Varanlega hreyfihömluð en fær ekki bíl vegna skorts á vottorði Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2024 18:55 Margrét Lilja hefur notað hjólastól frá árinu 2017. Hún segir svo virðast sem Tryggingastofnun hafi áhyggjur af því að hún standi skyndilega upp úr stólnum. Margrét Lilja Arnheiðardóttir, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við Tryggingastofnun ríkisins. Hún hefur í tuttugu mánuði undirbúið bílakaup en þarf að byrja upp á nýtt þar sem áður samþykktur styrkur hefur verið felldur úr gildi. Ástæðan er sú að hreyfihömlunarvottorð hennar rann út um áramót. Margrét Lilja er varanlega hreyfihömluð. „Þetta er bara ömurlegt, allt lífið er sett á bið á meðan maður veit ekki hvað þeir ákveða. Þetta virðist vera ákveðið eftir hentisemi. Ég fékk styrkinn og hann á að vera í gildi til 31. maí í ár en allt í einu er hann ekki í gildi,“ segir Margrét Lilja í samtali við Vísi. Færsla hennar á Facebook, þar sem hún fer yfir málið hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Sér nú fram á að eignast bíl eftir tvö ár Margrét Lilja segir ótrúlega marga koma að borðinu þegar keyptur er sérútbúinn bíll fyrir „mikið hreyfihamlaða“, eins og Tryggingastofnun orði það. Þar nefnir hún iðjuþjálfa, fyrirtæki sem sér um hjálpartæki, Sjúkratryggingar, bílaumboð og bifvélavirkja. „Þetta er ótrúlega stórt batterí og núna þarf ég að byrja upp á nýtt og miðað við það hvað það tók þá langan tíma allt ferlið, þá er maður að sjá fram á að geta keypt bíl og átt eðlilegt líf árið 2026.“ Fyrir neðan allar hellur Margrét Lilja segir það fyrir neðan allar hellur að ferlið standi og falli með því að hún sé með hreyfihömlunarvottorð í gildi. Tryggingastofnun hafi aðgang að öllum gögnum sem sýni fram á að ekkert hafi breyst hjá henni, en hún hefur verið varanlega hreyfihömluð frá árinu 2017. Margrét Lilja er formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra. „Samt sem áður þarf maður að fara út um allan bæ að sækja vottorð hingað og þangað til þess að sanna að ég er í alvörunni fötluð. Ég er 150 prósent viss um að ef maður þyrfti ekki að eiga við Tryggingastofnun, þá myndi maður forðast það. Þeir halda einhvern veginn lífi manns í heljargreipum. Lífsgæði mín og sjálfstæði stoppa á Tryggingastofnun.“ Tvö til þrjú erindi á viku Margrét Lilja segir einsýnt að allt ferlið hvað varðar bílakaup fyrir fólk með hreyfihömlun þurfi að vera miklu skýrara. Það sé hvergi hægt að nálgast upplýsingar um hvernig ferlið er, hverja þarf að hafa samband við, hverju maður á rétt á. „Miðað við að stjórnsýslan hjá þeim er það góð, að þeir eru að svara fyrirspurn átta mánuðum eftir að hún er send inn, sýnir að það verður að taka til í þessu hjá þeim. Af því að ég alveg hundrað prósent viss um að ég er ekki sú eina sem lendir í þessu.“ Sem áður segir er Margrét Lilja formaður Sjálfsbjargar. Hún segir samtökunum berast tvö til þrjú erindi á viku frá hreyfihömluðu fólki vegna bílakaupa. „Maður þarf að vera með verkefnastjórnunargráðu til þess að ná að halda utan um þetta allt saman. Fólk er mjög týnt í kerfinu og það eru mjög margir, ef þeir eru ekki með sterkt stuðningsnet í kringum sig, sem gefast hreinlega upp á þessu.“ Málefni fatlaðs fólks Tryggingar Bílar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
„Þetta er bara ömurlegt, allt lífið er sett á bið á meðan maður veit ekki hvað þeir ákveða. Þetta virðist vera ákveðið eftir hentisemi. Ég fékk styrkinn og hann á að vera í gildi til 31. maí í ár en allt í einu er hann ekki í gildi,“ segir Margrét Lilja í samtali við Vísi. Færsla hennar á Facebook, þar sem hún fer yfir málið hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Sér nú fram á að eignast bíl eftir tvö ár Margrét Lilja segir ótrúlega marga koma að borðinu þegar keyptur er sérútbúinn bíll fyrir „mikið hreyfihamlaða“, eins og Tryggingastofnun orði það. Þar nefnir hún iðjuþjálfa, fyrirtæki sem sér um hjálpartæki, Sjúkratryggingar, bílaumboð og bifvélavirkja. „Þetta er ótrúlega stórt batterí og núna þarf ég að byrja upp á nýtt og miðað við það hvað það tók þá langan tíma allt ferlið, þá er maður að sjá fram á að geta keypt bíl og átt eðlilegt líf árið 2026.“ Fyrir neðan allar hellur Margrét Lilja segir það fyrir neðan allar hellur að ferlið standi og falli með því að hún sé með hreyfihömlunarvottorð í gildi. Tryggingastofnun hafi aðgang að öllum gögnum sem sýni fram á að ekkert hafi breyst hjá henni, en hún hefur verið varanlega hreyfihömluð frá árinu 2017. Margrét Lilja er formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra. „Samt sem áður þarf maður að fara út um allan bæ að sækja vottorð hingað og þangað til þess að sanna að ég er í alvörunni fötluð. Ég er 150 prósent viss um að ef maður þyrfti ekki að eiga við Tryggingastofnun, þá myndi maður forðast það. Þeir halda einhvern veginn lífi manns í heljargreipum. Lífsgæði mín og sjálfstæði stoppa á Tryggingastofnun.“ Tvö til þrjú erindi á viku Margrét Lilja segir einsýnt að allt ferlið hvað varðar bílakaup fyrir fólk með hreyfihömlun þurfi að vera miklu skýrara. Það sé hvergi hægt að nálgast upplýsingar um hvernig ferlið er, hverja þarf að hafa samband við, hverju maður á rétt á. „Miðað við að stjórnsýslan hjá þeim er það góð, að þeir eru að svara fyrirspurn átta mánuðum eftir að hún er send inn, sýnir að það verður að taka til í þessu hjá þeim. Af því að ég alveg hundrað prósent viss um að ég er ekki sú eina sem lendir í þessu.“ Sem áður segir er Margrét Lilja formaður Sjálfsbjargar. Hún segir samtökunum berast tvö til þrjú erindi á viku frá hreyfihömluðu fólki vegna bílakaupa. „Maður þarf að vera með verkefnastjórnunargráðu til þess að ná að halda utan um þetta allt saman. Fólk er mjög týnt í kerfinu og það eru mjög margir, ef þeir eru ekki með sterkt stuðningsnet í kringum sig, sem gefast hreinlega upp á þessu.“
Málefni fatlaðs fólks Tryggingar Bílar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira