Sögufölsun eytt í kyrrþey Hjörtur Hjartarson skrifar 24. janúar 2024 13:31 Nýlega barst Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu (sjá neðar). Þar var honum bent á meiriháttar rangfærslu í heimildarþætti um sögu þjóðarinnar. Nánar tiltekið í þætti sem Ríkissjónvarpið sendi út 3. desember síðastliðinn og heitir Fullveldi 1918, síðari hluti. Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur að nýrri stjórnarskrá fór fram 20. október 2012. Þar samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (66,9%) að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá Íslands. Í umræddum þætti var hins vegar fullyrt að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hefði aldrei farið fram! Stjórnarskrárfélagið óskaði eftir að útvarpsstjóri svaraði því opinberlega hvernig rangfærslan yrði leiðrétt og hinu rétta komið á framfæri. Útvarpsstjóri varð ekki við ósk félagsins en upplýsti í tölvupósti að leikstjóri þáttarins hefði látið taka rangfærsluna út um leið og bréfið til útvarpsstjóra birtist opinberlega. Engin athugasemd, engin yfirlýsing, engin leiðrétting hefur borist frá RÚV vegna þessa, hvað þá að áhorfendur væru beðnir afsökunar. — Sögufölsuninni var eytt í kyrrþey. Eitt er að þegja um stóratburð í sögu þjóðarinnar en sýnu grófara að fullyrða að atburðurinn hafi aldrei átt sér stað. Ríkisútvarpið hefði þurft að ganga hreint til verks og koma afgerandi leiðréttingu á framfæri. Reyndar er fleira athugavert í umfjöllun þáttarins um stjórnarskrárferlið sem hófst eftir hrun. Ekki er gerður greinarmunur á stjórnlagaráði og stjórnlagaþingi og því ranglega haldið fram að Hæstiréttur hafi ógilt skipun stjórnlagaþings. Umfjöllunin er almennt ruglingsleg og villandi. Hin stórbrotna rangfærsla í heimildarþætti Ríkisútvarpsins um sögu landsins rímar því miður við þögn og gleymsku sem valdamikil öfl vilja að gleypi minningu landsmanna um hið einstaka stjórnarskrárferli sem fór af stað eftir hrun, þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012 og nýju stjórnarskrána sem svo er nefnd. Ekki eru nema rúm þrjú ár síðan forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Skömmu áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Forsætisráðherra hefur þetta að engu en byrjar nýtt stjórnarskrárferli eftir sínu eigin höfði. Hún leggur til hliðar tillögur að nýrri stjórnarskrá sem þúsundir almennra borgara tóku þátt í að móta og þjóðin samþykkti, en pikkar þess í stað út þrjá til fjóra lögfræðinga og biður þá að koma með um tillögur að stjórnarskrárbreytingum — sjái þeir ástæðu til breytinga. Ríki þar sem stjórnvöld reyna að komast undan því að virða úrslit kosninga þarf á að halda sjálfstæðu almannaútvarpi, fjölmiðli sem stendur óhræddur með almenningi og lýðræðislegum grundvallargildum, gegn hvers kyns ofríki. Í lögum um Ríkisútvarpið er því ætlað lykilhlutverk í lýðræðislegri umræðu. Í því felst meðal annars að framleiða og senda út vandaða heimildarþætti um sögu landsins. Opið bréf til útvarpsstjóra >> Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Stjórnarskrá Hjörtur Hjartarson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega barst Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu (sjá neðar). Þar var honum bent á meiriháttar rangfærslu í heimildarþætti um sögu þjóðarinnar. Nánar tiltekið í þætti sem Ríkissjónvarpið sendi út 3. desember síðastliðinn og heitir Fullveldi 1918, síðari hluti. Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur að nýrri stjórnarskrá fór fram 20. október 2012. Þar samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (66,9%) að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá Íslands. Í umræddum þætti var hins vegar fullyrt að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hefði aldrei farið fram! Stjórnarskrárfélagið óskaði eftir að útvarpsstjóri svaraði því opinberlega hvernig rangfærslan yrði leiðrétt og hinu rétta komið á framfæri. Útvarpsstjóri varð ekki við ósk félagsins en upplýsti í tölvupósti að leikstjóri þáttarins hefði látið taka rangfærsluna út um leið og bréfið til útvarpsstjóra birtist opinberlega. Engin athugasemd, engin yfirlýsing, engin leiðrétting hefur borist frá RÚV vegna þessa, hvað þá að áhorfendur væru beðnir afsökunar. — Sögufölsuninni var eytt í kyrrþey. Eitt er að þegja um stóratburð í sögu þjóðarinnar en sýnu grófara að fullyrða að atburðurinn hafi aldrei átt sér stað. Ríkisútvarpið hefði þurft að ganga hreint til verks og koma afgerandi leiðréttingu á framfæri. Reyndar er fleira athugavert í umfjöllun þáttarins um stjórnarskrárferlið sem hófst eftir hrun. Ekki er gerður greinarmunur á stjórnlagaráði og stjórnlagaþingi og því ranglega haldið fram að Hæstiréttur hafi ógilt skipun stjórnlagaþings. Umfjöllunin er almennt ruglingsleg og villandi. Hin stórbrotna rangfærsla í heimildarþætti Ríkisútvarpsins um sögu landsins rímar því miður við þögn og gleymsku sem valdamikil öfl vilja að gleypi minningu landsmanna um hið einstaka stjórnarskrárferli sem fór af stað eftir hrun, þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012 og nýju stjórnarskrána sem svo er nefnd. Ekki eru nema rúm þrjú ár síðan forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Skömmu áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Forsætisráðherra hefur þetta að engu en byrjar nýtt stjórnarskrárferli eftir sínu eigin höfði. Hún leggur til hliðar tillögur að nýrri stjórnarskrá sem þúsundir almennra borgara tóku þátt í að móta og þjóðin samþykkti, en pikkar þess í stað út þrjá til fjóra lögfræðinga og biður þá að koma með um tillögur að stjórnarskrárbreytingum — sjái þeir ástæðu til breytinga. Ríki þar sem stjórnvöld reyna að komast undan því að virða úrslit kosninga þarf á að halda sjálfstæðu almannaútvarpi, fjölmiðli sem stendur óhræddur með almenningi og lýðræðislegum grundvallargildum, gegn hvers kyns ofríki. Í lögum um Ríkisútvarpið er því ætlað lykilhlutverk í lýðræðislegri umræðu. Í því felst meðal annars að framleiða og senda út vandaða heimildarþætti um sögu landsins. Opið bréf til útvarpsstjóra >> Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun