Pakistan svarar fyrir sig Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 06:27 Spennustigið í Mið-Austurlöndum hækkar enn. AP Photo/Rahmat Gul Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. Að sögn íranskra fjölmiðla féllu þrjár konur og fjögur börn í árásinni í gær. Árásin er svar við mannskæðri árás sem Íranir gerðu á Pakistan í fyrra kvöld, sem írönsk yfirvöld segjast hafa beint að hryðjuverkahópum innan landamæra Pakistan, þar sem minnst tvö börn eru sögð hafa dáið. Ríkin hafi lengi sakað hvort annað um að halda hlífiskildi yfir hryðjuverkahópum, sem hafa framið fjölda árása í héröðum við landamæri ríkjanna. Þau hafa hins vegar sjaldan tekið þátt í átökunum og samskipti þeirra verið vinaleg en brothætt. Pakistönsk yfirvöld sendu frá sér tilkynningu vegna árásanna á Íran þar sem fram kemur að Pakistan beri „fulla virðingu“ fyrir fullveldi Íran og landamærum þess en að aðgerðirnar hafi verið réttlátt svar við ógn Íran. Þá gripu pakistönsk yfirvöld til þeirra ráða að banna íranska sendiherranum að snúa aftur í landið og dró jafnframt sinn eigin sendiherra frá Tehran. Stjórnvöld í Tehran hafa hins vegar ítrekað að aðgerðum þeirra hafi verið beint gegn hryðjuverkahópnum Jaish al-Adl en ekki pakistönskum borgurum. Fyrr í vikunni gerðu Íranir einnig árásir í Írak og Sýrlandi. Þessar deilur eru enn einn dropinn í stækkandi haf spennu og átaka í Mið-Austurlöndum eftir að stríð hófst á Gasaströndinni í október. Íran Pakistan Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55 Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Að sögn íranskra fjölmiðla féllu þrjár konur og fjögur börn í árásinni í gær. Árásin er svar við mannskæðri árás sem Íranir gerðu á Pakistan í fyrra kvöld, sem írönsk yfirvöld segjast hafa beint að hryðjuverkahópum innan landamæra Pakistan, þar sem minnst tvö börn eru sögð hafa dáið. Ríkin hafi lengi sakað hvort annað um að halda hlífiskildi yfir hryðjuverkahópum, sem hafa framið fjölda árása í héröðum við landamæri ríkjanna. Þau hafa hins vegar sjaldan tekið þátt í átökunum og samskipti þeirra verið vinaleg en brothætt. Pakistönsk yfirvöld sendu frá sér tilkynningu vegna árásanna á Íran þar sem fram kemur að Pakistan beri „fulla virðingu“ fyrir fullveldi Íran og landamærum þess en að aðgerðirnar hafi verið réttlátt svar við ógn Íran. Þá gripu pakistönsk yfirvöld til þeirra ráða að banna íranska sendiherranum að snúa aftur í landið og dró jafnframt sinn eigin sendiherra frá Tehran. Stjórnvöld í Tehran hafa hins vegar ítrekað að aðgerðum þeirra hafi verið beint gegn hryðjuverkahópnum Jaish al-Adl en ekki pakistönskum borgurum. Fyrr í vikunni gerðu Íranir einnig árásir í Írak og Sýrlandi. Þessar deilur eru enn einn dropinn í stækkandi haf spennu og átaka í Mið-Austurlöndum eftir að stríð hófst á Gasaströndinni í október.
Íran Pakistan Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55 Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55
Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41
Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25