Alvöru þjóðarsátt Friðrik Jónsson skrifar 20. janúar 2024 15:12 Samtök atvinnulífsins gerðu það eina rétta í stöðunni að hafna nálgun meintrar breiðfylkingar til þjóðarsáttar í kjaramálum. Kröfur þeirra á atvinnulíf og hið opinbera myndu þýða um og yfir 17% kjaraaukningu til láglaunahópa – allt að 10% raun kaupmáttaraukningu. Kostnaðaraukinn vegna þessa myndi fyrst og fremst liggja í svonefndum lágframleiðnigeirum verslunar og þjónustu. Það þýðir að kostnaðaraukinn færi beint í verðlag og myndi þannig vinna gegn yfirlýstum markmiðum um að vinna gegn verðbólgu. Krafan um flata krónutöluhækkun, samhliða verulegum tekjutengingum, jaðarskattaáhrifum þeirra, og beinum skattaáhrifum á millitekju- og efri millitekjuhópa hefði þær afleiðingar að hin meinta „þjóðarsátt“ fæli í sér beinharða kaupmáttar- og kjararýrnun þorra launafólks í landinu - og það verulega. Fólk á meðallaunum BHM þyrfti þ.a. fella sig við a.m.k. 4-5% kaupmáttarrýrnun í reynd m.v. bjartsýnustu verðbólguspár. Til viðbótar eru kröfurnar á hið opinbera óraunhæfar og fram úr hófi kostnaðarsamar – nánast dónaskapur – enda verður að tryggja tekjur á móti. Í núverandi verðbólguumhverfi þarf sérstaklega að vinna gegn nýprentun peninga með skuldaaukningu ríkisins – sérstaklega í ljósi þess kostnaðar og mögulega þensluhvetjandi áhrifa af annars vegar Grindavík og hins vegar úrlausnar húsnæðisvanda almennt. Það merkilega er að kröfur breiðfylkingarinnar ganga gegn hagsmunum þorra þeirra umbjóðenda. Að minnsta kosti helmingur félagsmanna VR myndi tapa verulega á þessu uppleggi og þorri meðlima iðnfélaganna sem þarna eru með. Það eitt og sér er óskiljanlegt og gerir þessar kröfur ótrúverðugar. Fulltrúar annarra launþegahreyfinga – bæði á almennum og opinberum markaði – hafa einnig verið skýr með það að þeim hugnast ekki þessi aðferðafræði. Þetta kom meðal annars skýrt fram í nýársgreinKolbrúnar Halldórsdóttur, núverandi formanns BHM, í viðtölum við Þórarinn Eyfjörð, formanns Sameykis, stærsta stéttarfélagsins innan BSRB, og nú síðast í grein Ara Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Það er því engin þjóðarsátt um hreina leið krónutöluhækkanna, sú aðferðarfræði gengur gegn hagsmunum þorra launafólks og mun stuðla að verð- og vaxtahækkunum. Nær væri fyrir SA að snúa sér nú að semja við þau félög innan ASÍ sem ekki taka þátt í meintri breiðfylkingu og hvetja hið opinbera til skynsamra prósentusamninga, mögulega með lágmarks krónutölu, án þaks, hóflegra hliðrana í millifærslukerfum – og jú að sætta sig við að atvinnulífið – sérstaklega orkan, útgerðin, ferðaþjónustan og fjármálafyrirtækin – þurfa að taka á sig eilítið þyngri skattbyrðar til að mæta þeim viðbótarútgjöldum sem við stöndum frammi fyrir. Það yrði alvöru þjóðarsátt. Höfundur er fyrrverandi formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Friðrik Jónsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins gerðu það eina rétta í stöðunni að hafna nálgun meintrar breiðfylkingar til þjóðarsáttar í kjaramálum. Kröfur þeirra á atvinnulíf og hið opinbera myndu þýða um og yfir 17% kjaraaukningu til láglaunahópa – allt að 10% raun kaupmáttaraukningu. Kostnaðaraukinn vegna þessa myndi fyrst og fremst liggja í svonefndum lágframleiðnigeirum verslunar og þjónustu. Það þýðir að kostnaðaraukinn færi beint í verðlag og myndi þannig vinna gegn yfirlýstum markmiðum um að vinna gegn verðbólgu. Krafan um flata krónutöluhækkun, samhliða verulegum tekjutengingum, jaðarskattaáhrifum þeirra, og beinum skattaáhrifum á millitekju- og efri millitekjuhópa hefði þær afleiðingar að hin meinta „þjóðarsátt“ fæli í sér beinharða kaupmáttar- og kjararýrnun þorra launafólks í landinu - og það verulega. Fólk á meðallaunum BHM þyrfti þ.a. fella sig við a.m.k. 4-5% kaupmáttarrýrnun í reynd m.v. bjartsýnustu verðbólguspár. Til viðbótar eru kröfurnar á hið opinbera óraunhæfar og fram úr hófi kostnaðarsamar – nánast dónaskapur – enda verður að tryggja tekjur á móti. Í núverandi verðbólguumhverfi þarf sérstaklega að vinna gegn nýprentun peninga með skuldaaukningu ríkisins – sérstaklega í ljósi þess kostnaðar og mögulega þensluhvetjandi áhrifa af annars vegar Grindavík og hins vegar úrlausnar húsnæðisvanda almennt. Það merkilega er að kröfur breiðfylkingarinnar ganga gegn hagsmunum þorra þeirra umbjóðenda. Að minnsta kosti helmingur félagsmanna VR myndi tapa verulega á þessu uppleggi og þorri meðlima iðnfélaganna sem þarna eru með. Það eitt og sér er óskiljanlegt og gerir þessar kröfur ótrúverðugar. Fulltrúar annarra launþegahreyfinga – bæði á almennum og opinberum markaði – hafa einnig verið skýr með það að þeim hugnast ekki þessi aðferðafræði. Þetta kom meðal annars skýrt fram í nýársgreinKolbrúnar Halldórsdóttur, núverandi formanns BHM, í viðtölum við Þórarinn Eyfjörð, formanns Sameykis, stærsta stéttarfélagsins innan BSRB, og nú síðast í grein Ara Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Það er því engin þjóðarsátt um hreina leið krónutöluhækkanna, sú aðferðarfræði gengur gegn hagsmunum þorra launafólks og mun stuðla að verð- og vaxtahækkunum. Nær væri fyrir SA að snúa sér nú að semja við þau félög innan ASÍ sem ekki taka þátt í meintri breiðfylkingu og hvetja hið opinbera til skynsamra prósentusamninga, mögulega með lágmarks krónutölu, án þaks, hóflegra hliðrana í millifærslukerfum – og jú að sætta sig við að atvinnulífið – sérstaklega orkan, útgerðin, ferðaþjónustan og fjármálafyrirtækin – þurfa að taka á sig eilítið þyngri skattbyrðar til að mæta þeim viðbótarútgjöldum sem við stöndum frammi fyrir. Það yrði alvöru þjóðarsátt. Höfundur er fyrrverandi formaður BHM
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar