32 naggrísum komið fyrir á fósturheimili Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2024 10:10 Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp fjölmenntu á þremur bílum með fleiri búr og sóttu naggrísina. Í ljós kom að þeir voru 32 talsins og höfðu dvalið í óupphituðu húsi. vísir Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp Íslands forðuðu 32 naggrísum frá aflífun með því að koma þeim úr óupphituðu hesthúsi og yfir á fósturheimili. Þeir leita nú að framtíðarheimili. Fyrir jól hafði dýralæknir samband við Dýrahjálp Íslands og sagði að hún hefði fengið beiðni um að aflífa fleiri en tuttugu naggrísi sem fundust í hesthúsi. „Og hún hafði samband við okkur til að athuga hvort við hefðum tök á að taka við þeim frekar og í kjölfarið var sú sem átti þá mjög hamingjusöm með að hægt væri að koma þeim annað í stað þess að aflífa þá,“ Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Dýrin hafi verið í góðu ásigkomulagi og við góða heilsu enda segir Sonja að hugsað hafi verið vel um þá. Sonja og Aron starfa hjá dýrahjálp. Harpa Valdís er nú með þrjá naggrísi í fóstri sem bíða þess að komast á framtíðarheimili.einar árnason Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp fjölmenntu á þremur bílum með fleiri búr og sóttu naggrísina. Í ljós kom að þeir voru 32 talsins og höfðu dvalið í óupphituðu húsi. „Naggrísir eru hitabeltisdýr og vilja frekar vera í mjög hlýju umhverfi. Koma frá Suður-Ameríku og líður mjög illa í kulda.“ Hver og einn naggrís var vigtaður. kyngreindur og klærnar klipptar. Þeim var öllum komið fyrir á fósturheimilum og leita nú að framtíðarheimili. Dýrin voru öll vigtuð og þau kyngreind.dýrahálp íslands „Ég hef átt núna fimm naggrísi og þetta eru yndisleg dýr, það er eins og bíó að fylgjast með þeim. Þeir eru ekkert smá fyndnir, sagði Aron Ingi Smárason,“ sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp Íslands. Þeir séu stórskemmtilegir en þarfnist pláss og tíma. Dýrin lifa í fimm til sjö ár. Eru hópdýr og líður best nokkrum saman. Svakalegt krútt.einar árnason Harpa er ein þeirra sem hefur skotið skjólshúsi yfir dýr og tekið þau í fóstur þar til framtíðarheimili finnst. „Ég hef verið neyðarfóstur aðallega og svo ákvað ég að taka við þessum grísum núna, þær eru svolítið mikið skemmtilegar,“ segir Harpa Valdís Þorkelsdóttir, með naggrísi í fóstri. Þessum finnst ferskt grænmeti hrikalega gott eins og flestum naggrísum.einar árnason Á vefsíðu Dýrahjálpar má finna yfirlit yfir þau dýr sem eru í heimilisleit og hvetja Aron og Sonja þau sem eru áhugasöm um að hafa samband. Lubbi er eini naggrísinn sem kominn er á framtíðarheimili. Og sjáið hvað hann er kátur með það. dýrahjálp íslands Myndir þú mæla með þessu? „Algjörlega, ef þú ert með plássið og finnst lítil dýr skemmtileg sem gefa alls konar hljóð frá sér. Klárlega.“ Dýr Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Fyrir jól hafði dýralæknir samband við Dýrahjálp Íslands og sagði að hún hefði fengið beiðni um að aflífa fleiri en tuttugu naggrísi sem fundust í hesthúsi. „Og hún hafði samband við okkur til að athuga hvort við hefðum tök á að taka við þeim frekar og í kjölfarið var sú sem átti þá mjög hamingjusöm með að hægt væri að koma þeim annað í stað þess að aflífa þá,“ Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Dýrin hafi verið í góðu ásigkomulagi og við góða heilsu enda segir Sonja að hugsað hafi verið vel um þá. Sonja og Aron starfa hjá dýrahjálp. Harpa Valdís er nú með þrjá naggrísi í fóstri sem bíða þess að komast á framtíðarheimili.einar árnason Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp fjölmenntu á þremur bílum með fleiri búr og sóttu naggrísina. Í ljós kom að þeir voru 32 talsins og höfðu dvalið í óupphituðu húsi. „Naggrísir eru hitabeltisdýr og vilja frekar vera í mjög hlýju umhverfi. Koma frá Suður-Ameríku og líður mjög illa í kulda.“ Hver og einn naggrís var vigtaður. kyngreindur og klærnar klipptar. Þeim var öllum komið fyrir á fósturheimilum og leita nú að framtíðarheimili. Dýrin voru öll vigtuð og þau kyngreind.dýrahálp íslands „Ég hef átt núna fimm naggrísi og þetta eru yndisleg dýr, það er eins og bíó að fylgjast með þeim. Þeir eru ekkert smá fyndnir, sagði Aron Ingi Smárason,“ sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp Íslands. Þeir séu stórskemmtilegir en þarfnist pláss og tíma. Dýrin lifa í fimm til sjö ár. Eru hópdýr og líður best nokkrum saman. Svakalegt krútt.einar árnason Harpa er ein þeirra sem hefur skotið skjólshúsi yfir dýr og tekið þau í fóstur þar til framtíðarheimili finnst. „Ég hef verið neyðarfóstur aðallega og svo ákvað ég að taka við þessum grísum núna, þær eru svolítið mikið skemmtilegar,“ segir Harpa Valdís Þorkelsdóttir, með naggrísi í fóstri. Þessum finnst ferskt grænmeti hrikalega gott eins og flestum naggrísum.einar árnason Á vefsíðu Dýrahjálpar má finna yfirlit yfir þau dýr sem eru í heimilisleit og hvetja Aron og Sonja þau sem eru áhugasöm um að hafa samband. Lubbi er eini naggrísinn sem kominn er á framtíðarheimili. Og sjáið hvað hann er kátur með það. dýrahjálp íslands Myndir þú mæla með þessu? „Algjörlega, ef þú ert með plássið og finnst lítil dýr skemmtileg sem gefa alls konar hljóð frá sér. Klárlega.“
Dýr Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira