Verður stórfyrirtækjum hlíft við „sáttinni“? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 11. janúar 2024 09:30 „Á Íslandi er samfélagssáttmáli um jöfnuð... ekki bara í þeim kjarasamningum sem við gerum heldur líka í skattkerfinu okkar...“ sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í grein í Morgunblaðinu á nýársdag. Kallar hún þar óbeint eftir stuðningi lesenda við krónutöluhækkun í launum og tugmilljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, með það að markmiði að innsigla kjarasamninga SA og félaga ASÍ sem fara fyrir tæplega helmingi grunnlaunavísitölunnar á Íslandi.* Með jafnri krónutöluhækkun verður stöndugum stórfyrirtækjum t.d. bönkum að mestu hlíft við miklum prósentuhækkunum launa en meiri byrðum velt á atvinnugreinar sem borga lág laun. Jöfn krónutöluhækkun mun draga enn frekar úr hvata til menntunar og stuðla að áframhaldandi kaupmáttarrýrnun í launum stórs hluta millistéttar. Það er því miður ekki líklegt að leið SA og „breiðfylkingar“ ASÍ muni stuðla að sátt á vinnumarkaði, heldur leiða til átaka og verkfalla. Andstætt markmiði okkar allra; að ná niður verðbólgu og vöxtum. En hvað þarf til? * Í grein Stefáns Ólafssonar er inntak greinar minnar frá nýársdegi rangtúlkað. Vægi í grunnlaunavísitölu veitir vísbendingu um hlutdeild í launakostnaði hagkerfisins, ekki um fjölda einstaklinga í bandalögum. Í greininni er því einnig ranglega haldið fram að meirihluti kvenna sé án háskólaprófs. Hið rétta er að 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólapróf. Blandaður samningur sanngjarnari fyrir fyrirtæki og launafólk Samtök atvinnulífsins hafa sögulega séð verið höll undir kjarasamninga sem útfæra launahækkanir í krónutölum. Heildarkostnaður slíkra samninga fyrir fyrirtæki landsins er enda oft minni en kjarasamninga með jöfnum prósentuhækkunum. Krónutöluhækkanirnar leiða þó til mismikilla prósentuhækkana hjá fyrirtækjum og byrði kjarasamninga því misdreift. Krónutöluhækkanir jafngilda t.a.m. háum prósentuhækkunum í atvinnugreinum sem borga lægri laun t.d. í ferðaþjónustu og verslun. Fyrirtækjum sem hafa minnsta „svigrúmið til launahækkana“. Arðbærum stórfyrirtækjum með sérfræðinga innanborðs t.d. fjármálafyrirtækjum og hátæknifyrirtækjum er hlíft við dýrum kjarasamningum þegar útfærslan er í jafnri krónutölu. Þeim fyrirtækjum sem helst hafa efni á að greiða hærri laun án þess að velta hækkuninni í verðlag! Kjarasamningur með blandaðri leið prósentuhækkana og lágmarkskrónutöluhækkana gæti verið betur til þess fallinn að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði og draga úr verðbólguþrýstingi. Laun hjá meginþorra launafólks myndu hækka hlutfallslega jafnt en lágmarkskrónutala myndi tryggja láglaunafólki meiri hlutfallshækkanir en öðrum. Hagvaxtarauki yrði í öllum samningum og aðkoma ríkis og sveitarfélaga myndi skapa frekari varnir fyrir þau sem minnst hafa milli handanna. Allir þurfa að koma að fjármögnun sáttmálans Af fréttum að dæma fara samningsaðilar SA og „breiðfylkingar ASÍ“ fram á 20-30 milljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, án þess að meiri tekna verði aflað á móti t.d. frá ríkasta 0,1% landsmanna. Að óbreyttu skattkerfi verður aðgerðin því að mestu fjármögnuð af millistéttinni í formi beinna og óbeinna skatta. Óþarft er að rekja hér andstöðu SA við aukna skattheimtu á stórfyrirtæki, nægir að nefna hækkun auðlindagjalds eða hækkun fjármagnstekjuskatta. Skortur á samtali milli almenns- og opinbers vinnumarkaðar er einn helsti gallinn á íslenska vinnumarkaðslíkaninu en núverandi aðstæður bjóða loks upp á tækifæri til að taka á þeim vanda. SA, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, sveitarfélög og ríki þurfa nú að eiga yfirvegað samtal um samfélagssáttmálann. Samfélagssáttmála sem er ekki að mestu borinn af millistéttinni og litlum fyrirtækjum. Ef okkur tekst vel til ættu samningsaðilar, launagreiðendur og stéttarfélög, að geta gengið frá hagfelldum kjarasamningum fljótt og örugglega. Að gefnu tilefni skal skýrt tekið fram að BHM styður alla viðleitni til að bæta kjör láglaunahópa en hvetur aðila til að horfa heildstætt á málin og verkefnið framundan. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
„Á Íslandi er samfélagssáttmáli um jöfnuð... ekki bara í þeim kjarasamningum sem við gerum heldur líka í skattkerfinu okkar...“ sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í grein í Morgunblaðinu á nýársdag. Kallar hún þar óbeint eftir stuðningi lesenda við krónutöluhækkun í launum og tugmilljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, með það að markmiði að innsigla kjarasamninga SA og félaga ASÍ sem fara fyrir tæplega helmingi grunnlaunavísitölunnar á Íslandi.* Með jafnri krónutöluhækkun verður stöndugum stórfyrirtækjum t.d. bönkum að mestu hlíft við miklum prósentuhækkunum launa en meiri byrðum velt á atvinnugreinar sem borga lág laun. Jöfn krónutöluhækkun mun draga enn frekar úr hvata til menntunar og stuðla að áframhaldandi kaupmáttarrýrnun í launum stórs hluta millistéttar. Það er því miður ekki líklegt að leið SA og „breiðfylkingar“ ASÍ muni stuðla að sátt á vinnumarkaði, heldur leiða til átaka og verkfalla. Andstætt markmiði okkar allra; að ná niður verðbólgu og vöxtum. En hvað þarf til? * Í grein Stefáns Ólafssonar er inntak greinar minnar frá nýársdegi rangtúlkað. Vægi í grunnlaunavísitölu veitir vísbendingu um hlutdeild í launakostnaði hagkerfisins, ekki um fjölda einstaklinga í bandalögum. Í greininni er því einnig ranglega haldið fram að meirihluti kvenna sé án háskólaprófs. Hið rétta er að 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólapróf. Blandaður samningur sanngjarnari fyrir fyrirtæki og launafólk Samtök atvinnulífsins hafa sögulega séð verið höll undir kjarasamninga sem útfæra launahækkanir í krónutölum. Heildarkostnaður slíkra samninga fyrir fyrirtæki landsins er enda oft minni en kjarasamninga með jöfnum prósentuhækkunum. Krónutöluhækkanirnar leiða þó til mismikilla prósentuhækkana hjá fyrirtækjum og byrði kjarasamninga því misdreift. Krónutöluhækkanir jafngilda t.a.m. háum prósentuhækkunum í atvinnugreinum sem borga lægri laun t.d. í ferðaþjónustu og verslun. Fyrirtækjum sem hafa minnsta „svigrúmið til launahækkana“. Arðbærum stórfyrirtækjum með sérfræðinga innanborðs t.d. fjármálafyrirtækjum og hátæknifyrirtækjum er hlíft við dýrum kjarasamningum þegar útfærslan er í jafnri krónutölu. Þeim fyrirtækjum sem helst hafa efni á að greiða hærri laun án þess að velta hækkuninni í verðlag! Kjarasamningur með blandaðri leið prósentuhækkana og lágmarkskrónutöluhækkana gæti verið betur til þess fallinn að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði og draga úr verðbólguþrýstingi. Laun hjá meginþorra launafólks myndu hækka hlutfallslega jafnt en lágmarkskrónutala myndi tryggja láglaunafólki meiri hlutfallshækkanir en öðrum. Hagvaxtarauki yrði í öllum samningum og aðkoma ríkis og sveitarfélaga myndi skapa frekari varnir fyrir þau sem minnst hafa milli handanna. Allir þurfa að koma að fjármögnun sáttmálans Af fréttum að dæma fara samningsaðilar SA og „breiðfylkingar ASÍ“ fram á 20-30 milljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, án þess að meiri tekna verði aflað á móti t.d. frá ríkasta 0,1% landsmanna. Að óbreyttu skattkerfi verður aðgerðin því að mestu fjármögnuð af millistéttinni í formi beinna og óbeinna skatta. Óþarft er að rekja hér andstöðu SA við aukna skattheimtu á stórfyrirtæki, nægir að nefna hækkun auðlindagjalds eða hækkun fjármagnstekjuskatta. Skortur á samtali milli almenns- og opinbers vinnumarkaðar er einn helsti gallinn á íslenska vinnumarkaðslíkaninu en núverandi aðstæður bjóða loks upp á tækifæri til að taka á þeim vanda. SA, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, sveitarfélög og ríki þurfa nú að eiga yfirvegað samtal um samfélagssáttmálann. Samfélagssáttmála sem er ekki að mestu borinn af millistéttinni og litlum fyrirtækjum. Ef okkur tekst vel til ættu samningsaðilar, launagreiðendur og stéttarfélög, að geta gengið frá hagfelldum kjarasamningum fljótt og örugglega. Að gefnu tilefni skal skýrt tekið fram að BHM styður alla viðleitni til að bæta kjör láglaunahópa en hvetur aðila til að horfa heildstætt á málin og verkefnið framundan. Höfundur er formaður BHM.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun