Sprengjur og tjöld Sigmar Guðmundsson skrifar 21. janúar 2024 08:01 Það er áhugavert að á sama tíma og sprengjum rignir yfir fjölskyldur örfárra tjaldbúa á Austurvelli virðist utanríkisráðherra hafa meiri áhyggjur af tjöldunum en sprengjunum. Það er sjálfsagt og eðlilegt að ræða með hvaða hætti fólk má mótmæla á Austurvelli en við verðum öll að reyna að setja okkur í spor þeirra sem óttast um líf ástvina sinna í látlausu sprengjuregni Ísraelshers. Kröfur þessa fólks um fjölskyldusameiningar eru ekki ósanngjarnar, óaðgengilegar eða líklegar til að skapa álag á innviði. Þessi hópur er of fámennur til þess. Mér finnst að áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum mætti leggja sig meira fram við að skilja fólkið og sýna mannúð og mildi, frekar en að bregðast við fylgistapi með því að feta í fótspor Evrópskra poppúlista. VG þegir svo þunnu hljóði eins og venjulega og samþykkir með því hörkuna. Ég tek undir með nýjum borgarstjóra sem bendir á að við þurfum að sýna nærgætni þegar við tölum um fólk í svona viðkvæmri stöðu. Það gerði utanríkisráðherra ekki í færslu sinni. Ef málaflokkurinn er stjórnlaus, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins heldur fram, þá er það ansi hörð gagnrýni á alla dómsmálaráðherra flokksins síðasta áratuginn. Að þingið hafi brugðist heldur ekki vatni hjá ríkisstjórn sem er með meirihluta á þingi. Sú smekkleysa að nota mótmæli nokkurra Palestínumanna á Austurvelli til að tala fyrir auknu fjármagni til lögreglu vegna skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi ætti síðan að dæma sig sjálf. Það liggur ekkert fyrir um það að þessi hópur tengist slíkri starfsemi með nokkrum hætti. Þetta er fólk sem vill hjálpa ástvinum að flýja sprengjuregn. Það getur varla verið svo flókið að skilja það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að á sama tíma og sprengjum rignir yfir fjölskyldur örfárra tjaldbúa á Austurvelli virðist utanríkisráðherra hafa meiri áhyggjur af tjöldunum en sprengjunum. Það er sjálfsagt og eðlilegt að ræða með hvaða hætti fólk má mótmæla á Austurvelli en við verðum öll að reyna að setja okkur í spor þeirra sem óttast um líf ástvina sinna í látlausu sprengjuregni Ísraelshers. Kröfur þessa fólks um fjölskyldusameiningar eru ekki ósanngjarnar, óaðgengilegar eða líklegar til að skapa álag á innviði. Þessi hópur er of fámennur til þess. Mér finnst að áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum mætti leggja sig meira fram við að skilja fólkið og sýna mannúð og mildi, frekar en að bregðast við fylgistapi með því að feta í fótspor Evrópskra poppúlista. VG þegir svo þunnu hljóði eins og venjulega og samþykkir með því hörkuna. Ég tek undir með nýjum borgarstjóra sem bendir á að við þurfum að sýna nærgætni þegar við tölum um fólk í svona viðkvæmri stöðu. Það gerði utanríkisráðherra ekki í færslu sinni. Ef málaflokkurinn er stjórnlaus, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins heldur fram, þá er það ansi hörð gagnrýni á alla dómsmálaráðherra flokksins síðasta áratuginn. Að þingið hafi brugðist heldur ekki vatni hjá ríkisstjórn sem er með meirihluta á þingi. Sú smekkleysa að nota mótmæli nokkurra Palestínumanna á Austurvelli til að tala fyrir auknu fjármagni til lögreglu vegna skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi ætti síðan að dæma sig sjálf. Það liggur ekkert fyrir um það að þessi hópur tengist slíkri starfsemi með nokkrum hætti. Þetta er fólk sem vill hjálpa ástvinum að flýja sprengjuregn. Það getur varla verið svo flókið að skilja það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar