Viðbrögð sem gæta meðalhófs Micah Garen skrifar 18. janúar 2024 17:01 Hvernig má bregðast gegn sjötta skeiði fjöldaútrýmingar og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn loftslagsvánni og þeirri staðreynd að við erum að fara yfir 1.5 gráður, og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn þeim vistfræðilegu hörmungum sem við stöndum frammi fyrir og mun gera framtíð barna okkar í besta falli óvissa en mögulega skelfilega, og gæta meðalhófs? Þetta er samhengið sem við þurfum að velta fyrir okkur þegar spurt er hvort sú ákvörðun sem Svandís tók um að stöðva hvalveiðar síðasta sumar hafi gætt meðalhófs. En við skulum taka eitt skref til baka um stundarsakir. Oft getur verið erfitt að átta sig á stöðunni þegar við þekkjum ekki smáatriðin. Orðum eins og ‘meðalhóf’ er fleygt fram án þess að undir liggi skýr skilningur á merkingum þeirra. Svo það er þess virði að verja smá stund í að skoða smáatriði þeirrar ákvörðunar sem var tekin síðastliðinn júní um að gera hlé á hvalveiðum. Veiðar á langreyðum eru brot á alþjóðasamningum sem skrifað var undir fyrir tæpum fjörutíu árum. Flestöll lönd fylgja þessum alþjóðasamningi að undanskildu Íslandi, Noregi og Japan. Samningurinn var gerður vegna þess að gengið hafði mjög nærri langreyðarstofnum og langreyðum fækkað um allt að 90% á 150 árum. Langreyðar eru taldar í útrýmingarhættu samkvæmt bandarískum lögum og viðkvæmir samkvæmt IUCN. Stofnarnir eru rétt að ná sér á strik aftur. Á Íslandi eru í gildi dýravelferðarlög og í maí 2023 kvað MAST að veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við þau lög, þar sem næstum einn fjórði af þeim hvölum sem drepnir voru árið 2022 kvöldust í meira en tíu mínútur og sumir í allt að tvær klukkustundir. Auk þess hefur fagráð MAST um velferð dýra komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela við veiðar. Svandís hafði engra annarra kosta völ síðastliðinn júní en að stöðva hvalveiðar þangað til - og einungis ef - hægt væri að sýna fram á að hægt væri að stunda hvalveiðar í samræmi við íslensk lög, þá sérstaklega dýravelferðarlög en einnig þau er varða veiðileyfið sjálft. Það var enginn annar löglegur eða siðferðislega réttur valkostur. En var frestunin lögleg? Án efa; já. Hvalveiðileyfið er frekar einfalt. Það er þriggja blaðsíðna skjal með aðeins átta greinum. Í 3. grein segir „Við veiðarnar skal nota búnað sem tryggir að dýrið aflífist samstundis eða að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi þeim sem minnstum þjáningum” " Í 8. grein segir "Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar við sviptingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins.”. Fjórðungur hvalanna drápust ekki samstundis og þess vegna var veiðunum frestað. En gætti þetta meðalhófs? Aftur, án efa, já. Hugtakið meðalhóf er frekar einfalt, bæði í íslenskum og evrópskum lögum. Stjórnvaldinu er skylt að starfa samkvæmt lögum en á einnig að taka tillit til hagsmuna og réttinda einstaklinga við beitingu laganna. Eina úrræðið sem gætti meðalhófs varðandi skjalfest brot á bæði dýravelferðarlögum og hvalveiðileyfisins var tímabundin svipting leyfisins. Lög um velferð dýra gæta lögmætra hagsmuna allra landsmanna en ekki bara eins auðugs einstaklings sem stundar óarðbærar sportveiðar. Í raun var enginn annar kostur. Þú getur ekki hálfdrepið hval, annað hvort drepur þú hval eða ekki. Það var ekkert sem gætti ekki meðalhófs í stöðvun hvalveiðileyfanna á meðan úrskurðað var um brot. Og reyndar gaf Svandís veiðunum leyfi að halda áfram í september þegar búið var að gera ýmsar ráðstafanir vegna þeirra brota sem orðið höfðu. Þó ég hafi ekki verið sammála þessari ákvörðun að leyfa hvalveiðar að nýju, þá tók hún mið af réttindum einstaklingsins. Þetta gætti bæði meðalhófs og var í samræmi við lög. Meðalhófsreglan þarf að taka mið af réttindum hvers einasta Íslendings - og annarra einstaklinga alls staðar um heiminn - til að lifa á heilbrigðri plánetu. Dráp á dýrategundum í hættu eru brot á þessum réttindum. Í stóra samhenginu þá gætti tímabundin svipting hvalveiðileyfisins ekki bara meðalhófs heldur einnig lagalegum og siðferðislegum skyldum. Frá og með 1. janúar 2024 er hvalveiðileyfið útrunnið og því ber að fagna sem sigri allra Íslendinga. Auk þeirrar staðreyndar að Ísland ætti ekki að gefa út nýtt hvalveiðileyfi, þá þurfa hvalveiðar að taka enda fyrir fullt og allt, fyrir réttindi dýra, réttindi borgara og réttindi til að lifa á heilbrigðri plánetu. Höfundur er heimildarmyndargerðarmaður, blaðamaður, rithöfundur og baráttumaður fyrir hvali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Loftslagsmál Micah Garen Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Hvernig má bregðast gegn sjötta skeiði fjöldaútrýmingar og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn loftslagsvánni og þeirri staðreynd að við erum að fara yfir 1.5 gráður, og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn þeim vistfræðilegu hörmungum sem við stöndum frammi fyrir og mun gera framtíð barna okkar í besta falli óvissa en mögulega skelfilega, og gæta meðalhófs? Þetta er samhengið sem við þurfum að velta fyrir okkur þegar spurt er hvort sú ákvörðun sem Svandís tók um að stöðva hvalveiðar síðasta sumar hafi gætt meðalhófs. En við skulum taka eitt skref til baka um stundarsakir. Oft getur verið erfitt að átta sig á stöðunni þegar við þekkjum ekki smáatriðin. Orðum eins og ‘meðalhóf’ er fleygt fram án þess að undir liggi skýr skilningur á merkingum þeirra. Svo það er þess virði að verja smá stund í að skoða smáatriði þeirrar ákvörðunar sem var tekin síðastliðinn júní um að gera hlé á hvalveiðum. Veiðar á langreyðum eru brot á alþjóðasamningum sem skrifað var undir fyrir tæpum fjörutíu árum. Flestöll lönd fylgja þessum alþjóðasamningi að undanskildu Íslandi, Noregi og Japan. Samningurinn var gerður vegna þess að gengið hafði mjög nærri langreyðarstofnum og langreyðum fækkað um allt að 90% á 150 árum. Langreyðar eru taldar í útrýmingarhættu samkvæmt bandarískum lögum og viðkvæmir samkvæmt IUCN. Stofnarnir eru rétt að ná sér á strik aftur. Á Íslandi eru í gildi dýravelferðarlög og í maí 2023 kvað MAST að veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við þau lög, þar sem næstum einn fjórði af þeim hvölum sem drepnir voru árið 2022 kvöldust í meira en tíu mínútur og sumir í allt að tvær klukkustundir. Auk þess hefur fagráð MAST um velferð dýra komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela við veiðar. Svandís hafði engra annarra kosta völ síðastliðinn júní en að stöðva hvalveiðar þangað til - og einungis ef - hægt væri að sýna fram á að hægt væri að stunda hvalveiðar í samræmi við íslensk lög, þá sérstaklega dýravelferðarlög en einnig þau er varða veiðileyfið sjálft. Það var enginn annar löglegur eða siðferðislega réttur valkostur. En var frestunin lögleg? Án efa; já. Hvalveiðileyfið er frekar einfalt. Það er þriggja blaðsíðna skjal með aðeins átta greinum. Í 3. grein segir „Við veiðarnar skal nota búnað sem tryggir að dýrið aflífist samstundis eða að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi þeim sem minnstum þjáningum” " Í 8. grein segir "Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar við sviptingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins.”. Fjórðungur hvalanna drápust ekki samstundis og þess vegna var veiðunum frestað. En gætti þetta meðalhófs? Aftur, án efa, já. Hugtakið meðalhóf er frekar einfalt, bæði í íslenskum og evrópskum lögum. Stjórnvaldinu er skylt að starfa samkvæmt lögum en á einnig að taka tillit til hagsmuna og réttinda einstaklinga við beitingu laganna. Eina úrræðið sem gætti meðalhófs varðandi skjalfest brot á bæði dýravelferðarlögum og hvalveiðileyfisins var tímabundin svipting leyfisins. Lög um velferð dýra gæta lögmætra hagsmuna allra landsmanna en ekki bara eins auðugs einstaklings sem stundar óarðbærar sportveiðar. Í raun var enginn annar kostur. Þú getur ekki hálfdrepið hval, annað hvort drepur þú hval eða ekki. Það var ekkert sem gætti ekki meðalhófs í stöðvun hvalveiðileyfanna á meðan úrskurðað var um brot. Og reyndar gaf Svandís veiðunum leyfi að halda áfram í september þegar búið var að gera ýmsar ráðstafanir vegna þeirra brota sem orðið höfðu. Þó ég hafi ekki verið sammála þessari ákvörðun að leyfa hvalveiðar að nýju, þá tók hún mið af réttindum einstaklingsins. Þetta gætti bæði meðalhófs og var í samræmi við lög. Meðalhófsreglan þarf að taka mið af réttindum hvers einasta Íslendings - og annarra einstaklinga alls staðar um heiminn - til að lifa á heilbrigðri plánetu. Dráp á dýrategundum í hættu eru brot á þessum réttindum. Í stóra samhenginu þá gætti tímabundin svipting hvalveiðileyfisins ekki bara meðalhófs heldur einnig lagalegum og siðferðislegum skyldum. Frá og með 1. janúar 2024 er hvalveiðileyfið útrunnið og því ber að fagna sem sigri allra Íslendinga. Auk þeirrar staðreyndar að Ísland ætti ekki að gefa út nýtt hvalveiðileyfi, þá þurfa hvalveiðar að taka enda fyrir fullt og allt, fyrir réttindi dýra, réttindi borgara og réttindi til að lifa á heilbrigðri plánetu. Höfundur er heimildarmyndargerðarmaður, blaðamaður, rithöfundur og baráttumaður fyrir hvali.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar