að hann hafi verið í eins góðu formi og nú, nokkrum dögum fyrir fyrsta leik Strákanna okkar á EM. Það að hann sé ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi muni ekki hafa áhrif á hans framlag á komandi stórmóti. Íslenska landsliðið hefur leik á Evrópumótinu í Þýskalandi í Munchen á föstudaginn kemur þegar að liðið tekst á við landslið Serbíu. Því næst fylgja leikir í riðlakeppninni gegn Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Í Sportsíldinni á Stöð 2 Sport fyrir áramót. Þar sem að íþróttaárið 2023 var gert upp og spáð í árið 2024 var Dagur Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og nú landsliðsþjálfari Japan, spurður að því hvort íslenska þjóðin gæti átt von á því að sjá það besta frá Aroni Pálmarssyni, sökum þeirrar staðreyndar að fyrir yfirstandandi tímabil sneri hann aftur heim úr atvinnumennsku til FH og spilar nú í Olís deildinni þar sem að leikjaálagið er minna heldur en í þeim deildum sem Aron hefur vanist að spila í á sínum atvinnumannaferli undanfarin ár. „Mér finnst það bara mjög líklegt,“ sagði Dagur sem er hokinn af reynslu úr handboltaheiminum aðspurður um Aron. „Ég held að hann sé bara í góðu standi. Hann er búinn að vera glíma við smá meiðsli í vetur en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Þá er hann með annað hlutverk innan liðsins núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi, það eru fleiri sem að draga vagninn. Bara mjög spenanndi. Og á æfingu íslenska landsliðsins á dögunum, áður en að liðið hélt af landi brott fyrir Evrópumótið í Þýskalandi, lá beinast við að spyrja Aron sjálfan að þessu. „Ég reyni að taka það jákvæða út úr þessu og talaði líka um það þegar að ég samdi við FH á sínum tíma. Maður er búinn að vera í miklu álagi síðustu fjórtán ár með félagsliðum og landsliði líka. Ég lít klárlega á þetta þannig,“ segir Aron aðspurður um það hvort minna leikjaálag með FH sé honum í hag. „Það er langt síðan að ég hef verið í eins góðu formi. Ég hef haft meiri tíma til þess að hugsa um sjálfan mig. FH er búið að hugsa vel um mig sömuleiðis. Auðvitað er þetta minna leikjaálag en að sama skapi er ég ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi. Ég næ þó alveg að eiga vel við það. Ég er að koma mjög spenntur og í góðu standi inn á þetta stórmót. Það hefur engin áhrif á mig í hvaða deild ég er að spila. Ég mun alveg geta sýnt mitt besta í janúar.“ EM 2024 í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Íslenska landsliðið hefur leik á Evrópumótinu í Þýskalandi í Munchen á föstudaginn kemur þegar að liðið tekst á við landslið Serbíu. Því næst fylgja leikir í riðlakeppninni gegn Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Í Sportsíldinni á Stöð 2 Sport fyrir áramót. Þar sem að íþróttaárið 2023 var gert upp og spáð í árið 2024 var Dagur Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og nú landsliðsþjálfari Japan, spurður að því hvort íslenska þjóðin gæti átt von á því að sjá það besta frá Aroni Pálmarssyni, sökum þeirrar staðreyndar að fyrir yfirstandandi tímabil sneri hann aftur heim úr atvinnumennsku til FH og spilar nú í Olís deildinni þar sem að leikjaálagið er minna heldur en í þeim deildum sem Aron hefur vanist að spila í á sínum atvinnumannaferli undanfarin ár. „Mér finnst það bara mjög líklegt,“ sagði Dagur sem er hokinn af reynslu úr handboltaheiminum aðspurður um Aron. „Ég held að hann sé bara í góðu standi. Hann er búinn að vera glíma við smá meiðsli í vetur en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Þá er hann með annað hlutverk innan liðsins núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi, það eru fleiri sem að draga vagninn. Bara mjög spenanndi. Og á æfingu íslenska landsliðsins á dögunum, áður en að liðið hélt af landi brott fyrir Evrópumótið í Þýskalandi, lá beinast við að spyrja Aron sjálfan að þessu. „Ég reyni að taka það jákvæða út úr þessu og talaði líka um það þegar að ég samdi við FH á sínum tíma. Maður er búinn að vera í miklu álagi síðustu fjórtán ár með félagsliðum og landsliði líka. Ég lít klárlega á þetta þannig,“ segir Aron aðspurður um það hvort minna leikjaálag með FH sé honum í hag. „Það er langt síðan að ég hef verið í eins góðu formi. Ég hef haft meiri tíma til þess að hugsa um sjálfan mig. FH er búið að hugsa vel um mig sömuleiðis. Auðvitað er þetta minna leikjaálag en að sama skapi er ég ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi. Ég næ þó alveg að eiga vel við það. Ég er að koma mjög spenntur og í góðu standi inn á þetta stórmót. Það hefur engin áhrif á mig í hvaða deild ég er að spila. Ég mun alveg geta sýnt mitt besta í janúar.“
EM 2024 í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita