Ný ríkisstofnun með engar höfuðstöðvar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. janúar 2024 20:30 Ágúst Sigurðsson, forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar ríkisstofnunar, sem tók formlega til starfa 1. janúar 2024. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný ríkisstofnun, Land og skógur varð til um áramótin en hún tekur við hlutverkum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar, sem hafa verið lagðar niður. Um 140 starfsmenn starfa hjá nýju stofnuninni á átján starfsstöðvum um land allt. Ágúst Sigurðsson er forstöðumaður nýju stofnunarinnar og er með skrifstofuna sína í Gunnarsholti á Rangárvöllum þar sem Landgræðsla ríkisins var til húsa. Ágúst er engin nýgræðingur þegar kemur að stjórnun en hann var meðal annars rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og sveitarstjóri í Rangárþingi ytra svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er stofnun sem snýst um það að bæta jarðvegs og gróðurauðlind Íslands, það er verkefnið í rauninni, hið stóra verkefni. Og stefnan er sú að ná framúrskarandi árangri í því, það er okkar verkefni,” segir Ágúst. Og Ágúst segir að ný stofnun taki fagnandi á móti verkefnum skógræktarinnar og landgræðslunnar og síðan muni einhver ný og spennandi verkefni bætast við. „En það sem er svo stórkostlega við þessa sameiningu er það að fólkið, sem að vinnur hjá þessari stofnun, nýju stofnuninni, Landi og skógi og starfaði áður hjá landgræðslunni og skógræktinni, þetta fólk brennur fyrir sitt starf. Það er vakið og sofið yfir þessu verkefni að bæta gróður og jarðvegsauðlindir Íslands,” bætir Ágúst við. Merki stofnunarinnar hannaði Fífa Jónsdóttir, grafískur hönnuður og sérfræðingur í vísindamiðlun. Hún starfar að miðlunarmálum hjá Landi og skógi. Merkið hefur margvíslegar vísanir í náttúru landsins, hringrásir hennar, sjálfbærni og viðfangsefni Lands og skógar. Aðsend Það vekur sérstaka athygli á nýja stofnunin er ekki með neinar ákveðnar höfuðstöðvar. „Við erum með stafrænar höfuðstöðvar, það er bara þannig og það er bara algjörlega satt og rétt. Þeir sem að vilja hitta okkur eða tala við okkur þeir hafa samband við okkur iðulega með stafrænum hætti,” segir Ágúst. Heimasíðan Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Ágúst Sigurðsson er forstöðumaður nýju stofnunarinnar og er með skrifstofuna sína í Gunnarsholti á Rangárvöllum þar sem Landgræðsla ríkisins var til húsa. Ágúst er engin nýgræðingur þegar kemur að stjórnun en hann var meðal annars rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og sveitarstjóri í Rangárþingi ytra svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er stofnun sem snýst um það að bæta jarðvegs og gróðurauðlind Íslands, það er verkefnið í rauninni, hið stóra verkefni. Og stefnan er sú að ná framúrskarandi árangri í því, það er okkar verkefni,” segir Ágúst. Og Ágúst segir að ný stofnun taki fagnandi á móti verkefnum skógræktarinnar og landgræðslunnar og síðan muni einhver ný og spennandi verkefni bætast við. „En það sem er svo stórkostlega við þessa sameiningu er það að fólkið, sem að vinnur hjá þessari stofnun, nýju stofnuninni, Landi og skógi og starfaði áður hjá landgræðslunni og skógræktinni, þetta fólk brennur fyrir sitt starf. Það er vakið og sofið yfir þessu verkefni að bæta gróður og jarðvegsauðlindir Íslands,” bætir Ágúst við. Merki stofnunarinnar hannaði Fífa Jónsdóttir, grafískur hönnuður og sérfræðingur í vísindamiðlun. Hún starfar að miðlunarmálum hjá Landi og skógi. Merkið hefur margvíslegar vísanir í náttúru landsins, hringrásir hennar, sjálfbærni og viðfangsefni Lands og skógar. Aðsend Það vekur sérstaka athygli á nýja stofnunin er ekki með neinar ákveðnar höfuðstöðvar. „Við erum með stafrænar höfuðstöðvar, það er bara þannig og það er bara algjörlega satt og rétt. Þeir sem að vilja hitta okkur eða tala við okkur þeir hafa samband við okkur iðulega með stafrænum hætti,” segir Ágúst. Heimasíðan
Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira