Heilmikið byggt í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. janúar 2024 21:03 Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem er að gera það gott í sveitarfélaginu með sínu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilmikil uppbygging á sér nú stað í Borgarnesi enda mikið byggt af nýju húsnæði á staðnum. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag með sína 4.300 íbúa en íbúafjölgunin hefur verið um sex prósent á ári síðustu árin, sem þykir mjög gott, enda sveitarstjórinn ánægður með stöðu mála. „Við erum að koma út úr heilmiklu framkvæmdatímabili í samfélaginu öllu. Við höfum aðeins reynt að halda aftur af okkur í sveitarfélaginu en það er margt á könnunni hjá okkur, það er margt á áætlun,” segir Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Stefán segir að nú sé búið að auglýsa 30 nýjar atvinnulóðir til úthlutunar við Vallarás efst í Borgarnesi og þá séu líka nýjar íbúðalóðir tilbúnar til úthlutunar á Hvanneyri. „Verkefnin verða ærin og ég segi það alveg við mitt fólk, ég veit að það er nóg að gera hjá öllum en það verður ekkert minna að gera á þessu ári.” Stefán segir að verktakar séu með fjölbreytt verkefni víða í sveitarfélaginu hvað varðar allskonar uppbyggingu en stærstu verkefnin séu þó í Borgarnesi þar sem er verið að byggja fullt af nýjum íbúðum í nokkrum fjölbýlishúsum neðst í bæjarfélaginu rétt hjá Brákarey. Margar nýjar íbúðir eru í byggingu í fjölbýlishúsum í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við getum tekið á móti íbúum nánast hvernig sem þeir kjósa að búa. Við erum hér með þéttbýli og hér getur verið svolítill kaffihúsabragur og þéttbýlisbragur hér í Borgarnesi. Svo erum við bara með mjög víðfeðmt sveitarfélag. Hér erum við með sveitasamfélag og hér erum við líka með íbúðabyggð í dreifbýli, þannig að ég held að við séum mjög fjölbreytt. Borgarbyggð er tæplega fimm prósent af landinu,” segir Stefán. Og hann er ánægður með fjölgun íbúa Borgarbyggðar. „Það er engin offjölgun hér, það er alls ekki þannig og enn aftur, það er ekki markmið að sjálfum sér að fjölga en ég held að það sé alveg tækifæri til þess og ef fólk vill búa á svæði eins og hér þá tökum við að sjálfsögðu fagnandi á móti þeim.” Borgarbyggð er tæplega 5% af Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Byggingariðnaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Við erum að koma út úr heilmiklu framkvæmdatímabili í samfélaginu öllu. Við höfum aðeins reynt að halda aftur af okkur í sveitarfélaginu en það er margt á könnunni hjá okkur, það er margt á áætlun,” segir Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Stefán segir að nú sé búið að auglýsa 30 nýjar atvinnulóðir til úthlutunar við Vallarás efst í Borgarnesi og þá séu líka nýjar íbúðalóðir tilbúnar til úthlutunar á Hvanneyri. „Verkefnin verða ærin og ég segi það alveg við mitt fólk, ég veit að það er nóg að gera hjá öllum en það verður ekkert minna að gera á þessu ári.” Stefán segir að verktakar séu með fjölbreytt verkefni víða í sveitarfélaginu hvað varðar allskonar uppbyggingu en stærstu verkefnin séu þó í Borgarnesi þar sem er verið að byggja fullt af nýjum íbúðum í nokkrum fjölbýlishúsum neðst í bæjarfélaginu rétt hjá Brákarey. Margar nýjar íbúðir eru í byggingu í fjölbýlishúsum í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við getum tekið á móti íbúum nánast hvernig sem þeir kjósa að búa. Við erum hér með þéttbýli og hér getur verið svolítill kaffihúsabragur og þéttbýlisbragur hér í Borgarnesi. Svo erum við bara með mjög víðfeðmt sveitarfélag. Hér erum við með sveitasamfélag og hér erum við líka með íbúðabyggð í dreifbýli, þannig að ég held að við séum mjög fjölbreytt. Borgarbyggð er tæplega fimm prósent af landinu,” segir Stefán. Og hann er ánægður með fjölgun íbúa Borgarbyggðar. „Það er engin offjölgun hér, það er alls ekki þannig og enn aftur, það er ekki markmið að sjálfum sér að fjölga en ég held að það sé alveg tækifæri til þess og ef fólk vill búa á svæði eins og hér þá tökum við að sjálfsögðu fagnandi á móti þeim.” Borgarbyggð er tæplega 5% af Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Byggingariðnaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira