Bjóða til afmælisveislu í Laugardalshöll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2024 10:35 Erpur Eyvindarson lofar svakalegum tónleikum í Laugardalshöll. Anna Margrét Árnadóttir XXX Rottweilerhundar blása til risatónleika í Laugardalshöll föstudaginn 17. maí. Um er að ræða 25 ára afmælistónleika sveitarinnar. Hljómsveitin kom fyrst saman árið 1999 en skaust svo upp á stjörnuhimininn í mars árið 2000 þegar sveitin vann Músíktilraunir. Þegar síðan samnefnd platínuplata hljómsveitarinnar kom út undir lok árs 2001 varð sprenging sem ekki sér fyrir endann á, eins og segir í tilkynningu vegna tónleikanna. „Rottweilerhundar eru brautryðjendur íslenskrar rappsenu og í kjölfar þeirra fylgdi ótal tónlistarmanna sem gáfu út rapp á íslensku. Seinni plata Rottweiler kom út árið 2002 en undanfarin ár hefur hljómsveitin gefið út lög með reglulegu millibili sem öll hafa notið mikilla vinsælda.“ Erpur Eyvindarson, BlazRoca, er spenntur fyrir tónleikunum. „Það stóð alltaf til að fagna 20 ára afmælinu með stórum tónleikum en heimsfaraldurinn kom í veg fyrir það. Þess í stað ætlum við að keyra á þetta núna þar sem við nálgumst 25 ára aldurinn, xxxR og meðlimir, við erum allir alltaf 25 ára“ segir Erpur sem fagnar 47 ára afmæli á árinu. Landslið tónlistarmanna hefur í gegnum tíðina komið við sögu í lögum Rottweilerhunda og stendur til að fá marga góða gesti á tónleikana til að gera þá sem glæsilegasta og segja sögu þessarar stórmerku hljómsveitar. „Það er alveg óhætt að lofa rosalegri sýningu, stemningin sem myndast á tónleikum okkar hefur alltaf verið bandbrjáluð. Við erum svo fáránlega æstir í að leggja allt okkar í hvert einasta smáatriði, fyrir fulla Laugardalshöll af okkar yfirburða aðdáendum“ segir Ágúst Bent Sigbertsson, Bent, um tónleikana. Miðasala á tónleikana hefst á föstudaginn, 12. janúar, og fer fram á midix.is. Miði í stæði kostar 7900 krónur en 11900 krónur í stúku. Fróðlegt verður að sjá hverjum verður boðið á tónleikana en í einu vinsælasta lagi sveitarinnar, Þér er ekki boðið, er talinn upp listi af fólki sem annars vegar er ekki boðið og hins vegar er boðið. Meðal þeirra sem er boðið má nefna Ástþór Magnússon, Einar Bárðarson, kvennadeild Breiðabliks og Ómar Ragnarsson. Tónlist Tímamót Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Hljómsveitin kom fyrst saman árið 1999 en skaust svo upp á stjörnuhimininn í mars árið 2000 þegar sveitin vann Músíktilraunir. Þegar síðan samnefnd platínuplata hljómsveitarinnar kom út undir lok árs 2001 varð sprenging sem ekki sér fyrir endann á, eins og segir í tilkynningu vegna tónleikanna. „Rottweilerhundar eru brautryðjendur íslenskrar rappsenu og í kjölfar þeirra fylgdi ótal tónlistarmanna sem gáfu út rapp á íslensku. Seinni plata Rottweiler kom út árið 2002 en undanfarin ár hefur hljómsveitin gefið út lög með reglulegu millibili sem öll hafa notið mikilla vinsælda.“ Erpur Eyvindarson, BlazRoca, er spenntur fyrir tónleikunum. „Það stóð alltaf til að fagna 20 ára afmælinu með stórum tónleikum en heimsfaraldurinn kom í veg fyrir það. Þess í stað ætlum við að keyra á þetta núna þar sem við nálgumst 25 ára aldurinn, xxxR og meðlimir, við erum allir alltaf 25 ára“ segir Erpur sem fagnar 47 ára afmæli á árinu. Landslið tónlistarmanna hefur í gegnum tíðina komið við sögu í lögum Rottweilerhunda og stendur til að fá marga góða gesti á tónleikana til að gera þá sem glæsilegasta og segja sögu þessarar stórmerku hljómsveitar. „Það er alveg óhætt að lofa rosalegri sýningu, stemningin sem myndast á tónleikum okkar hefur alltaf verið bandbrjáluð. Við erum svo fáránlega æstir í að leggja allt okkar í hvert einasta smáatriði, fyrir fulla Laugardalshöll af okkar yfirburða aðdáendum“ segir Ágúst Bent Sigbertsson, Bent, um tónleikana. Miðasala á tónleikana hefst á föstudaginn, 12. janúar, og fer fram á midix.is. Miði í stæði kostar 7900 krónur en 11900 krónur í stúku. Fróðlegt verður að sjá hverjum verður boðið á tónleikana en í einu vinsælasta lagi sveitarinnar, Þér er ekki boðið, er talinn upp listi af fólki sem annars vegar er ekki boðið og hins vegar er boðið. Meðal þeirra sem er boðið má nefna Ástþór Magnússon, Einar Bárðarson, kvennadeild Breiðabliks og Ómar Ragnarsson.
Tónlist Tímamót Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira