Viðbrögð við nýjum veruleika Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 15. janúar 2024 15:01 Í gærmorgun vaknaði íslenska þjóðin við atburð sem flestir höfðu óttast lengi. Eldgos var hafið í næsta nágrenni við Grindavík og hraunflæði streymdi í átt að byggð. Eftir því sem atburðarás þróaðist fram eftir degi var ljóst að nýr veruleiki blasti við Grindvíkingum og þjóðinni allri í áföllum og afleiðingum af þessum eldsumbrotum og jarðhræringum á Reykjanesskaga. Það er vart hægt að ímynda sér þá vanmáttartilfinningu að vera vísað af heimilum sínum, vera vísað á brott frá griðastað fjölskyldunnar, vera vísað úr húsum sínum sem geyma góðar minningar og framtíðar vonir. Þá vanmáttartilfinningu að horfa á heimili sitt úr fjarska í myndefni fjölmiðla og sjá þá ógnvekjandi eyðileggingu sem óvægin náttúruöflin valda. Þá vanmáttartilfinningu að mega ekki vitja eigna sinna og geta ekkert aðhafst í eignabjörgun. Stefna stjórnvalda í málefnum Grindvíkinga, hefur verið að leggja kapp á vinna að endurbótum bæjarins eftir því sem aðstæður og framtíðarhorfur leyfa. En gærdagurinn og sá sorglegi atburður sem átti sér stað í síðustu viku, þegar maður sem vann við endurbætur í Grindavík, hvarf ofan í jörðina, eru þættir sem marka mikil skil í aðstæðum og umfangi þess veigamikla verkefnis að endurreisa blómlega byggð í Grindavík. Vonin er mikilvæg og verðugt að halda í hana sem lengst, en jafnframt vita hvar þarf að endurmeta tiltekna tilvist hennar og af rökhyggju vera reiðubúin að sleppa af henni takinu. Láta hana ekki vera aftrandi afl í að leita annarra leiða til lengri tíma, því vonin getur líka snúist í vonbrigði. Margir stjórnmálamenn hafa nú stigið fram í fjölmiðlum og rætt um næstu skref í kjölfar þessara atburða. Fram kom í máli forsetisráðherra í gær að nú í dag yrðu kynntar framhaldsaðgerðir fyrir Grindvíkinga. En í hverju því verki er ákefðar krefur, þá þarf líka að gefa sér stund til að staldra við, líta heildrænt á hluti og horfa til þess hvaða gæði og gildi vega þyngst í því sem ákvarða á. Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að hafa ávallt svör við öllu, vandaðir stjórnmálamenn þurfa öðru fremur að kunna að hlusta. Leitast við að afla sér þekkingar á þeim viðfangsefnum sem þeir eiga við hverju sinni í embættis- og þingverkum sínum. Leitast við að hlusta á þá einstaklinga er veita þeim umboð til verka sinna, þá einstaklinga sem stjórmálamenn sækja völd sín til í lögbundinni kosningu. Þess ber þó að geta að samkvæmt 48 gr. Stjórnarskrár Íslands eru alþingismenn aðeins bundnir við sannfæringu sína. En sú sannfæring er best byggð á traustum og trúverðugum grunni upplýsinga og álits þeirra sem best þekkja til hverju sinni. Í þeirri stöðu sem nú er uppi þá eru það öðrum fremur íbúar Grindavíkur og fræðimenn á sviði jarðvísinda. Nú þarf viðbrögð við nýjum veruleika, ljóst er að eyðilegging í Grindavík er meiri en vonað var. Margir íbúar Grindavíkur eru í mikilli óvissu um sína framtíð og framtíðarhorfur. Verkefni stjórnvalda nú er að tryggja öryggi og velferð manna og dýra þess samfélags. Leita allra leiða til að greiða götu fólks í að koma undir sig fótunum fjarri hættusvæðum og ótta, hvort sem það verður til skemmri eða lengri tíma. Finna þarf mannúðlega lausn á eignarhaldi húsnæðis í Grindavík, sem lokar þó ekki á endurkomu þegar aðstæður leyfa. Verkefni stjórnvalda er að vinna þau verk af kostgæfni og kærleika með einlægan vilja og óskir íbúa Grindavíkur að leiðarljósi Þó byggð kunni mögulega ekki að byggjast á ný í bráð, þá verður Grindavík þar sem Grindvíkingar eru. Eitt sinn Grindvíkingur ávallt Grindvíkingur. Höfundur er forstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hnefill Örlygsson Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í gærmorgun vaknaði íslenska þjóðin við atburð sem flestir höfðu óttast lengi. Eldgos var hafið í næsta nágrenni við Grindavík og hraunflæði streymdi í átt að byggð. Eftir því sem atburðarás þróaðist fram eftir degi var ljóst að nýr veruleiki blasti við Grindvíkingum og þjóðinni allri í áföllum og afleiðingum af þessum eldsumbrotum og jarðhræringum á Reykjanesskaga. Það er vart hægt að ímynda sér þá vanmáttartilfinningu að vera vísað af heimilum sínum, vera vísað á brott frá griðastað fjölskyldunnar, vera vísað úr húsum sínum sem geyma góðar minningar og framtíðar vonir. Þá vanmáttartilfinningu að horfa á heimili sitt úr fjarska í myndefni fjölmiðla og sjá þá ógnvekjandi eyðileggingu sem óvægin náttúruöflin valda. Þá vanmáttartilfinningu að mega ekki vitja eigna sinna og geta ekkert aðhafst í eignabjörgun. Stefna stjórnvalda í málefnum Grindvíkinga, hefur verið að leggja kapp á vinna að endurbótum bæjarins eftir því sem aðstæður og framtíðarhorfur leyfa. En gærdagurinn og sá sorglegi atburður sem átti sér stað í síðustu viku, þegar maður sem vann við endurbætur í Grindavík, hvarf ofan í jörðina, eru þættir sem marka mikil skil í aðstæðum og umfangi þess veigamikla verkefnis að endurreisa blómlega byggð í Grindavík. Vonin er mikilvæg og verðugt að halda í hana sem lengst, en jafnframt vita hvar þarf að endurmeta tiltekna tilvist hennar og af rökhyggju vera reiðubúin að sleppa af henni takinu. Láta hana ekki vera aftrandi afl í að leita annarra leiða til lengri tíma, því vonin getur líka snúist í vonbrigði. Margir stjórnmálamenn hafa nú stigið fram í fjölmiðlum og rætt um næstu skref í kjölfar þessara atburða. Fram kom í máli forsetisráðherra í gær að nú í dag yrðu kynntar framhaldsaðgerðir fyrir Grindvíkinga. En í hverju því verki er ákefðar krefur, þá þarf líka að gefa sér stund til að staldra við, líta heildrænt á hluti og horfa til þess hvaða gæði og gildi vega þyngst í því sem ákvarða á. Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að hafa ávallt svör við öllu, vandaðir stjórnmálamenn þurfa öðru fremur að kunna að hlusta. Leitast við að afla sér þekkingar á þeim viðfangsefnum sem þeir eiga við hverju sinni í embættis- og þingverkum sínum. Leitast við að hlusta á þá einstaklinga er veita þeim umboð til verka sinna, þá einstaklinga sem stjórmálamenn sækja völd sín til í lögbundinni kosningu. Þess ber þó að geta að samkvæmt 48 gr. Stjórnarskrár Íslands eru alþingismenn aðeins bundnir við sannfæringu sína. En sú sannfæring er best byggð á traustum og trúverðugum grunni upplýsinga og álits þeirra sem best þekkja til hverju sinni. Í þeirri stöðu sem nú er uppi þá eru það öðrum fremur íbúar Grindavíkur og fræðimenn á sviði jarðvísinda. Nú þarf viðbrögð við nýjum veruleika, ljóst er að eyðilegging í Grindavík er meiri en vonað var. Margir íbúar Grindavíkur eru í mikilli óvissu um sína framtíð og framtíðarhorfur. Verkefni stjórnvalda nú er að tryggja öryggi og velferð manna og dýra þess samfélags. Leita allra leiða til að greiða götu fólks í að koma undir sig fótunum fjarri hættusvæðum og ótta, hvort sem það verður til skemmri eða lengri tíma. Finna þarf mannúðlega lausn á eignarhaldi húsnæðis í Grindavík, sem lokar þó ekki á endurkomu þegar aðstæður leyfa. Verkefni stjórnvalda er að vinna þau verk af kostgæfni og kærleika með einlægan vilja og óskir íbúa Grindavíkur að leiðarljósi Þó byggð kunni mögulega ekki að byggjast á ný í bráð, þá verður Grindavík þar sem Grindvíkingar eru. Eitt sinn Grindvíkingur ávallt Grindvíkingur. Höfundur er forstjóri.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun