„Þær hafa verið fyrst og fremst ógeðslega heppnar og ég held að þær viti það“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. janúar 2024 15:50 Sólveig Lára á hliðarlínunni. vísir/Hulda Margrét ÍR tapaði í dag naumlega gegn Haukum í leik sem réðist á lokamínútu leiksins. Lokatölur 27-28 í æsispennandi leik í Skógarselinu. Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, var gífurlega svekkt eftir leik. Þegar hún var beðin um fyrstu viðbrögð eftir leik sagði hún þetta. „Bara algjör stuldur, bara hreinn og klár stuldur. Við áttum svo tvö stig skilið úr þessum leik, það eru bara fyrstu viðbrögð,“ sagði Sólveig Lára. Aðspurð hvað hún ætti við um stuld hafði hún þetta að segja. „Maður á ekki að tjá sig um dómgæsluna en mér finnst ansi margt mjög skrítið þegar þær [Haukar] eru að komast aftur inn í leikinn og vafaatriði og ekki vafaatriði sem mér finnst bara falla með þeim. Það er ömurlegt að standa hérna og tala um dómgæslu eftir svona leik en hún hefur oft verið slök í vetur en þetta er bara svo dýrt að þetta svíður.“ Sólveig Láru fannst sitt lið spila frábærlega í dag á báðum endum vallarins. „Mér fannst þetta frábær leikur, ég er bara ógeðslega stolt af þeim, mér fannst þær gjörsamlega frábærar. Varnarleikurinn fannst mér vera frábær í 60 mínútur. Við vorum óheppnar með nokkur fráköst og lítil atriði, vorum kannski að klikka eftir að vera búnar að standa lengi. Mér fannst sóknarleikurinn líka mjög góður og fullt af stelpum að standa sig gríðarlega vel.“ Sólveig Lára var ekki alveg klár á því hvað í spilamennsku síns liðs á lokakafla leiksins olli því að liðið tapaði leiknum. Telur hún helst heppnina hafa verið í liði Hauka undir lokin. „Ég veit það ekki, kannski eitthvað reynsluleysi. Matthildur óheppin, dettur og kastar boltanum út af og einhver svona lítil atriði en mér finnst þær hafa verið fyrst og fremst ógeðslega heppnar og ég held að þær viti það.“ Sólveig Lára ætlar klárlega að byggja ofan á frammistöðu síns liðs í dag upp á framhaldið að gera en liðið gæti hæglega náð sæti í úrslitakeppninni í vor. „Við erum búnar að vaxa hægt og rólega og ég held að þetta hafi verið einn af okkar bestu leikjum í vetur og með svona frammistöðu eigum við bara séns í nánast alla,“ sagði Sólveig Lára að lokum. Olís-deild kvenna ÍR Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: ÍR - Haukar 27-28 | Gestirnir stálu sigrinum af nýliðunum Í dag hófst 14. umferð Olís-deildarinnar. ÍR og Haukar áttust við í Skógarselinu og lauk leiknum með eins marks sigri Hauka í spennandi leik sem réðst á lokasekúndum leiksins. Lokatölur 27-28. 20. janúar 2024 15:28 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, var gífurlega svekkt eftir leik. Þegar hún var beðin um fyrstu viðbrögð eftir leik sagði hún þetta. „Bara algjör stuldur, bara hreinn og klár stuldur. Við áttum svo tvö stig skilið úr þessum leik, það eru bara fyrstu viðbrögð,“ sagði Sólveig Lára. Aðspurð hvað hún ætti við um stuld hafði hún þetta að segja. „Maður á ekki að tjá sig um dómgæsluna en mér finnst ansi margt mjög skrítið þegar þær [Haukar] eru að komast aftur inn í leikinn og vafaatriði og ekki vafaatriði sem mér finnst bara falla með þeim. Það er ömurlegt að standa hérna og tala um dómgæslu eftir svona leik en hún hefur oft verið slök í vetur en þetta er bara svo dýrt að þetta svíður.“ Sólveig Láru fannst sitt lið spila frábærlega í dag á báðum endum vallarins. „Mér fannst þetta frábær leikur, ég er bara ógeðslega stolt af þeim, mér fannst þær gjörsamlega frábærar. Varnarleikurinn fannst mér vera frábær í 60 mínútur. Við vorum óheppnar með nokkur fráköst og lítil atriði, vorum kannski að klikka eftir að vera búnar að standa lengi. Mér fannst sóknarleikurinn líka mjög góður og fullt af stelpum að standa sig gríðarlega vel.“ Sólveig Lára var ekki alveg klár á því hvað í spilamennsku síns liðs á lokakafla leiksins olli því að liðið tapaði leiknum. Telur hún helst heppnina hafa verið í liði Hauka undir lokin. „Ég veit það ekki, kannski eitthvað reynsluleysi. Matthildur óheppin, dettur og kastar boltanum út af og einhver svona lítil atriði en mér finnst þær hafa verið fyrst og fremst ógeðslega heppnar og ég held að þær viti það.“ Sólveig Lára ætlar klárlega að byggja ofan á frammistöðu síns liðs í dag upp á framhaldið að gera en liðið gæti hæglega náð sæti í úrslitakeppninni í vor. „Við erum búnar að vaxa hægt og rólega og ég held að þetta hafi verið einn af okkar bestu leikjum í vetur og með svona frammistöðu eigum við bara séns í nánast alla,“ sagði Sólveig Lára að lokum.
Olís-deild kvenna ÍR Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: ÍR - Haukar 27-28 | Gestirnir stálu sigrinum af nýliðunum Í dag hófst 14. umferð Olís-deildarinnar. ÍR og Haukar áttust við í Skógarselinu og lauk leiknum með eins marks sigri Hauka í spennandi leik sem réðst á lokasekúndum leiksins. Lokatölur 27-28. 20. janúar 2024 15:28 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: ÍR - Haukar 27-28 | Gestirnir stálu sigrinum af nýliðunum Í dag hófst 14. umferð Olís-deildarinnar. ÍR og Haukar áttust við í Skógarselinu og lauk leiknum með eins marks sigri Hauka í spennandi leik sem réðst á lokasekúndum leiksins. Lokatölur 27-28. 20. janúar 2024 15:28