Ákall til auðvaldsins Gunnar Dan Wiium skrifar 17. janúar 2024 07:30 Í upphafi þessa pistils skal það tekið fram að höfundurinn er einfaldur í augum heimsins. Hann er ekki með háskólagráður í stjórnmála, viðskipta, hag né samfélagsfræðum. Hann er einfaldur búðarkall sem selur rennibekki og sporjárn í dagtímann. En hann veltir fyrir sér, veltir steinum og staldrar við í endurspeglun sinni á þeim sviptingum sem eiga sér stað í samfélagi að hverju sinni. Nú eiga sér stað hamfarir á landinu þar sem ekki bara líf fólks er í hættu og þá sérstaklega þeirra manna og kvenna sem leggja sitt á vogaskálarnar á svæðum sem vægast sagt eru óútreiknanleg. Aleigur fólks í formi fasteigna eru að svo stöddu orðin að engu og óvissan algjör. Fólkið er heimilislaust og atvinnustarfsemi margra er í lamasessi sem í mörgum tilfellum getur aðeins endað á einn veg. Í botn og grunn er allt í skrúfunni og við mennirnir sem hugsum lausnamiðað í dögum eða vikum getum verið að horfa á senu sem varir í ár eða áratugi, allt eftir hentugleika jarðskorpu og fljótandi grjóts. Fólkið talar um ákall til stjórnvalda eins og um ræðir einhverja sjálfbæra einingu sem situr á gulli sem hægt er að nota í að kaupa upp eignir bæta orðið tjón. Eflaust eru sjóðir sem ætlaðir eru í tilfelli sem þessi en eins og mér var réttilega bent á í morgun af mun klárari manneskju en ég sjálfur þá þýðir það ekki að sjóðirnir séu stútfullir af peningum. Þeir hafa mögulega bara verið notaðir í eitthvað, peningarnir. Svona eins og á svona venjulegu heimili þá eru sumir með varasjóð, svona sjóð til að kaupa nýja þvottavél eða fara í frí og svoleiðis. Hvað gerist svo ef það springur lögn í kjallaranum og allt í einu ertu með feitan reikning frá píparanum á heimabankanum? Það er kannski ekki til neinn sjóður sem heitir píparasjóðurinn en þá er bara vaðið í næsta sjóð, frísjóðinn eða þvottavélasjóðinn. Svo gerir fólkið ákall til stjórnvalda eins og reikningurinn endi einhverstaðar annarstaðar en í aukinni skattinnheimtu og gjöldum. Pupullinn borgar brúsan þegar öllu er á botninn hvolft. Svo pælingin mín er, af hverju erum við ekki að gera ákall til auðvalds í bland við stjórnvöld? Afhverju stígur auðvaldið ekki inn á svona fordæmalausu tímum í nafni sameiginlegrar velferðar? Af Hverju er auðvaldið undanþegið ábyrgðar í tilfellum sem þessum? Sjáið þennan ríka í hjólastólnum, hann hendir nokkrum miðum í rampa hér og þar og maðurinn er vinsælastur og frábærastur og maður ársins fyrir vikið: Fólkið elskar hann og alveg vel skiljanlega enda góður stíll að láta sér málið varða. Hér er á ferðinni maður með virka samkennd sem sér ekki bara fært að leyfa öðrum að njóta góðs af sjóðnum sem hann býr yfir því hann er svo brjálæðislega ríkur. Hann andskotans ekki út í stjórnvöld fyrir að vera svona miklir fátækir aumingjar heldur hrindir hann bara verkefninu af stað í samvinnu með stjórnvöldum. Þetta er fordæmi fyrir þá samfélagslegu ábyrgð sem mér, einfalda búðarkallinum, finnst að auðvalds manneskjur ættu mögulega að tileinka sér. Þessi tilturlega stóri hópur ofurríkra á Íslandi ættu að hittast yfir brunch og gera plan sem snýr að stofnun sjóðs sem þeir sem minna mega sín geta notið góðs af. Þessir óheppnu einstaklingar sem eru að missa aleiguna sína á þunnri jarðskorpu eru korter í áfallastreitu sem bitnar ekki bara á þeim sjálfum heldur skerðir getu þeirra til að geta veitt börnum sínum og mökum tilfinningalegt og félagslegt öryggi, sannt lýðheilsuvandamál stór hóps er í aðsvífi. Ríkt vantraust og mikil gremja ríkir á þessu landi í garð þeirra ofurríkra. Pupulnum finnst eins og þeir hafi verið beittir ósanngirni og má eflaust rekja þessar tilfinningar og upplifun til hrunsins þar sem raunveruleg samfélagsvitund þessa lands kom skýrt í ljós. Auðvalds einstaklingarnir geta í þessum aðstæðum ekki bara látið gott af sér leiða í þágu samfélagsins heldur vinna þeir vinsældarkeppnina og bæta mannorð sitt til muna. Margt smátt gerir eitt stórt og aldrei er að vita en óttinn sem oft má lesa úr augum þeirra ofur-ríku hverfi því samviskan er ekki bundin við aðgreindan hóp heldur tilheyrum við samfélagi sem spyr ekki um fjárhagslega né félagslega stöðu. Fjölskyldan okkar býr í Grindavík. Höfundur starfar sem búðarkall, umboðsmaður, þáttarstjórnandi hlaðvarp Þvottahússins og Hampkastins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa pistils skal það tekið fram að höfundurinn er einfaldur í augum heimsins. Hann er ekki með háskólagráður í stjórnmála, viðskipta, hag né samfélagsfræðum. Hann er einfaldur búðarkall sem selur rennibekki og sporjárn í dagtímann. En hann veltir fyrir sér, veltir steinum og staldrar við í endurspeglun sinni á þeim sviptingum sem eiga sér stað í samfélagi að hverju sinni. Nú eiga sér stað hamfarir á landinu þar sem ekki bara líf fólks er í hættu og þá sérstaklega þeirra manna og kvenna sem leggja sitt á vogaskálarnar á svæðum sem vægast sagt eru óútreiknanleg. Aleigur fólks í formi fasteigna eru að svo stöddu orðin að engu og óvissan algjör. Fólkið er heimilislaust og atvinnustarfsemi margra er í lamasessi sem í mörgum tilfellum getur aðeins endað á einn veg. Í botn og grunn er allt í skrúfunni og við mennirnir sem hugsum lausnamiðað í dögum eða vikum getum verið að horfa á senu sem varir í ár eða áratugi, allt eftir hentugleika jarðskorpu og fljótandi grjóts. Fólkið talar um ákall til stjórnvalda eins og um ræðir einhverja sjálfbæra einingu sem situr á gulli sem hægt er að nota í að kaupa upp eignir bæta orðið tjón. Eflaust eru sjóðir sem ætlaðir eru í tilfelli sem þessi en eins og mér var réttilega bent á í morgun af mun klárari manneskju en ég sjálfur þá þýðir það ekki að sjóðirnir séu stútfullir af peningum. Þeir hafa mögulega bara verið notaðir í eitthvað, peningarnir. Svona eins og á svona venjulegu heimili þá eru sumir með varasjóð, svona sjóð til að kaupa nýja þvottavél eða fara í frí og svoleiðis. Hvað gerist svo ef það springur lögn í kjallaranum og allt í einu ertu með feitan reikning frá píparanum á heimabankanum? Það er kannski ekki til neinn sjóður sem heitir píparasjóðurinn en þá er bara vaðið í næsta sjóð, frísjóðinn eða þvottavélasjóðinn. Svo gerir fólkið ákall til stjórnvalda eins og reikningurinn endi einhverstaðar annarstaðar en í aukinni skattinnheimtu og gjöldum. Pupullinn borgar brúsan þegar öllu er á botninn hvolft. Svo pælingin mín er, af hverju erum við ekki að gera ákall til auðvalds í bland við stjórnvöld? Afhverju stígur auðvaldið ekki inn á svona fordæmalausu tímum í nafni sameiginlegrar velferðar? Af Hverju er auðvaldið undanþegið ábyrgðar í tilfellum sem þessum? Sjáið þennan ríka í hjólastólnum, hann hendir nokkrum miðum í rampa hér og þar og maðurinn er vinsælastur og frábærastur og maður ársins fyrir vikið: Fólkið elskar hann og alveg vel skiljanlega enda góður stíll að láta sér málið varða. Hér er á ferðinni maður með virka samkennd sem sér ekki bara fært að leyfa öðrum að njóta góðs af sjóðnum sem hann býr yfir því hann er svo brjálæðislega ríkur. Hann andskotans ekki út í stjórnvöld fyrir að vera svona miklir fátækir aumingjar heldur hrindir hann bara verkefninu af stað í samvinnu með stjórnvöldum. Þetta er fordæmi fyrir þá samfélagslegu ábyrgð sem mér, einfalda búðarkallinum, finnst að auðvalds manneskjur ættu mögulega að tileinka sér. Þessi tilturlega stóri hópur ofurríkra á Íslandi ættu að hittast yfir brunch og gera plan sem snýr að stofnun sjóðs sem þeir sem minna mega sín geta notið góðs af. Þessir óheppnu einstaklingar sem eru að missa aleiguna sína á þunnri jarðskorpu eru korter í áfallastreitu sem bitnar ekki bara á þeim sjálfum heldur skerðir getu þeirra til að geta veitt börnum sínum og mökum tilfinningalegt og félagslegt öryggi, sannt lýðheilsuvandamál stór hóps er í aðsvífi. Ríkt vantraust og mikil gremja ríkir á þessu landi í garð þeirra ofurríkra. Pupulnum finnst eins og þeir hafi verið beittir ósanngirni og má eflaust rekja þessar tilfinningar og upplifun til hrunsins þar sem raunveruleg samfélagsvitund þessa lands kom skýrt í ljós. Auðvalds einstaklingarnir geta í þessum aðstæðum ekki bara látið gott af sér leiða í þágu samfélagsins heldur vinna þeir vinsældarkeppnina og bæta mannorð sitt til muna. Margt smátt gerir eitt stórt og aldrei er að vita en óttinn sem oft má lesa úr augum þeirra ofur-ríku hverfi því samviskan er ekki bundin við aðgreindan hóp heldur tilheyrum við samfélagi sem spyr ekki um fjárhagslega né félagslega stöðu. Fjölskyldan okkar býr í Grindavík. Höfundur starfar sem búðarkall, umboðsmaður, þáttarstjórnandi hlaðvarp Þvottahússins og Hampkastins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar