Leikmenn misstu meðvitund í flugvélinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2024 07:31 Leikmenn Gambíu sést hér saman í flugvél eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum sambandsins. @TheGambiaFF Litlu munaði að illa færi þegar gambíska landsliðið var á leiðinni á Afríkumótið í knattspyrnu í gær. Eftir aðeins nokkrar mínútna flugferð var ljóst að eitthvað mikið var að og leikmenn liðsins í lífshættu. Flugvélinni var snúið til baka og lenti hún eftir aðeins tíu mínútna martraðarflug. Leikmenn og starfsmenn misstu meðvitund í fluginu þar sem súrefnisskortur var í flugvélinni og loftþrýstingurinn féll inn í vélinni. Afcon 2023: Gambia squad 'could have died' on flight to Ivory Coast https://t.co/jmKRc9nhrc— BBC News (World) (@BBCWorld) January 11, 2024 Tom Saintfiet, þjálfari Gambíu, segir að litlu hafi munað að mjög illa færi en liðið hans var þarna að ferðast í fimmtíu manna flugvél frá Banjul, höfuðborg Gambíu, til Fílabeinsstrandarinnar. Flugvélin var leiguflug frá flugfélagi Fílabeinsstrandarinnar en flugfélagið segir að verið sé að skoða hvað gerðist í vélinni. „Við vorum hreinlega að deyja í vélinni. Það var ekkert súrefni í vélinni, allir sofnuðu, misstu svolítið meðvitund og flugmaðurinn ákvað eftir að tíu mínútur að lenda til að bjarga lífi okkar. Það duttu engar súrefnisgrímur niður þegar loftþrýstingurinn féll. Ég er tilbúinn að deyja fyrir Gambíu en bara inn á fótboltavellinum ekki utan hans. Ég hélt um tíma að ég væri að deyja,“ sagði Tom Saintfiet við ESPN. "In Airplane, Running Out Of Oxygen": How Gambia's AFCON Flight Almost Turned Into A Disasterhttps://t.co/EKG8OyrUMl— NDTV Sports (@Sports_NDTV) January 12, 2024 Saidy Janko, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáði sig um atvikið á samfélagsmiðlum. „Óásættanlegt. Eftir að hafa ferðast í 32 tíma í heildina frá æfingabúðunum í Sádí Arabíu með löngum stoppum í Istanbul og Casablanca þá áttum við að fljúga frá Gambíu til Fílabeinsstrandarinnar í dag til að keppa í Afríkukeppninni. Um leið og við stigum inn í litlu flugvélina sem átti að fljúga með okkur þá tókum við eftir miklum hita inn í vélinni en flugþjónarnir sögðu að loftkælingin færi í gang þegar við kæmust í lotið,“ skrifaði Saidy Janko. „Þessi mikli hiti ásamt súrefnisskorti sá til þess að margir voru með mikinn hausverk og rosalegan svima. Enn fremur fór fólk að missa meðvitund stuttu eftir að við fórum í loftið,“ lýsir Janko. Gambía er í riðli með Senegal, Kamerún og Gíneu. Fyrsti leikur liðsins er á móti Senegal eftir þrjá daga. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Afríkukeppnin í fótbolta Gambía Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Leikmenn og starfsmenn misstu meðvitund í fluginu þar sem súrefnisskortur var í flugvélinni og loftþrýstingurinn féll inn í vélinni. Afcon 2023: Gambia squad 'could have died' on flight to Ivory Coast https://t.co/jmKRc9nhrc— BBC News (World) (@BBCWorld) January 11, 2024 Tom Saintfiet, þjálfari Gambíu, segir að litlu hafi munað að mjög illa færi en liðið hans var þarna að ferðast í fimmtíu manna flugvél frá Banjul, höfuðborg Gambíu, til Fílabeinsstrandarinnar. Flugvélin var leiguflug frá flugfélagi Fílabeinsstrandarinnar en flugfélagið segir að verið sé að skoða hvað gerðist í vélinni. „Við vorum hreinlega að deyja í vélinni. Það var ekkert súrefni í vélinni, allir sofnuðu, misstu svolítið meðvitund og flugmaðurinn ákvað eftir að tíu mínútur að lenda til að bjarga lífi okkar. Það duttu engar súrefnisgrímur niður þegar loftþrýstingurinn féll. Ég er tilbúinn að deyja fyrir Gambíu en bara inn á fótboltavellinum ekki utan hans. Ég hélt um tíma að ég væri að deyja,“ sagði Tom Saintfiet við ESPN. "In Airplane, Running Out Of Oxygen": How Gambia's AFCON Flight Almost Turned Into A Disasterhttps://t.co/EKG8OyrUMl— NDTV Sports (@Sports_NDTV) January 12, 2024 Saidy Janko, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáði sig um atvikið á samfélagsmiðlum. „Óásættanlegt. Eftir að hafa ferðast í 32 tíma í heildina frá æfingabúðunum í Sádí Arabíu með löngum stoppum í Istanbul og Casablanca þá áttum við að fljúga frá Gambíu til Fílabeinsstrandarinnar í dag til að keppa í Afríkukeppninni. Um leið og við stigum inn í litlu flugvélina sem átti að fljúga með okkur þá tókum við eftir miklum hita inn í vélinni en flugþjónarnir sögðu að loftkælingin færi í gang þegar við kæmust í lotið,“ skrifaði Saidy Janko. „Þessi mikli hiti ásamt súrefnisskorti sá til þess að margir voru með mikinn hausverk og rosalegan svima. Enn fremur fór fólk að missa meðvitund stuttu eftir að við fórum í loftið,“ lýsir Janko. Gambía er í riðli með Senegal, Kamerún og Gíneu. Fyrsti leikur liðsins er á móti Senegal eftir þrjá daga. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Afríkukeppnin í fótbolta Gambía Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira