Kynnti nýja stefnu fyrir síðustu þrjú ár sín í embætti Lovísa Arnardóttir skrifar 17. janúar 2024 15:02 Forseti Frakklands ætlar að tækla lækkandi fæðingartíðni landsins með auknu fæðingarorlofi og auknu aðgengi að frjósemismeðferðum. Vísir/EPA Forseti Frakklands kynnti í gær ýmsar nýjar hugmyndir sem hann vill innleiða síðustu þrjú ár sín í embætti. Á tæplega þriggja tíma blaðamannafundi sagðist hann hlynntur skólabúningum, að hann vildi gera meira til að stöðva eiturlyfjaglæpagengi og að hann vildi koma í veg fyrir lækkandi fæðingartíðni. Blaðamannafundurinn var haldinn í Elysée höllinni í París en þar ræddi hann við meira en hundrað blaðamenn. Hann hélt fyrst 30 mínútna ræðu og svaraði svo spurningum í tvo klukkutíma. Tilgangur fundarins var að „hitta þjóðina“ og að ákveða þemu fyrir síðustu þrjú ár hans í embætti. Á vef BBC segir að hann hafi verið sakaður um að missa tengingu við kjósendur sína eftir að hann var endurkjörinn árið 2022. Þá er einnig aðeins vika síðan hann skipaði Gabriel Attal sem forsætisráðherra landsins. Ríkisstjórnin sem hann leiðir er talinn meira hægrisinnuð en sú sem áður var. Ekki færri fæðst síðan í seinni heimsstyrjöld Í fyrra fæddust færri fyrsta sinn frá seinni heimsstyrjöldinni færri en 700 þúsund börn í Frakklandi. Til að bregðast við þessu lofaði Macron að auka aðgengi að frjósemismeðferðum og breyta fæðingarorlofinu og bæta við það. Hann talaði einnig töluvert um frönsk gildi og franska lýðveldið. Hann sagði frönsk börn yrðu að læra það í skóla hvað franska lýðveldið stendur fyrir. Sögu þess, skyldur borgaranna og tungumálið. Hann sagði notkun skólabúninga verða almenna ef að tilraun í 100 skólum, sem nú er að hefjast, myndi ganga vel. Á vef BBC segir að hingað til hafi hægrisinnaðir stjórnmálamenn aðeins talað fyrir almennri notkun slíkra búninga. Þá sagði hann mikilvægt að börn lærðu þjóðsönginn, að hann myndi styðja athafnir við skólalok og að öll 16 ára ungmenni væru skylduð til borgaralegrar þjónustu. Þá lofaði hann því einnig að vinna að því að minnka skjátíma barna en fór ekki nánar út í það. Spurningar blaðamanna og svör forsetans tóku um tvo klukkutíma á fundinum. Vísir/EPA Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins en þar segir að vinstrisinnuðum fréttaskýrendum hafi þótt mjög leitt að sjá Macron færa sig þannig á hægri væng stjórnmála. Hægrisinnaðir fréttaskýrendur sögðust taka þessu fagnandi en töldu þetta líklega einhver látalæti. Stórir fjölmiðlar í Frakklandi fjölluðu einnig um fundinn. Stærsti miðill vinstrisinnaðra, Libération, sagði hugmyndir Macron úreltar og íhaldssamar á meðan Le Monde sagði Macron daðra við fortíðarþrá. Le Figaro, sem er íhaldssamara blað, sagði að hann hefði aldrei áður verið nær væntingum almennings og að þau væru ánægð með það. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. 8. janúar 2024 19:14 Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. 26. desember 2023 20:23 Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. 21. desember 2023 10:38 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Blaðamannafundurinn var haldinn í Elysée höllinni í París en þar ræddi hann við meira en hundrað blaðamenn. Hann hélt fyrst 30 mínútna ræðu og svaraði svo spurningum í tvo klukkutíma. Tilgangur fundarins var að „hitta þjóðina“ og að ákveða þemu fyrir síðustu þrjú ár hans í embætti. Á vef BBC segir að hann hafi verið sakaður um að missa tengingu við kjósendur sína eftir að hann var endurkjörinn árið 2022. Þá er einnig aðeins vika síðan hann skipaði Gabriel Attal sem forsætisráðherra landsins. Ríkisstjórnin sem hann leiðir er talinn meira hægrisinnuð en sú sem áður var. Ekki færri fæðst síðan í seinni heimsstyrjöld Í fyrra fæddust færri fyrsta sinn frá seinni heimsstyrjöldinni færri en 700 þúsund börn í Frakklandi. Til að bregðast við þessu lofaði Macron að auka aðgengi að frjósemismeðferðum og breyta fæðingarorlofinu og bæta við það. Hann talaði einnig töluvert um frönsk gildi og franska lýðveldið. Hann sagði frönsk börn yrðu að læra það í skóla hvað franska lýðveldið stendur fyrir. Sögu þess, skyldur borgaranna og tungumálið. Hann sagði notkun skólabúninga verða almenna ef að tilraun í 100 skólum, sem nú er að hefjast, myndi ganga vel. Á vef BBC segir að hingað til hafi hægrisinnaðir stjórnmálamenn aðeins talað fyrir almennri notkun slíkra búninga. Þá sagði hann mikilvægt að börn lærðu þjóðsönginn, að hann myndi styðja athafnir við skólalok og að öll 16 ára ungmenni væru skylduð til borgaralegrar þjónustu. Þá lofaði hann því einnig að vinna að því að minnka skjátíma barna en fór ekki nánar út í það. Spurningar blaðamanna og svör forsetans tóku um tvo klukkutíma á fundinum. Vísir/EPA Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins en þar segir að vinstrisinnuðum fréttaskýrendum hafi þótt mjög leitt að sjá Macron færa sig þannig á hægri væng stjórnmála. Hægrisinnaðir fréttaskýrendur sögðust taka þessu fagnandi en töldu þetta líklega einhver látalæti. Stórir fjölmiðlar í Frakklandi fjölluðu einnig um fundinn. Stærsti miðill vinstrisinnaðra, Libération, sagði hugmyndir Macron úreltar og íhaldssamar á meðan Le Monde sagði Macron daðra við fortíðarþrá. Le Figaro, sem er íhaldssamara blað, sagði að hann hefði aldrei áður verið nær væntingum almennings og að þau væru ánægð með það.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. 8. janúar 2024 19:14 Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. 26. desember 2023 20:23 Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. 21. desember 2023 10:38 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. 8. janúar 2024 19:14
Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. 26. desember 2023 20:23
Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. 21. desember 2023 10:38
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“