Alþjóðasamstarf í menntun setur frið í forgrunn Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Eydís Inga Valsdóttir skrifa 24. janúar 2024 07:01 Alþjóðlegur dagur menntunar er haldinn hátíðlegur þann 24. janúar og að þessu sinni hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hann námi í þágu friðar. Menntun á öllum stigum gegnir lykilhlutverki við að efla víðsýni og tryggja samstöðu milli ólíkra landa og menningarheima. Til þess þurfa skólar og einstaklingar stuðning – og þar getur erlent samstarf gert gæfumuninn. Rannís hefur umsjón með þátttöku Íslands í alþjóðlegum samstarfsáætlunum, svo sem Nordplus, Erasmus+ og European Solidarity Corps, sem allar stefna að því að tryggja friðsöm og lýðræðisleg samfélög og samstarf þeirra á milli, meðal annars gegnum nám og kennslu. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og vinnur að því að efla þátttökulöndin, sem eru Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin auk sjálfstjórnarsvæðanna þriggja, sem eitt heildstætt menntasvæði. Hér er höfð til grundvallar sú sýn Norrænu ráðherranefndarinnar að við séum sterkari saman og því sé mikilvægt að allt fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu og hafi réttindi og skyldur. Með því að styrkja menntasamstarf milli þessara landa er verið stuðla að öruggu samfélagi og leggja grunninn að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í sama anda hafa Evrópusambandsáætlanirnar Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) og forverar þeirra í áraraðir unnið að því að efla frið þvert á landamæri. Frelsi, lýðræði og mannréttindi eru lykilþættir í áætlununum tveimur og þær leggja áherslu á inngildingu og jöfn tækifæri alls fólks. Í þessu samhengi má nefna að yfir 130 umsóknir um styrk í þessar tvær áætlanir frá árinu 2021 hafa unnið með sértækt markmið um frið og réttlæti innan heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samkvæmt nýlegri úttekt Landskrifstofu. Þetta eru göfug markmið, en hvernig geta þessar áætlanir haft bein áhrif á nám í þágu friðar? Í fyrsta lagi má nefna að bæði Nordplus og Erasmus+ styrkja ferðir einstaklinga út fyrir landsteinana, sem gefa fólki á öllum aldri ekki aðeins tækifæri til að efla sig í námi og starfi heldur líka víkka sjóndeildarhring sinn og öðlast aukinn skilning á menningu og siðum annarra. Erasmus+ býður einnig 18 ára fólki að skrá sig í DiscoverEU happdrættið og eiga þannig kost á lestarferð um Evrópu. Verkefnið hefur það markmið að berjast gegn hatri, fordómum og skorti á umburðarlyndi. Þá má nefna sjálfboðaliðastarf í European Solidarity Corps, sem gefur ungu fólki tækifæri til að gefa af sér til samfélagsins hérlendis, í Evrópu eða utan Evrópu ef um mannúðaraðstoð er að ræða. Í öðru lagi leiða samstarfsverkefni á vegum Nordplus og Erasmus+ saman stofnanir og samtök í ólíkum Evrópulöndum. Þau geta haft friðartengingu á ýmsan hátt, svo sem með því að taka fyrir móttöku og aðlögun flóttafólks, baráttuna gegn falsfréttum og stuðning við norræn og/eða samevrópsk gildi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Auk þess að styrkja verkefni með beina skírskotun til málaflokksins stuðla aukin samskipti milli landa og svæða ávallt að því að byggja upp auknu trausti og virðingu þvert á landamæri. Störf í þágu friðar og félagslegs réttlætis eru einnig mikilvæg í innlendu samhengi og því styrkir ESC svokölluð samfélagsverkefni, sem eru framkvæmd af ungu fólki sem vilja hafa jákvæð áhrif á sitt nærsamfélag. Dæmi um verkefni sem stuðla að friði og lýðræðisfærni: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur hlotið styrki til að vinna að verkefnum um menntun til friðar. Árið 2019 fengu þau styrk bæði frá Erasmus+ fyrir verkefnið People, Communities and Cities in Peacebuilding: An Inclusive and Intersectional Approach to Peace Studies auk þess sem að þau hlutu styrk sama ár fyrir verkefnið InPeace 2019 frá Nordplus og aftur árið 2021, þá í samstarfi við Tampere Peace Research Institute við Háskólann í Tampere og The Centre for Peace studies við Arktíska háskólann í Noregi. Hérna vinna báðar áætlanir, Erasmus+ og Nordplus að því að styrkja verkefni sem setja frið í forgrunn. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ fékk Nordplus styrk árið 2022 fyrir verkefnið Grænni framtíð með lýðræðismyndun þar sem grunnskólanemar á Íslandi og í Danmörku fengu kennslu í hvernig lýðræði virkar og var sú kennsla tengd við áhersluatriði Nordplus um græna framtíð. Markmiðið er að stuðla að því að nemendurnir upplifi sig sem þátttakendur í lýðræðislegu lærdómssamfélagi þvert á þjóðerni, og að þau læri að skipuleggja lýðræðislega ferla þar sem að jafnframt er gefið rými fyrir umræður og ágreining. Rúna Vigdís er forstöðukona landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og Eydís Inga er verkefnastjóri Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Evrópusambandið Grunnskólar Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur menntunar er haldinn hátíðlegur þann 24. janúar og að þessu sinni hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hann námi í þágu friðar. Menntun á öllum stigum gegnir lykilhlutverki við að efla víðsýni og tryggja samstöðu milli ólíkra landa og menningarheima. Til þess þurfa skólar og einstaklingar stuðning – og þar getur erlent samstarf gert gæfumuninn. Rannís hefur umsjón með þátttöku Íslands í alþjóðlegum samstarfsáætlunum, svo sem Nordplus, Erasmus+ og European Solidarity Corps, sem allar stefna að því að tryggja friðsöm og lýðræðisleg samfélög og samstarf þeirra á milli, meðal annars gegnum nám og kennslu. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og vinnur að því að efla þátttökulöndin, sem eru Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin auk sjálfstjórnarsvæðanna þriggja, sem eitt heildstætt menntasvæði. Hér er höfð til grundvallar sú sýn Norrænu ráðherranefndarinnar að við séum sterkari saman og því sé mikilvægt að allt fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu og hafi réttindi og skyldur. Með því að styrkja menntasamstarf milli þessara landa er verið stuðla að öruggu samfélagi og leggja grunninn að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í sama anda hafa Evrópusambandsáætlanirnar Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) og forverar þeirra í áraraðir unnið að því að efla frið þvert á landamæri. Frelsi, lýðræði og mannréttindi eru lykilþættir í áætlununum tveimur og þær leggja áherslu á inngildingu og jöfn tækifæri alls fólks. Í þessu samhengi má nefna að yfir 130 umsóknir um styrk í þessar tvær áætlanir frá árinu 2021 hafa unnið með sértækt markmið um frið og réttlæti innan heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samkvæmt nýlegri úttekt Landskrifstofu. Þetta eru göfug markmið, en hvernig geta þessar áætlanir haft bein áhrif á nám í þágu friðar? Í fyrsta lagi má nefna að bæði Nordplus og Erasmus+ styrkja ferðir einstaklinga út fyrir landsteinana, sem gefa fólki á öllum aldri ekki aðeins tækifæri til að efla sig í námi og starfi heldur líka víkka sjóndeildarhring sinn og öðlast aukinn skilning á menningu og siðum annarra. Erasmus+ býður einnig 18 ára fólki að skrá sig í DiscoverEU happdrættið og eiga þannig kost á lestarferð um Evrópu. Verkefnið hefur það markmið að berjast gegn hatri, fordómum og skorti á umburðarlyndi. Þá má nefna sjálfboðaliðastarf í European Solidarity Corps, sem gefur ungu fólki tækifæri til að gefa af sér til samfélagsins hérlendis, í Evrópu eða utan Evrópu ef um mannúðaraðstoð er að ræða. Í öðru lagi leiða samstarfsverkefni á vegum Nordplus og Erasmus+ saman stofnanir og samtök í ólíkum Evrópulöndum. Þau geta haft friðartengingu á ýmsan hátt, svo sem með því að taka fyrir móttöku og aðlögun flóttafólks, baráttuna gegn falsfréttum og stuðning við norræn og/eða samevrópsk gildi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Auk þess að styrkja verkefni með beina skírskotun til málaflokksins stuðla aukin samskipti milli landa og svæða ávallt að því að byggja upp auknu trausti og virðingu þvert á landamæri. Störf í þágu friðar og félagslegs réttlætis eru einnig mikilvæg í innlendu samhengi og því styrkir ESC svokölluð samfélagsverkefni, sem eru framkvæmd af ungu fólki sem vilja hafa jákvæð áhrif á sitt nærsamfélag. Dæmi um verkefni sem stuðla að friði og lýðræðisfærni: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur hlotið styrki til að vinna að verkefnum um menntun til friðar. Árið 2019 fengu þau styrk bæði frá Erasmus+ fyrir verkefnið People, Communities and Cities in Peacebuilding: An Inclusive and Intersectional Approach to Peace Studies auk þess sem að þau hlutu styrk sama ár fyrir verkefnið InPeace 2019 frá Nordplus og aftur árið 2021, þá í samstarfi við Tampere Peace Research Institute við Háskólann í Tampere og The Centre for Peace studies við Arktíska háskólann í Noregi. Hérna vinna báðar áætlanir, Erasmus+ og Nordplus að því að styrkja verkefni sem setja frið í forgrunn. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ fékk Nordplus styrk árið 2022 fyrir verkefnið Grænni framtíð með lýðræðismyndun þar sem grunnskólanemar á Íslandi og í Danmörku fengu kennslu í hvernig lýðræði virkar og var sú kennsla tengd við áhersluatriði Nordplus um græna framtíð. Markmiðið er að stuðla að því að nemendurnir upplifi sig sem þátttakendur í lýðræðislegu lærdómssamfélagi þvert á þjóðerni, og að þau læri að skipuleggja lýðræðislega ferla þar sem að jafnframt er gefið rými fyrir umræður og ágreining. Rúna Vigdís er forstöðukona landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og Eydís Inga er verkefnastjóri Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, á Íslandi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar